Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2025 20:23 Albert Jónsson undrar ákvörðun Netanjahú. Vísir/Viktor Freyr Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra, segir Ísraelsmenn ganga langt út fyrir rétt sinn til sjálfsvarnar með fyrirætluðu hernámi sínu á Gasaborg. Hamasliðar feli ekki lengur í sér tilvistarógn við Ísraelsríki enda hafi Ísraelar gert út af við hernaðararm samtakanna. Greint var frá því snemma í morgun að eftir næturlangan fund öryggisráðs Ísraels var niðurstaðan sú að Gasaborg yrði hernumin. Gasaborg liggur á þeim fjórðungi Gasastrandarinnar sem lýtur ekki herstjórn Ísraela um þessar mundir. Ákvörðunin varð fljótt tilefni fordæminga víða að. Framámaður í ísraelska hernum hefur látið hafa það eftir sér íað tilætlanir Netanjahú forsætisráðherra komi til með að steypa Ísrael í „svarthol“ skæruátaka og mannúðarkrísu. Tilvistarógnin ekki lengur til staðar Albert Jónsson segir ljóst að Ísraelsmenn hafi þegar séð til þess að þeim stafi ekki meiriháttar ógn af Hamasliðum. Sjálfsvarnarréttur Ísraela í kjölfar hryðjuverkanna 7. október 2023 sé ótvíræður en ýmislegt hafi þó breyst síðan þá. „Ísrael hefur svo gott sem lagt Hamas-samtökin að velli á Gasa sem hernaðarafl. Þau eru enn þá til sem pólitískur aðili að einhverju marki en ekki sem hernaðarafl. Það stendur upp úr, finnst mér, að Hamas-samtökin fela ekki í sér tilvistarógn við Ísraelsríki, langt því frá. Þar að auki hefur öryggi Ísraels aukist á undanförnum mánuðum vegna þess að Íran er miklu veikara en áður. Ísrael hefur lagt að velli bandamann Írana í Líbanon, Hezbollah-hryðjuverkasamtökin. Stórlega veikt Hamas-samtökin. Síðan hefur Assad-stjórnin á Sýrlandi fallið. Allt þetta finnst manni leggjast á eitt um að auka öryggi Ísraels og opna aðra möguleika en að fara í hernám á Gasa,“ segir hann. Taumarnir trosnaðir Möguleikarnir séu ýmsir þegar stjórnartaumar Hamasliða hafa trosnað jafnmikið og raun ber vitni. „Arabaríkin eru lykilatriði. Hægt væri að fá stuðning þeirra við að setja enn meiri þrýsting á Hamas um að fallast loksins á vopnahlé, og að gíslunum sem eftir eru verði skilað. Svo í kjölfarið yrði komið á einhvers konar bráðabirgðastjórn á vegum Arabaríkjanna, eða með stuðningi þeirra, og án þátttöku Hamas og án þátttöku ísraelskra stjórnvalda,“ segir Albert. Þetta séu ekki raunsæir möguleikar þessa stundina en nýjar forsendur blasi við fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það ættu að vera til einhverjir fleri möguleikar og meira svigrúm en fælist í því að hernema Gasa. Það er ekki gott fyrir ímynd Ísraels og aðra hagsmuni þeirra,“ segir hann. Er eitthvað að marka Netanjahú? „Ég held að aðalatriðið sé að fá Arabaríki sem ég held að væru til í það. Það er svokallað Abrahamferli sem hefur lotið að því að koma samskiptum Ísraels og Arabaríkja í eðlilegt og friðsamlegt horf. Fyrst þarf að koma vopnahlé og þar hefur Hamas þverneitað og sett gíslana sem skilyrði og líta svo á að þeir séu þeirra trygging. Það þarf að setja þann þrýsting sem þarf á Hamas til að vopnahlé komist á. Það er fyrsta skrefið,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira
Greint var frá því snemma í morgun að eftir næturlangan fund öryggisráðs Ísraels var niðurstaðan sú að Gasaborg yrði hernumin. Gasaborg liggur á þeim fjórðungi Gasastrandarinnar sem lýtur ekki herstjórn Ísraela um þessar mundir. Ákvörðunin varð fljótt tilefni fordæminga víða að. Framámaður í ísraelska hernum hefur látið hafa það eftir sér íað tilætlanir Netanjahú forsætisráðherra komi til með að steypa Ísrael í „svarthol“ skæruátaka og mannúðarkrísu. Tilvistarógnin ekki lengur til staðar Albert Jónsson segir ljóst að Ísraelsmenn hafi þegar séð til þess að þeim stafi ekki meiriháttar ógn af Hamasliðum. Sjálfsvarnarréttur Ísraela í kjölfar hryðjuverkanna 7. október 2023 sé ótvíræður en ýmislegt hafi þó breyst síðan þá. „Ísrael hefur svo gott sem lagt Hamas-samtökin að velli á Gasa sem hernaðarafl. Þau eru enn þá til sem pólitískur aðili að einhverju marki en ekki sem hernaðarafl. Það stendur upp úr, finnst mér, að Hamas-samtökin fela ekki í sér tilvistarógn við Ísraelsríki, langt því frá. Þar að auki hefur öryggi Ísraels aukist á undanförnum mánuðum vegna þess að Íran er miklu veikara en áður. Ísrael hefur lagt að velli bandamann Írana í Líbanon, Hezbollah-hryðjuverkasamtökin. Stórlega veikt Hamas-samtökin. Síðan hefur Assad-stjórnin á Sýrlandi fallið. Allt þetta finnst manni leggjast á eitt um að auka öryggi Ísraels og opna aðra möguleika en að fara í hernám á Gasa,“ segir hann. Taumarnir trosnaðir Möguleikarnir séu ýmsir þegar stjórnartaumar Hamasliða hafa trosnað jafnmikið og raun ber vitni. „Arabaríkin eru lykilatriði. Hægt væri að fá stuðning þeirra við að setja enn meiri þrýsting á Hamas um að fallast loksins á vopnahlé, og að gíslunum sem eftir eru verði skilað. Svo í kjölfarið yrði komið á einhvers konar bráðabirgðastjórn á vegum Arabaríkjanna, eða með stuðningi þeirra, og án þátttöku Hamas og án þátttöku ísraelskra stjórnvalda,“ segir Albert. Þetta séu ekki raunsæir möguleikar þessa stundina en nýjar forsendur blasi við fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það ættu að vera til einhverjir fleri möguleikar og meira svigrúm en fælist í því að hernema Gasa. Það er ekki gott fyrir ímynd Ísraels og aðra hagsmuni þeirra,“ segir hann. Er eitthvað að marka Netanjahú? „Ég held að aðalatriðið sé að fá Arabaríki sem ég held að væru til í það. Það er svokallað Abrahamferli sem hefur lotið að því að koma samskiptum Ísraels og Arabaríkja í eðlilegt og friðsamlegt horf. Fyrst þarf að koma vopnahlé og þar hefur Hamas þverneitað og sett gíslana sem skilyrði og líta svo á að þeir séu þeirra trygging. Það þarf að setja þann þrýsting sem þarf á Hamas til að vopnahlé komist á. Það er fyrsta skrefið,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira