Innlent Munu fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Lögreglan á Austurlandi mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið hjónum að bana í Neskaupstað í ágúst. Innlent 5.9.2024 13:48 Höfundalögin „þarfnast ástar“ til að virka Stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði kallar eftir því ráðherra breyti höfundalögum á Íslandi og uppfæri til samræmis við nútímann. Allur hugverkaiðnaðurinn sé undir sem neyðist til að styðja sig við úrelt lög. Málaflokkurinn „þarfnast ástar,“ líkt og stjórnarformaðurinn komst að orði, einkar skemmtilega. Innlent 5.9.2024 13:36 Eldur kom upp í Grafarvogi Eldur kom upp í húsnæði í Fossaleyni í Grafarvogi í Reykjavík í dag. Starfsmönnum á vettvangi tókst að slökkva eldinn og svo kom slökkvilið og er að reykræsta húsnæðið. Innlent 5.9.2024 13:23 Kannast ekki við fleiri líflátshótanir í garð Helga Magnúsar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áréttar að ástæða þess að hún sendi mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara til dómsmálaráðherra sé ekki vegna persónulegs ágreinings. Hún hafi verið úrræðalaus eftir áminningu sem hún veitti honum árið 2022. Henni hafi ekki verið kunnugt um frekari líflátshótanir í garð Helga Magnúsar. Innlent 5.9.2024 13:15 Gæti tafið virkjanaframkvæmdir um tvö ár og skaðað samfélagið Forstjóri Landsvirkjunar segir kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjanaleyfi Búrfellslundar geta tafið framkvæmir um tvö ár og skaðað samfélagið sem þurfi á orkunni að halda. Hreppurinn hafi ekkert með útgáfu framkvæmdaleyfis að gera og hafi ekki nýtt sér ítrekuð tækifæri til athugasemda. Innlent 5.9.2024 12:16 Allir austur um helgina Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar hvetur alla landsmenn að ferðast austur í veðurblíðuna um helgina. Á Vestfjörðum og Norðurlandi eru gular veðurviðvaranir, og losnaði bátur frá bryggju á Ísafirði vegna veðurofsans. Innlent 5.9.2024 12:14 Unglingspiltur dæmdur fyrir þrjár hnífaárásir Unglingspiltur hefur hlotið átján mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna ýmissa brota, en þrjú þeirra voru ofbeldisbrot framin með hníf. Innlent 5.9.2024 12:14 Forstjóri Landsvirkjunar ósáttur með kæru frá Skeiða- og Gnúpverjum Í hádegisfréttum verður rætt við Hörð Arnarson forstjóra Landsvirkjunar sem er ekki par sáttur með boðaða kæru frá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps er varðar vindorkugarð í Búrfellslundi. Innlent 5.9.2024 11:35 Skúta slitnaði frá bryggju í aftakaveðri fyrir vestan Bálhvasst hefur verið á Norðvesturlandi og á Vestfjörðum í morgun og björgunarsveitum á svæðinu hafa borist fjölmargar tilkynningar. Á Ísafirði slitnaði lítil skúta frá bryggju og rak upp í grjótgarðinn við Pollinn. Innlent 5.9.2024 11:21 „Þetta hefur verið helvíti“ Tæknitröllið og útvarpsmaðurinn Þráinn Steinsson var mættur á kunnuglegar slóðir í morgun, en nú sem viðmælandi í Bítinu en þar sat hann við takkana árum saman og var í raun þriðji hluti í tvíeyki þeirra Heimis Karlsson og Gulla Helga. Þráinn rakti snarlega ótrúlega sjúkrasögu sína sem er með þeim hætti að hroll setti að hraustustu mönnum meðal hlustenda. Innlent 5.9.2024 11:06 Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. Innlent 5.9.2024 10:39 Grunur um íbúðir í óleyfi stoppar frekari framkvæmdir Theódóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Viðreisnar í Kópavogi, segir mikilvægt að byggingafulltrúi fái heimild til að skoða hús að Melgerði á Kársnesi áður en gefið verður leyfi til að byggja við húsið. Eigandi hefur óskað eftir leyfi til að stækka húsið þannig það verði tvær íbúðir. Skipulagsráð frestaði í vikunni afgreiðslu málsins. Innlent 5.9.2024 10:00 Lífeyrisþegar halda atkvæðarétti sínum í Blaðamannafélaginu Tillögur stjórnar Blaðamannafélagsins um að afnema grein í lögum félagsins um birtingu félagatals á opinberum vettvangi og að afnema atkvæðisrétt lífeyrisþega í félaginu voru felldar á framhaldsaðalfundi Blaðamannafélagsins í gærkvöldi. Meirihluti greiddi atkvæði með tillögunum en aukinn meirihluta hefði þurft til að fá þær samþykktar. Innlent 5.9.2024 07:48 Á þriðja hundrað kíló tekin á landamærunum Ríflega 230 kíló, tæpir tíu lítrar og 40 þúsund töflur af ólöglegum fíkniefnum hafa verið haldlögð á landamærum Íslands það sem af er þessu ári. Alls hefur verið lagt hald á 21 tegund fíkniefna, þar á meðal rúmlega 22,5 kíló af kókaíni, yfir 140 kíló af marijúana og tæplega nítján þúsund töflur af MDMA. Í heildina er um að ræða nokkuð meira magn fíkniefna en haldlagt var á sama tímabili í fyrra, að undantöldum fíkniefnum í vökvaformi sem haldlögð voru í meira magni á síðasta ári. Innlent 5.9.2024 07:03 Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Innlent 5.9.2024 06:43 Undrast klappstýrur nasista í umræðunni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson undrast þróun umræðunnar á samfélagsmiðlum, ekki síst í Bandaríkjunum. Óhugnanlegt sé að sjá fólk upphefja nasista og mála bandamenn upp sem illmenni Seinni heimsstyrjaldarinnar. Innlent 5.9.2024 00:04 Guðmundur enn undir feldi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram til áframhaldandi formannssetu á landsfundi Vinstri grænna í október. Innlent 4.9.2024 22:59 Bolli baðst afsökunar eftir orrahríð dagsins Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um stúlkur í Sjálfstæðisflokknum. Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna segir ummælan dæma sig sjálf en tekur afsökunarbeiðninni og býður Bolla aftur velkominn í flokkinn. Innlent 4.9.2024 21:35 „Ég held að við höfum öll sofnað á verðinum“ Kennari með áratugareynslu af íslenskukennslu fyrir útlendinga segir þjóðina hafa sofnað á verðinum hvað varðar að kenna innflytjendum málið. Fyrirtækin í landinu þurfi að taka ábyrgð og Íslendingar þurfi líka að sýna útlendingum áhuga. Innlent 4.9.2024 20:25 „Hjálpið okkur að hjálpa ykkur“ Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og einn skipuleggjenda menningarhátíðarinnar Ljósanætur segir aukið viðbragð verða á hátíðinni vegna ákalls um aðgerðir til að sporna við ofbeldi meðal ungmenna. Innlent 4.9.2024 20:07 Þingmenn allra flokka missa þingsæti sín Þingmenn allra flokka sem kosnir voru til Alþingis árið 2021 hafa í einni svipan misst þingsæti sitt, nú þegar aðeins tæp vika er þar til þing kemur saman á ný. Innlent 4.9.2024 20:01 Íslendingar eiga met í fjölgun innflytjenda Íslendingar hafa einstakt tækifæri til að koma að koma í veg fyrir menningarárekstra í framtíðinni með því að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Hvergi innan ríkja OECD hefur innflytjendum fjölgað jafn hratt og mikið og á Íslandi. Innlent 4.9.2024 19:20 Glöggur Króati sá að týndi síminn væri frá Íslandi Sími Bergþórs Guðmundssonar datt í sjóinn við strendur Króatíu í dag og virtist týndur og tröllum gefinn. Skömmu síðar fylltist innhólf hans af skilaboðum eftir að glöggur Króati sá að síminn væri íslenskur og leitaði á náðir Facebook. Ung stúlka hafði fundið símann þegar hún lék sér í sjónum. Innlent 4.9.2024 19:13 Aukinn viðbúnaður á Ljósanótt og Októberfest Skipuleggjendur Ljósanætur og Októberfest SHÍ ætla að auka viðbúnað í kringum hátíðirnar vegna alvarlegra atvika undanfarið í samfélaginu. Þá hefur verið ákveðið að nota málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum á höfðuborgarsvæðinu. Forseti Stúdentaráðs segir mikilvægt að fólk upplifi sig öruggt. Innlent 4.9.2024 19:02 Sérsveitin kölluð til í Brautarholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut liðsinnis sérsveitar ríkislögreglustjóra snemma í morgun við lögregluaðgerð í Brautarholti í Reykjavík. Innlent 4.9.2024 18:53 Málmleitartæki á böllum og Sjálfstæðiskonur bregðast við umdeildum ummælum Skipuleggjendur Ljósanætur og Októberfest ætla að auka viðbúnað í kringum hátíðarnar vegna alvarlegra atvika í samfélaginu undanfarið. Þá hefur verið ákveðið að nota málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu. Forseti Stúdentaráðs segir mikilvægt að fólk upplifi sig öruggt. Innlent 4.9.2024 18:01 Kór þjóðþekktra listamanna krefur ráðherra um aðgerðir með söng Klukkan níu í morgun kom hópur þjóðþekktra listamanna og söng fyrir utan utanríkisráðuneytið. Hópurinn kallar sig Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu og hyggst syngja hvern miðvikudagsmorgun fyrir utan ólík ráðuneyti Alþingis til þess að krefja íslenska ríkið um aðgerðir . Innlent 4.9.2024 17:39 Flúðu heimili sitt eftir líkamsárás og umsátur Nýbakaðir foreldrar þurftu í vikunni að flýja heimili sitt á Akureyri í kjölfar líkamsárásar og umsáturs um helgina. Þau leita vitna að árásinni sem átti sér stað á föstudagskvöld við Íþróttahöllina á Akureyri. Þau hyggjast leggja fram kæru vegna árásarinnar og umsátursins í dag. Innlent 4.9.2024 17:02 Aðgerðarhópur vegna ofbeldis í garð og meðal barna tekinn til starfa Nýskipaður aðgerðahópur vegna ofbeldis í garð og meðal barna hóf störf í dag. Hópnum er falið að hrinda í framkvæmd aðgerðum sem mennta- og barnamálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið kynntu á blaðamannafundi 25. júní síðastliðinn og aðgerðum heilbrigðisráðuneytisins sem lúta að heilbrigði og vellíðan barna. Innlent 4.9.2024 16:26 Gjaldtöku á bílastæðum háskólans frestað Gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands hefur verið frestað fram yfir áramót. Ætlað var að almenn gjaldtaka yrði innleidd á háskólasvæðinu með fyrsta september en fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að vinna við innleiðinguna hafi tekið lengri tíma en ætlað var og því hafi verið tekin sú ákvörðun að fresta henni. Innlent 4.9.2024 15:55 « ‹ 130 131 132 133 134 135 136 137 138 … 334 ›
Munu fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Lögreglan á Austurlandi mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið hjónum að bana í Neskaupstað í ágúst. Innlent 5.9.2024 13:48
Höfundalögin „þarfnast ástar“ til að virka Stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði kallar eftir því ráðherra breyti höfundalögum á Íslandi og uppfæri til samræmis við nútímann. Allur hugverkaiðnaðurinn sé undir sem neyðist til að styðja sig við úrelt lög. Málaflokkurinn „þarfnast ástar,“ líkt og stjórnarformaðurinn komst að orði, einkar skemmtilega. Innlent 5.9.2024 13:36
Eldur kom upp í Grafarvogi Eldur kom upp í húsnæði í Fossaleyni í Grafarvogi í Reykjavík í dag. Starfsmönnum á vettvangi tókst að slökkva eldinn og svo kom slökkvilið og er að reykræsta húsnæðið. Innlent 5.9.2024 13:23
Kannast ekki við fleiri líflátshótanir í garð Helga Magnúsar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áréttar að ástæða þess að hún sendi mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara til dómsmálaráðherra sé ekki vegna persónulegs ágreinings. Hún hafi verið úrræðalaus eftir áminningu sem hún veitti honum árið 2022. Henni hafi ekki verið kunnugt um frekari líflátshótanir í garð Helga Magnúsar. Innlent 5.9.2024 13:15
Gæti tafið virkjanaframkvæmdir um tvö ár og skaðað samfélagið Forstjóri Landsvirkjunar segir kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjanaleyfi Búrfellslundar geta tafið framkvæmir um tvö ár og skaðað samfélagið sem þurfi á orkunni að halda. Hreppurinn hafi ekkert með útgáfu framkvæmdaleyfis að gera og hafi ekki nýtt sér ítrekuð tækifæri til athugasemda. Innlent 5.9.2024 12:16
Allir austur um helgina Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar hvetur alla landsmenn að ferðast austur í veðurblíðuna um helgina. Á Vestfjörðum og Norðurlandi eru gular veðurviðvaranir, og losnaði bátur frá bryggju á Ísafirði vegna veðurofsans. Innlent 5.9.2024 12:14
Unglingspiltur dæmdur fyrir þrjár hnífaárásir Unglingspiltur hefur hlotið átján mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna ýmissa brota, en þrjú þeirra voru ofbeldisbrot framin með hníf. Innlent 5.9.2024 12:14
Forstjóri Landsvirkjunar ósáttur með kæru frá Skeiða- og Gnúpverjum Í hádegisfréttum verður rætt við Hörð Arnarson forstjóra Landsvirkjunar sem er ekki par sáttur með boðaða kæru frá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps er varðar vindorkugarð í Búrfellslundi. Innlent 5.9.2024 11:35
Skúta slitnaði frá bryggju í aftakaveðri fyrir vestan Bálhvasst hefur verið á Norðvesturlandi og á Vestfjörðum í morgun og björgunarsveitum á svæðinu hafa borist fjölmargar tilkynningar. Á Ísafirði slitnaði lítil skúta frá bryggju og rak upp í grjótgarðinn við Pollinn. Innlent 5.9.2024 11:21
„Þetta hefur verið helvíti“ Tæknitröllið og útvarpsmaðurinn Þráinn Steinsson var mættur á kunnuglegar slóðir í morgun, en nú sem viðmælandi í Bítinu en þar sat hann við takkana árum saman og var í raun þriðji hluti í tvíeyki þeirra Heimis Karlsson og Gulla Helga. Þráinn rakti snarlega ótrúlega sjúkrasögu sína sem er með þeim hætti að hroll setti að hraustustu mönnum meðal hlustenda. Innlent 5.9.2024 11:06
Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. Innlent 5.9.2024 10:39
Grunur um íbúðir í óleyfi stoppar frekari framkvæmdir Theódóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Viðreisnar í Kópavogi, segir mikilvægt að byggingafulltrúi fái heimild til að skoða hús að Melgerði á Kársnesi áður en gefið verður leyfi til að byggja við húsið. Eigandi hefur óskað eftir leyfi til að stækka húsið þannig það verði tvær íbúðir. Skipulagsráð frestaði í vikunni afgreiðslu málsins. Innlent 5.9.2024 10:00
Lífeyrisþegar halda atkvæðarétti sínum í Blaðamannafélaginu Tillögur stjórnar Blaðamannafélagsins um að afnema grein í lögum félagsins um birtingu félagatals á opinberum vettvangi og að afnema atkvæðisrétt lífeyrisþega í félaginu voru felldar á framhaldsaðalfundi Blaðamannafélagsins í gærkvöldi. Meirihluti greiddi atkvæði með tillögunum en aukinn meirihluta hefði þurft til að fá þær samþykktar. Innlent 5.9.2024 07:48
Á þriðja hundrað kíló tekin á landamærunum Ríflega 230 kíló, tæpir tíu lítrar og 40 þúsund töflur af ólöglegum fíkniefnum hafa verið haldlögð á landamærum Íslands það sem af er þessu ári. Alls hefur verið lagt hald á 21 tegund fíkniefna, þar á meðal rúmlega 22,5 kíló af kókaíni, yfir 140 kíló af marijúana og tæplega nítján þúsund töflur af MDMA. Í heildina er um að ræða nokkuð meira magn fíkniefna en haldlagt var á sama tímabili í fyrra, að undantöldum fíkniefnum í vökvaformi sem haldlögð voru í meira magni á síðasta ári. Innlent 5.9.2024 07:03
Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Innlent 5.9.2024 06:43
Undrast klappstýrur nasista í umræðunni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson undrast þróun umræðunnar á samfélagsmiðlum, ekki síst í Bandaríkjunum. Óhugnanlegt sé að sjá fólk upphefja nasista og mála bandamenn upp sem illmenni Seinni heimsstyrjaldarinnar. Innlent 5.9.2024 00:04
Guðmundur enn undir feldi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram til áframhaldandi formannssetu á landsfundi Vinstri grænna í október. Innlent 4.9.2024 22:59
Bolli baðst afsökunar eftir orrahríð dagsins Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um stúlkur í Sjálfstæðisflokknum. Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna segir ummælan dæma sig sjálf en tekur afsökunarbeiðninni og býður Bolla aftur velkominn í flokkinn. Innlent 4.9.2024 21:35
„Ég held að við höfum öll sofnað á verðinum“ Kennari með áratugareynslu af íslenskukennslu fyrir útlendinga segir þjóðina hafa sofnað á verðinum hvað varðar að kenna innflytjendum málið. Fyrirtækin í landinu þurfi að taka ábyrgð og Íslendingar þurfi líka að sýna útlendingum áhuga. Innlent 4.9.2024 20:25
„Hjálpið okkur að hjálpa ykkur“ Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og einn skipuleggjenda menningarhátíðarinnar Ljósanætur segir aukið viðbragð verða á hátíðinni vegna ákalls um aðgerðir til að sporna við ofbeldi meðal ungmenna. Innlent 4.9.2024 20:07
Þingmenn allra flokka missa þingsæti sín Þingmenn allra flokka sem kosnir voru til Alþingis árið 2021 hafa í einni svipan misst þingsæti sitt, nú þegar aðeins tæp vika er þar til þing kemur saman á ný. Innlent 4.9.2024 20:01
Íslendingar eiga met í fjölgun innflytjenda Íslendingar hafa einstakt tækifæri til að koma að koma í veg fyrir menningarárekstra í framtíðinni með því að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Hvergi innan ríkja OECD hefur innflytjendum fjölgað jafn hratt og mikið og á Íslandi. Innlent 4.9.2024 19:20
Glöggur Króati sá að týndi síminn væri frá Íslandi Sími Bergþórs Guðmundssonar datt í sjóinn við strendur Króatíu í dag og virtist týndur og tröllum gefinn. Skömmu síðar fylltist innhólf hans af skilaboðum eftir að glöggur Króati sá að síminn væri íslenskur og leitaði á náðir Facebook. Ung stúlka hafði fundið símann þegar hún lék sér í sjónum. Innlent 4.9.2024 19:13
Aukinn viðbúnaður á Ljósanótt og Októberfest Skipuleggjendur Ljósanætur og Októberfest SHÍ ætla að auka viðbúnað í kringum hátíðirnar vegna alvarlegra atvika undanfarið í samfélaginu. Þá hefur verið ákveðið að nota málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum á höfðuborgarsvæðinu. Forseti Stúdentaráðs segir mikilvægt að fólk upplifi sig öruggt. Innlent 4.9.2024 19:02
Sérsveitin kölluð til í Brautarholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut liðsinnis sérsveitar ríkislögreglustjóra snemma í morgun við lögregluaðgerð í Brautarholti í Reykjavík. Innlent 4.9.2024 18:53
Málmleitartæki á böllum og Sjálfstæðiskonur bregðast við umdeildum ummælum Skipuleggjendur Ljósanætur og Októberfest ætla að auka viðbúnað í kringum hátíðarnar vegna alvarlegra atvika í samfélaginu undanfarið. Þá hefur verið ákveðið að nota málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu. Forseti Stúdentaráðs segir mikilvægt að fólk upplifi sig öruggt. Innlent 4.9.2024 18:01
Kór þjóðþekktra listamanna krefur ráðherra um aðgerðir með söng Klukkan níu í morgun kom hópur þjóðþekktra listamanna og söng fyrir utan utanríkisráðuneytið. Hópurinn kallar sig Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu og hyggst syngja hvern miðvikudagsmorgun fyrir utan ólík ráðuneyti Alþingis til þess að krefja íslenska ríkið um aðgerðir . Innlent 4.9.2024 17:39
Flúðu heimili sitt eftir líkamsárás og umsátur Nýbakaðir foreldrar þurftu í vikunni að flýja heimili sitt á Akureyri í kjölfar líkamsárásar og umsáturs um helgina. Þau leita vitna að árásinni sem átti sér stað á föstudagskvöld við Íþróttahöllina á Akureyri. Þau hyggjast leggja fram kæru vegna árásarinnar og umsátursins í dag. Innlent 4.9.2024 17:02
Aðgerðarhópur vegna ofbeldis í garð og meðal barna tekinn til starfa Nýskipaður aðgerðahópur vegna ofbeldis í garð og meðal barna hóf störf í dag. Hópnum er falið að hrinda í framkvæmd aðgerðum sem mennta- og barnamálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið kynntu á blaðamannafundi 25. júní síðastliðinn og aðgerðum heilbrigðisráðuneytisins sem lúta að heilbrigði og vellíðan barna. Innlent 4.9.2024 16:26
Gjaldtöku á bílastæðum háskólans frestað Gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands hefur verið frestað fram yfir áramót. Ætlað var að almenn gjaldtaka yrði innleidd á háskólasvæðinu með fyrsta september en fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að vinna við innleiðinguna hafi tekið lengri tíma en ætlað var og því hafi verið tekin sú ákvörðun að fresta henni. Innlent 4.9.2024 15:55