Erlent

Stjúp­sonur norska prinsins hand­tekinn um helgina

Marius Borg Høiby stjúpsonur Hákonar krónprins af Noregi var handtekinn um helgina vegna líkamsárásar og skemmdarverka sem áttu sér stað síðastliðinn laugardag. Samkvæmt upplýsingum norskra fjölmiðla þekkir Høiby þann sem varð fyrir árásinni.

Erlent

Mikill við­búnaður vegna mögu­legra ó­eirða í dag

Þúsundir lögreglumanna eru í viðbragðsstöðu vegna hættu á frekari óeirðum á Englandi í dag. Boðað hefur verið til að minnsta kosti þrjátíu mótmæla víðsvegar um landið en þau hafa ítrekað leyst upp í uppþot og ofbeldi í kjölfar hnífaárásar í Southport í síðustu viku.

Erlent

Hefur saka­mála­rann­sókn á stjórnar­and­stöðunni

Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir.

Erlent

Ræddu fals­fréttir og sam­­fé­lags­­miðla á neyðar­fundi

Á annað hundrað hafa verið handteknir og fjöldi lögreglumanna slasast, í mótmælum hægri öfgamanna sem beinast gegn komu hælisleitenda til Bretlands. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hélt neyðarfund í morgun með svokallaðri Cobra-nefnd, vegna óeirðanna, en boðað er til Cobra-fundar þegar neyðarástand af einhverju tagi ríkir í Bretlandi. Upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum er meðal þess sem verður rætt á fundinum.

Erlent

Segir af sér og flýr land

Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, hefur sagt af sér embætti og yfirgefið landið. Yfirmaður hermála þar í landi staðfestir að hann muni taka við stjórn landsins og mynda bráðabirgðaríkisstjórn. Blóðug mótmæli hafa geysað síðan snemma í síðasta mánuði og hafa fleiri en 280 manns látið lífið.

Erlent

Starmer heldur neyðarfund vegna ó­eirðanna

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað til neyðarfundar með Cobra nefndinni í dag vegna óeirðanna sem hafa verið í Bretlandi síðustu daga. Á annað hundrað hafa verið handteknir vegna og fjöldi lögreglumanna slasast í mótmælunum, sem beinast gegn hælisleitendum.

Erlent

Báru eld að mið­stöð fyrir hælis­leit­endur

Enn er allt á suðupunkti víða um Bretland vegna óeirða og mikilla mótmæla, leidd af hægri öfgamönnum. Mótmælin beinast að komu hælisleitenda til Bretlands. Í dag báru mótmælendur í Rotherham eld að hóteli sem hýsir hælisleitendur.

Erlent

Tók á móti fyrstu F-16 þotunum

Úkraínumenn hafa tekið á móti fyrstu F-16 herþotunum. Þetta staðfesti Volódómír Selenskí Úkraínuforseti á blaðamannafundi þar sem tvær slíkar þotur voru í bakgrunni. 

Erlent

Hvetja vest­ræna borgara til að koma sér frá Líbanon

Bandarísk og fleiri vestræn stjórnvöld hafa gefið út viðvaranir til ríkisborgara sinna um að koma sér hið snarasta frá Líbanon af ótta við að stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs dreifist út. Spenna á milli Ísraels annars vegar og Íran og Líbanon hins vegar stigmagnast.

Erlent

Trump bakkar frá sam­komu­lagi um kapp­ræður

Donald Trump segir það ekki koma til greina að mæta Kamölu Harris í kappræðum á sjónvarpsstöðinni ABC. Hann krefst þess að kappræðurnar fari fram á Fox News, þeim sjónvarpsmiðli sem er vinsælastur meðal stuðningsmanna hans. 

Erlent

Hætt við sam­komu­lag við höfuð­paur hryðju­verkanna 11. septem­ber

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur dregið til baka samkomulag sem gert var við Khalid Sheikh Mohammed sem sakaður eru um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana þann 11. september 2001. Áður hafði verið greint frá því að samkomulag væri í höfn við mennina um að játa aðkomu sína að árásunum gegn því að verða ekki dæmdir til dauða.

Erlent