Innlent Vandræði á heimsvísu og berskjaldaðir íbúar hjólhýsabyggðar Kerfisbilun olli vandræðum um allan heim í dag. Flugsamgöngur og greiðslukerfi lágu niðri en íslensk fyrirtæki virðast hafa sloppið vel. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við sérfræðing í netöryggismálum í beinni. Innlent 19.7.2024 18:11 Handtekinn eftir fimm metra fall til jarðar Maður var fluttur á bráðamóttöku Landspítala í dag eftir vinnuslys þar sem hann féll úr fjögurra til fimm metra hæð til jarðar í miðborg Reykjavíkur. Við athugun kom í ljós að hann og samstarfsmaður hans væru á Íslandi í ólöglegri dvöl og höfðu þar að auki ekki tilskilin vinnuréttindi, að sögn lögreglu. Voru þeir báðir handteknir og mál þeirra tekið til skoðunar. Innlent 19.7.2024 17:30 Umræða um ábyrgð starfsfólks MAST eigi ekki rétt á sér Matvælaráðherra segir umræðu um persónulega ábyrgð starfsfólks Matvælastofnunar á veitingu rekstrarleyfis til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi ekki eiga rétt á sér. Innlent 19.7.2024 16:56 Hundur fyrir norðan var hætt kominn eftir fjörutíu mínútur í bíl „Þetta er ekki bara eitthvað útlandavandamál,“ segir Elva Ágústsdóttir, dýralæknir hjá Dýraspítalanum Lögmannshlíð á Akureyri um ofhitnun hunda, en slíkt getur gerst á Íslandi þrátt fyrir að hitinn hér á landi sé talsvert lægri en erlendis. Innlent 19.7.2024 16:24 Bjarni fór á fund konungs Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór á fund Karls III Bretakonungs að loknum fundi Evrópuleiðtoga í Blenheimhöll. Karl Bretakonungur bauð leiðtogum til móttöku í höllinni. Innlent 19.7.2024 14:56 Mikilvægt að tilkynna alvarleg atvik Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, minna á mikilvægi þess að mikilvægar innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft. Innlent 19.7.2024 13:51 Fær ekki að sjá sjálfsvígsbréf sonar síns Tómas Ingvason fær ekki afhent sjálfsvígsbréf sonar síns sem lést á Litla-Hrauni í maí á þessu ári. Lögreglunni á Suðurlandi er gert að útskýra ákvörðun sína að sýna honum ekki bréfið. Innlent 19.7.2024 13:48 Bendir íbúum á tjaldsvæði í grennd við borgina „Ég hef ekki verið hlynntur þessari þróun að Reykjavíkurborg búi til hjólhýsagarð sem sérstakt húsnæðisúrræði. Aðal atriðið er það að byggja nóg til þess að allir geti fundið þak yfir höfuðið og mæta sérstaklega lágtekjuhópum með sérstökum úrræðum og það erum við að gera.“ Innlent 19.7.2024 13:00 Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. Innlent 19.7.2024 11:56 Björguðu barni föstu í klósettsetu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því sem það kallar „sérstaklega áhugavert verkefni.“ Ungum einstaklingi tókst að festa sig í klósettsetu. Innlent 19.7.2024 11:53 Farmenn felldu kjarasamning Farmenn innan Félags skipstjórnarmanna felldu nýjan kjarasamning í atkvæðagreiðslu á dögunum. Innlent 19.7.2024 11:51 Bilun á heimsvísu og aðstæður hjólhýsabúa Bilun í hugbúnaði öryggiskerfis hefur valdið miklum erfiðleikum á starfsemi fyrirtækja og stofnana víða um heim. Greint verður ítarlega frá málinu í hádegisfréttum Bylgjunnar og rætt við Guðmund Arnar Sigmundsson, sviðsstjóra hjá CERT-IS netöryggissveit. Hann segir tölvur hreinlega hrynja og að ekki sé hægt að koma þeim aftur í gang án flókinna, tæknilegra og tímafrekra aðgerða. Innlent 19.7.2024 11:41 Veiðimenn með ný heimilsföng valda vandræðum Hreindýraveiðitímabilið er hafið, en minni kvóti hefur ekki verið gefinn út í meira en 20 ár. Sérfræðingur í hreindýraveiðum hvetur veiðimenn til að fresta ekki veiðiferðum langt fram á haustið. Hann hefur fengið þónokkur veiðileyfi endursend vegna búferlaflutninga veiðimanna. Innlent 19.7.2024 11:39 Enginn liggur undir grun vegna sprengingarinnar Enginn hefur verið handtekinn og enginn liggur undir grun vegna sprengju sem sprakk á salerni í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á fjórða tímanum í gær. Innlent 19.7.2024 11:30 Leggur til atkvæðagreiðslu um Evrópusambandið fyrir kosningar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, leggur til að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Vilji þjóðin sækja um myndi hún svo fá að greiða atkvæði um endanlega niðurstöðu samningaviðræðna. Innlent 19.7.2024 11:10 „Hún er bara heiðarlegur rasisti“ Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur fer hörðum orðum um fyrirkomulag Ásgerðar Jónu Flosadóttur formanns Fjölskylduhjálpar við matargjöf. Ásgerður gefur Íslendingum forgang í matargjöf fram yfir fólk af erlendum uppruna. Bragi segir það að vissu leyti gott að Ásgerður sé „heiðarleg í sínum rasisma“. Innlent 19.7.2024 11:06 Vaktin: Vandræði um allan heim Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. Innlent 19.7.2024 09:18 Tæknilegir örðugleikar til skoðunar á Keflavíkurflugvelli Tæknilegra örðugleika sem hafa valdið því að flugvélar hafi verið kyrrsettar um allan heim gætir einnig á Keflavíkurflugvelli. Flugferðum hefur verið frestað og aflýst í Sydney, Edinborg, Amsterdam og um öll Bandaríkin. Ekki liggur fyrir hversu víðtækur vandinn er og enn sem komið er hefur engum flugferðum verið aflýst til og frá Keflavík. Innlent 19.7.2024 08:00 Ákærð vegna amfetamínsbasa í áfengisflöskum og snyrtivörum Þrír karlmenn og ein kona hafa verið ákærð fyrir innflutning á samtals 6,8 lítrum af amfetamínbasa sem er talin hafa verið ætlaður til söludreifingar hér á landi. Innlent 19.7.2024 07:00 Alvarleg staða uppi í kattaheimum Kattaathvörf landsins eru óðum að fyllast og staðan er víðast hvar sögð þyngjast dag frá degi. Samtökin villikettir sendu frá sér neyðarkall í vikunni þar sem óskað var eftir heimili fyrir um 200 ketti. Rekstrarstjóri Kattholts segir stöðuna mjög slæma, Kattholt sé yfirfullt. Kristín Ólafsdóttir heimsótti Kattholt í kvöldfréttum í kvöld. Innlent 18.7.2024 22:08 Hreyflarnir hrikalegir á nýju Boeing 777-þotum Atlanta Flugfélagið Air Atlanta byggir nú upp farþegaflota sinn á ný eftir hrun í covid-faraldrinum og er þessa dagana að bæta við sig tveimur Boeing 777-breiðþotum til viðbótar við tvær sömu gerðar sem félagið fékk í fyrra. Innlent 18.7.2024 21:21 Mikið eldingaveður á suðvestanverðu landinu síðdegis Þó nokkuð var um þrumur og eldingar á suðvestanverðu landinu milli klukkan fjögur og sjö í dag. Flestar eldingarnar slógu niður í norðanverðum Faxaflóa. Innlent 18.7.2024 21:06 Hjólhýsabúum „gert að búa á sorphaug“ Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður. Innlent 18.7.2024 20:13 Hópur fanga sé of veikur til að sitja inni Hópur einstaklinga úr röðum fanga sem sitja inni ættu ekki að vera í fangelsi yfir höfuð að mati yfirmanns geðheilsuteymis fangelsa. Þó margt hafi breyst til hins betra að undanförnu bráðvanti betri úrræði. Innlent 18.7.2024 19:19 Uppgötvuðu nýja köngulóartegund og nefndu eftir Vigdísi Vísindamenn hafa uppgötvað nýja ættkvísl og tegund af könguló frá Madagaskar, sem nefnd var til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur. Þetta kemur fram í nýbirtri vísindagrein, sem unnin var meðal annars af Inga Agnarssyni, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands. Innlent 18.7.2024 18:31 Hitnar undir Biden, sóðaskapur í skógum og skátar í beinni Aukinn þrýstingur er á Joe Biden um að draga forsetaframboð sitt til baka. Háttsettir demókratar segja útilokað að hann sigri Trump sem er á siglingu í könnunum. Innlent 18.7.2024 18:25 Borgaði ekki á veitingastað og kærður fyrir fjársvik Tilkynnt var um aðila sem hafði neytt veitinga á veitingastað í hverfi 101 en gengið út án þess að greiða. Aðilinn var kærður fyrir fjársvik og lögregluskýrsla var rituð. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar í dag. Innlent 18.7.2024 17:47 Sprengja sprakk í Leifsstöð: „Einhvers konar víti“ Minniháttar sprenging varð á salerni í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á fjórða tímanum í dag. Einn starfsmaður flugstöðvarinnar hlaut minniháttar áverka en þurfti ekki að leita sér læknisaðstoðar. Innlent 18.7.2024 16:54 „Maður sem tjáir sig svona getur ekki farið með þetta vald“ Oddur Ástráðsson, lögmaður og einn eigenda á lögmannsstofunni Rétti, gerir alvarlegar athugasemdir við orðræðu Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um innflytjendur. Innlent 18.7.2024 16:07 Dæmdur í fangelsi á grundvelli úrelts sakavottorðs Endurupptökudómur hefur fallist á endurupptökukröfu karlmanns sem hlaut þrjátíu daga fangelsisdóm fyrir umferðarlagabrot. Við ákvörðun refsingar hans var tekið mið af sakavottorði sem útbúið hafði verið áður en Landsréttur sneri við dómi yfir honum. Innlent 18.7.2024 14:03 « ‹ 172 173 174 175 176 177 178 179 180 … 334 ›
Vandræði á heimsvísu og berskjaldaðir íbúar hjólhýsabyggðar Kerfisbilun olli vandræðum um allan heim í dag. Flugsamgöngur og greiðslukerfi lágu niðri en íslensk fyrirtæki virðast hafa sloppið vel. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við sérfræðing í netöryggismálum í beinni. Innlent 19.7.2024 18:11
Handtekinn eftir fimm metra fall til jarðar Maður var fluttur á bráðamóttöku Landspítala í dag eftir vinnuslys þar sem hann féll úr fjögurra til fimm metra hæð til jarðar í miðborg Reykjavíkur. Við athugun kom í ljós að hann og samstarfsmaður hans væru á Íslandi í ólöglegri dvöl og höfðu þar að auki ekki tilskilin vinnuréttindi, að sögn lögreglu. Voru þeir báðir handteknir og mál þeirra tekið til skoðunar. Innlent 19.7.2024 17:30
Umræða um ábyrgð starfsfólks MAST eigi ekki rétt á sér Matvælaráðherra segir umræðu um persónulega ábyrgð starfsfólks Matvælastofnunar á veitingu rekstrarleyfis til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi ekki eiga rétt á sér. Innlent 19.7.2024 16:56
Hundur fyrir norðan var hætt kominn eftir fjörutíu mínútur í bíl „Þetta er ekki bara eitthvað útlandavandamál,“ segir Elva Ágústsdóttir, dýralæknir hjá Dýraspítalanum Lögmannshlíð á Akureyri um ofhitnun hunda, en slíkt getur gerst á Íslandi þrátt fyrir að hitinn hér á landi sé talsvert lægri en erlendis. Innlent 19.7.2024 16:24
Bjarni fór á fund konungs Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór á fund Karls III Bretakonungs að loknum fundi Evrópuleiðtoga í Blenheimhöll. Karl Bretakonungur bauð leiðtogum til móttöku í höllinni. Innlent 19.7.2024 14:56
Mikilvægt að tilkynna alvarleg atvik Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, minna á mikilvægi þess að mikilvægar innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft. Innlent 19.7.2024 13:51
Fær ekki að sjá sjálfsvígsbréf sonar síns Tómas Ingvason fær ekki afhent sjálfsvígsbréf sonar síns sem lést á Litla-Hrauni í maí á þessu ári. Lögreglunni á Suðurlandi er gert að útskýra ákvörðun sína að sýna honum ekki bréfið. Innlent 19.7.2024 13:48
Bendir íbúum á tjaldsvæði í grennd við borgina „Ég hef ekki verið hlynntur þessari þróun að Reykjavíkurborg búi til hjólhýsagarð sem sérstakt húsnæðisúrræði. Aðal atriðið er það að byggja nóg til þess að allir geti fundið þak yfir höfuðið og mæta sérstaklega lágtekjuhópum með sérstökum úrræðum og það erum við að gera.“ Innlent 19.7.2024 13:00
Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. Innlent 19.7.2024 11:56
Björguðu barni föstu í klósettsetu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því sem það kallar „sérstaklega áhugavert verkefni.“ Ungum einstaklingi tókst að festa sig í klósettsetu. Innlent 19.7.2024 11:53
Farmenn felldu kjarasamning Farmenn innan Félags skipstjórnarmanna felldu nýjan kjarasamning í atkvæðagreiðslu á dögunum. Innlent 19.7.2024 11:51
Bilun á heimsvísu og aðstæður hjólhýsabúa Bilun í hugbúnaði öryggiskerfis hefur valdið miklum erfiðleikum á starfsemi fyrirtækja og stofnana víða um heim. Greint verður ítarlega frá málinu í hádegisfréttum Bylgjunnar og rætt við Guðmund Arnar Sigmundsson, sviðsstjóra hjá CERT-IS netöryggissveit. Hann segir tölvur hreinlega hrynja og að ekki sé hægt að koma þeim aftur í gang án flókinna, tæknilegra og tímafrekra aðgerða. Innlent 19.7.2024 11:41
Veiðimenn með ný heimilsföng valda vandræðum Hreindýraveiðitímabilið er hafið, en minni kvóti hefur ekki verið gefinn út í meira en 20 ár. Sérfræðingur í hreindýraveiðum hvetur veiðimenn til að fresta ekki veiðiferðum langt fram á haustið. Hann hefur fengið þónokkur veiðileyfi endursend vegna búferlaflutninga veiðimanna. Innlent 19.7.2024 11:39
Enginn liggur undir grun vegna sprengingarinnar Enginn hefur verið handtekinn og enginn liggur undir grun vegna sprengju sem sprakk á salerni í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á fjórða tímanum í gær. Innlent 19.7.2024 11:30
Leggur til atkvæðagreiðslu um Evrópusambandið fyrir kosningar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, leggur til að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Vilji þjóðin sækja um myndi hún svo fá að greiða atkvæði um endanlega niðurstöðu samningaviðræðna. Innlent 19.7.2024 11:10
„Hún er bara heiðarlegur rasisti“ Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur fer hörðum orðum um fyrirkomulag Ásgerðar Jónu Flosadóttur formanns Fjölskylduhjálpar við matargjöf. Ásgerður gefur Íslendingum forgang í matargjöf fram yfir fólk af erlendum uppruna. Bragi segir það að vissu leyti gott að Ásgerður sé „heiðarleg í sínum rasisma“. Innlent 19.7.2024 11:06
Vaktin: Vandræði um allan heim Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. Innlent 19.7.2024 09:18
Tæknilegir örðugleikar til skoðunar á Keflavíkurflugvelli Tæknilegra örðugleika sem hafa valdið því að flugvélar hafi verið kyrrsettar um allan heim gætir einnig á Keflavíkurflugvelli. Flugferðum hefur verið frestað og aflýst í Sydney, Edinborg, Amsterdam og um öll Bandaríkin. Ekki liggur fyrir hversu víðtækur vandinn er og enn sem komið er hefur engum flugferðum verið aflýst til og frá Keflavík. Innlent 19.7.2024 08:00
Ákærð vegna amfetamínsbasa í áfengisflöskum og snyrtivörum Þrír karlmenn og ein kona hafa verið ákærð fyrir innflutning á samtals 6,8 lítrum af amfetamínbasa sem er talin hafa verið ætlaður til söludreifingar hér á landi. Innlent 19.7.2024 07:00
Alvarleg staða uppi í kattaheimum Kattaathvörf landsins eru óðum að fyllast og staðan er víðast hvar sögð þyngjast dag frá degi. Samtökin villikettir sendu frá sér neyðarkall í vikunni þar sem óskað var eftir heimili fyrir um 200 ketti. Rekstrarstjóri Kattholts segir stöðuna mjög slæma, Kattholt sé yfirfullt. Kristín Ólafsdóttir heimsótti Kattholt í kvöldfréttum í kvöld. Innlent 18.7.2024 22:08
Hreyflarnir hrikalegir á nýju Boeing 777-þotum Atlanta Flugfélagið Air Atlanta byggir nú upp farþegaflota sinn á ný eftir hrun í covid-faraldrinum og er þessa dagana að bæta við sig tveimur Boeing 777-breiðþotum til viðbótar við tvær sömu gerðar sem félagið fékk í fyrra. Innlent 18.7.2024 21:21
Mikið eldingaveður á suðvestanverðu landinu síðdegis Þó nokkuð var um þrumur og eldingar á suðvestanverðu landinu milli klukkan fjögur og sjö í dag. Flestar eldingarnar slógu niður í norðanverðum Faxaflóa. Innlent 18.7.2024 21:06
Hjólhýsabúum „gert að búa á sorphaug“ Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður. Innlent 18.7.2024 20:13
Hópur fanga sé of veikur til að sitja inni Hópur einstaklinga úr röðum fanga sem sitja inni ættu ekki að vera í fangelsi yfir höfuð að mati yfirmanns geðheilsuteymis fangelsa. Þó margt hafi breyst til hins betra að undanförnu bráðvanti betri úrræði. Innlent 18.7.2024 19:19
Uppgötvuðu nýja köngulóartegund og nefndu eftir Vigdísi Vísindamenn hafa uppgötvað nýja ættkvísl og tegund af könguló frá Madagaskar, sem nefnd var til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur. Þetta kemur fram í nýbirtri vísindagrein, sem unnin var meðal annars af Inga Agnarssyni, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands. Innlent 18.7.2024 18:31
Hitnar undir Biden, sóðaskapur í skógum og skátar í beinni Aukinn þrýstingur er á Joe Biden um að draga forsetaframboð sitt til baka. Háttsettir demókratar segja útilokað að hann sigri Trump sem er á siglingu í könnunum. Innlent 18.7.2024 18:25
Borgaði ekki á veitingastað og kærður fyrir fjársvik Tilkynnt var um aðila sem hafði neytt veitinga á veitingastað í hverfi 101 en gengið út án þess að greiða. Aðilinn var kærður fyrir fjársvik og lögregluskýrsla var rituð. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar í dag. Innlent 18.7.2024 17:47
Sprengja sprakk í Leifsstöð: „Einhvers konar víti“ Minniháttar sprenging varð á salerni í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á fjórða tímanum í dag. Einn starfsmaður flugstöðvarinnar hlaut minniháttar áverka en þurfti ekki að leita sér læknisaðstoðar. Innlent 18.7.2024 16:54
„Maður sem tjáir sig svona getur ekki farið með þetta vald“ Oddur Ástráðsson, lögmaður og einn eigenda á lögmannsstofunni Rétti, gerir alvarlegar athugasemdir við orðræðu Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um innflytjendur. Innlent 18.7.2024 16:07
Dæmdur í fangelsi á grundvelli úrelts sakavottorðs Endurupptökudómur hefur fallist á endurupptökukröfu karlmanns sem hlaut þrjátíu daga fangelsisdóm fyrir umferðarlagabrot. Við ákvörðun refsingar hans var tekið mið af sakavottorði sem útbúið hafði verið áður en Landsréttur sneri við dómi yfir honum. Innlent 18.7.2024 14:03