Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2025 06:53 Leiðtogar Evrópu standa þétt við bakið á Selenskí og Úkraínu, enda mikið í húfi. Getty/Carl Court Evrópuleiðtogar lýstu yfir afdráttarlausum stuðningi við Úkraínu og Vólódimír Selenskí forseta á fundi í Downing-stræti í gær en Selenskí sætir nú miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að láta Rússum eftir stóran hluta landsins. Viðstaddir fundinn í Lundúnum í gær voru auk Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, og Selenskís, þeir Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands. Þá tóku sjö aðrir leiðtogar þátt í gegnum fjarfundarbúnað, auk fulltrúa Evrópusambandsins, Nató og Tyrklands. Leiðtogarnir ítrekuðu á fundinum nauðsyn þess að ná fram friði í Úkraínu og tryggja landið frá ágengni og árásum Rússa í framtíðinni. Þá samþykktu þeir að auka stuðning við Úkraínu og þrýsting á Rússland. Talsmenn breska forsætisráðuneytisins sögðu í gær að vonir stæðu til að samningar næðust um að nýta frystar eignir Rússa í fjárhagslegan stuðning við Úkraínu. Eignirnar nema um 180 milljörðum punda. Belgar hafa sett sig upp á móti áætluninni, þar sem bróðupartur eignanna er varðveittur í Belgíu. Vilja þeir ekki hætta á að sitja uppi með reikninginn ef Rússa kemur að innheimta. Starmer mun eiga viðræður við Bart De Wever, forsætisráðherra Belga, á föstudaginn. Eins og fyrr segir sætir Selenskí miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að láta undan og mæta kröfum Rússa um land og fleira. Bandaríkjastjórn hefur ítrekað gefið til kynna að samningar séu nánast í höfn, þrátt fyrir að hvorki Úkraínumenn né Rússar virðist hrifnir af þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram. Áhyggjur eru uppi um að Bandaríkjamenn muni hóta að ganga frá borðinu og láta af öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gefur ekki eftir. Þá virðast ráðamenn Vestanhafs vera afar áhugasamir um að bæta tengslin við Rússland, á kostnað bandalagsríkja sinna í Evrópu. Úkraína Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Þýskaland Frakkland Hernaður Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Erlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Sjá meira
Viðstaddir fundinn í Lundúnum í gær voru auk Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, og Selenskís, þeir Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands. Þá tóku sjö aðrir leiðtogar þátt í gegnum fjarfundarbúnað, auk fulltrúa Evrópusambandsins, Nató og Tyrklands. Leiðtogarnir ítrekuðu á fundinum nauðsyn þess að ná fram friði í Úkraínu og tryggja landið frá ágengni og árásum Rússa í framtíðinni. Þá samþykktu þeir að auka stuðning við Úkraínu og þrýsting á Rússland. Talsmenn breska forsætisráðuneytisins sögðu í gær að vonir stæðu til að samningar næðust um að nýta frystar eignir Rússa í fjárhagslegan stuðning við Úkraínu. Eignirnar nema um 180 milljörðum punda. Belgar hafa sett sig upp á móti áætluninni, þar sem bróðupartur eignanna er varðveittur í Belgíu. Vilja þeir ekki hætta á að sitja uppi með reikninginn ef Rússa kemur að innheimta. Starmer mun eiga viðræður við Bart De Wever, forsætisráðherra Belga, á föstudaginn. Eins og fyrr segir sætir Selenskí miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að láta undan og mæta kröfum Rússa um land og fleira. Bandaríkjastjórn hefur ítrekað gefið til kynna að samningar séu nánast í höfn, þrátt fyrir að hvorki Úkraínumenn né Rússar virðist hrifnir af þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram. Áhyggjur eru uppi um að Bandaríkjamenn muni hóta að ganga frá borðinu og láta af öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gefur ekki eftir. Þá virðast ráðamenn Vestanhafs vera afar áhugasamir um að bæta tengslin við Rússland, á kostnað bandalagsríkja sinna í Evrópu.
Úkraína Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Þýskaland Frakkland Hernaður Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Erlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Sjá meira