Innlent Brynjar grætur ekki fylgistap Vg sem hann segir þeim sjálfum að kenna Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur minna en ekkert fyrir það tal að Vinstri grænir séu nú búnir að gefa meira en nóg eftir, með vísan til fylgishruns. Innlent 5.6.2024 16:39 Innrituðu sig á Akureyri í morgun en fljúga frá Keflavík Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal. Innlent 5.6.2024 16:09 Fólki bjargað á landi sem sjó Skúta komst í hann krappann á Suðurlandi, lítill fiskibátur á Patreksfirði sömuleiðis og ferðamenn á Mývatnsheiði festu bíla sína. Björgunarsveitarfólk hefur haft í nægu að snúast síðan í nótt. Innlent 5.6.2024 16:01 „Var þetta í alvöru nafnið mitt sem þau kölluðu?“ Það kom Álfrúnu Lind Helgadóttur í opna skjöldu þegar nafn hennar var kallað upp í háskólabíói á útskriftarathöfn Menntaskólans í Reykjavík árið 2024. Hún var dúx skólans þetta árið. Innlent 5.6.2024 15:33 Fannst yfirgefin tveggja daga gömul en lifir góða lífinu í dag Hálfs mánaðar gamall hreindýrskálfur er nýjasti íbúinn í Hreindýragarðinum á bænum Vínlandi á Héraði rétt við Egilsstaði. Nýliðinn hefur vakið mikla lukku þrátt fyrir að mikil vinna liggi að baki því að sjá um móðurlausan kálf. Innlent 5.6.2024 15:20 Sigurður kjörinn varaforseti Hæstaréttar Sigurður Tómas Magnússon hefur verið kjörinn varaforseti Hæstaréttar. Hann mun taka við stöðunni í byrjun ágústmánaðar á þessu ári og er skipaður til ársloka 2026. Innlent 5.6.2024 15:02 Sorg í Neskaupstað vegna andláts barns Fullt var út úr dyrum á minningarstund sem haldin var í Norðfjarðarkirkju í gær eftir að tæplega tveggja ára gamalt barn lést í byrjun vikunnar á sjúkrahús í Svíþjóð. Austurfrétt greinir frá og segir andlátið hafa orðið eftir bráð veikindi. Innlent 5.6.2024 14:56 Fjárhagslegt högg fyrir björgunarfélagið að missa flugeldasýninguna Hin árlega flugeldasýning á Jökulsárlóni verður ekki haldin í ár. Sýningin í fyrra var líklega sú síðasta sem haldin hefur verið við lónið. Um er að ræða fjárhagslegt högg fyrir Björgunarfélag Hornafjarðar, sem séð hefur um sýninguna. Innlent 5.6.2024 14:32 Hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir banaslysið Umsögn Vinnueftirlitsins varpar nýju ljósi á banaslys sem varð fyrir sjö árum síðan í svefnskála fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi. Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. Innlent 5.6.2024 14:31 Vonda veðrið kemur á versta tíma fyrir hryssur Matvælastofnun segir að hrossabændur verði að fylgjast vel með hestunum sínum í vetrarverðinu sem skollið er á í sumarmánuðinum júní. Veðrið komi á versta tíma þar sem hryssur séu að fara að fæða. Innlent 5.6.2024 14:25 Segir rógburð að sendlar Wolt séu á „skammarlega lágum launum“ Upplýsingafulltrúi Wolt segir ekki rétt að fyrirtækið borgi starfsmönnum sínum skammarlega lág laun, eins og Vísir hafði eftir sviðsstjóra og sérfræðingi ASÍ í gær. Hann segir fyrirtækið hafa reynt að miðla málum við Alþýðusambandið án árangurs. Innlent 5.6.2024 14:04 Gætu saksótt sundlaugargest vegna andláts í Breiðholtslaug Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun um hvort sundlaugargestur verði sóttur til saka vegna mögulegar ábyrgðar hans á andláti manns sem lést í Breiðholtslaug í desember 2022. Innlent 5.6.2024 13:43 Þórður Steinar stefnir á hvalveiðar auk Hvals hf. Tvær umsóknir um leyfi til hvalveiða bárust matvælaráðuneytinu, sem enn á eftir að taka ákvörðun um framtíð hvalveiða. Ein umsókn barst um leyfi til veiða á langreyðum frá Hval hf. og önnur um leyfi til veiða á hrefnu frá Þórði Steinari Lárussyni fyrir skipið Deili GK. Innlent 5.6.2024 13:23 Fiskikóngurinn segir atvinnurekendur aumingja Kristján Berg, sem jafnan er kallaður Fiskikóngurinn, hefur skorið upp herör gegn því sem kalla má óheiðarleika vinnuafls og meðvirkni lækna þar með. Innlent 5.6.2024 13:15 VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. Innlent 5.6.2024 13:13 Ekki ólíklegt að hríðarbylurinn hafi slæm áhrif á varpárangur Ekki er ólíklegt að langvarandi snemmsumarhret hafi áhrif á varpárangur þetta sumarið að mati líffræðings en það mun koma í ljós þegar óveðrið er yfirstaðið Innlent 5.6.2024 12:48 Vilja eiga aðkomu að ákvörðunum um aðgengi að viðkvæmum gögnum Landlæknisembættið hefur lýst sig algjörlega andvígt því að afnema aðkomu ábyrgðaraðila að umfjöllun um umsóknir og sjálfstæði við ákvarðanatöku um aðgang að gögnum í þágu vísindarannsókna. Innlent 5.6.2024 12:18 Intuens vill samning við Sjúkratryggingar vegna segulómrannsókna Fyrirtækið Intuens ehf, sem vakti athygli seint á síðasta ári vegna umdeildra heilskimana, var synjað um samning um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í starfsemi fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið segir innkomu fyrirtækisins hvata samkeppni á markaði, en þegar eru þrjú myndgreiningarfyrirtæki með samning við SÍ. Innlent 5.6.2024 11:59 VG segjast ekki ætla að gefa meiri afslátt í ríkisstjórninni Í hádegisfréttum verður rætt við þingmann VG sem segir að flokkur hennar hafi gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórninni og að ekki verði lengra gengið. Innlent 5.6.2024 11:36 Sextán umsagnir bárust Bjarkeyju sem liggur undir feldi Matvælaráðherra liggur enn undir feldi með ákvörðun sína um leyfisveitingu til hvalveiða. Umsagnarfresti lauk á miðnætti og sextán umsagnir bárust. Innlent 5.6.2024 11:31 Lögreglan hafi brugðist rétt við í líkamsárásarmáli Afbrotafræðingur segir líkamsárásardóm yfir lögreglumanni ólíklegan til að grafa undan trausti til lögreglunnar, þar sem hún tók málið til rannsóknar að eigin frumkvæði og vék viðkomandi lögreglumanni strax frá störfum. Innlent 5.6.2024 11:30 Bæjarfulltrúi aðstoðar ráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ráðið Andra Stein Hilmarsson sem tímabundinn aðstoðarmann sinn í stað Eydísar Örnu Líndal, sem er í fæðingarorlofi. Innlent 5.6.2024 11:24 Maðurinn sem fannst í Þórsmörk var Íslendingur Maðurinn sem fannst látinn í Þórsmörk mánudagskvöldið var Íslendingur. Eins og greint hefur verið frá fundu vegfarendur manninn á mánudaginn en málið er nú í rannsókn. Innlent 5.6.2024 11:03 Stúlkan er fundin Fjórtán ára stúlkan sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir upp úr klukkan 10 er fundin. Innlent 5.6.2024 10:12 „Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. Innlent 5.6.2024 09:35 Hafði heyrt að ræningjanum hefði verið komið fyrir kattarnef „Vá, armur laganna er langur,“ hugsaði Frank Michelsen þegar hann las frétt á Vísi í gær um að sakborningur í einu stærsta ráni Íslandssögunnar hefði hlotið fjögurra ára fangelsisdóm þrettán árum eftir að ránið var framið. Frank hafði heyrt að umræddur sakborningur væri látinn. Innlent 5.6.2024 08:00 Komu skútu með tólf manns um borð til aðstoðar Björgunarsveit í Vestmannaeyjum var kölluð út eftir að aðstoðarbeiðni barst frá erlendi skútu með tólf manns um borð djúpt suður af landinu í nótt. Björgunarskip er nú með skútuna í togi á leið til landsins, en tólf manns voru þar um borð. Innlent 5.6.2024 07:58 Líkamsárás, innbrot og vesen á stigagöngum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum málum í gærkvöldi og nótt en í mörgum tilvikum var um að ræða ölvaða einstaklinga eða aðra sem voru að vera til vandræða. Innlent 5.6.2024 06:18 Metfjöldi nemenda þreytir sveinspróf í múrverki Metfjöldi nemenda taka sveinspróf í múrverki við Tækniskólann í vikunni eða alls 26. Þráinn Óskarsson kennari við múrdeild skólans segist finna fyrir aukinni jákvæðni í garð iðnnáms. Innlent 4.6.2024 23:10 Hraunrennsli frá gígnum virðist vera orðið meinlítið Sú breyting varð í nótt á eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni norðan Grindavíkur að virknin færðist úr þremur gígum niður í einn. Verulegur kraftur er enn í gosinu. Innlent 4.6.2024 23:04 « ‹ 218 219 220 221 222 223 224 225 226 … 334 ›
Brynjar grætur ekki fylgistap Vg sem hann segir þeim sjálfum að kenna Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur minna en ekkert fyrir það tal að Vinstri grænir séu nú búnir að gefa meira en nóg eftir, með vísan til fylgishruns. Innlent 5.6.2024 16:39
Innrituðu sig á Akureyri í morgun en fljúga frá Keflavík Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal. Innlent 5.6.2024 16:09
Fólki bjargað á landi sem sjó Skúta komst í hann krappann á Suðurlandi, lítill fiskibátur á Patreksfirði sömuleiðis og ferðamenn á Mývatnsheiði festu bíla sína. Björgunarsveitarfólk hefur haft í nægu að snúast síðan í nótt. Innlent 5.6.2024 16:01
„Var þetta í alvöru nafnið mitt sem þau kölluðu?“ Það kom Álfrúnu Lind Helgadóttur í opna skjöldu þegar nafn hennar var kallað upp í háskólabíói á útskriftarathöfn Menntaskólans í Reykjavík árið 2024. Hún var dúx skólans þetta árið. Innlent 5.6.2024 15:33
Fannst yfirgefin tveggja daga gömul en lifir góða lífinu í dag Hálfs mánaðar gamall hreindýrskálfur er nýjasti íbúinn í Hreindýragarðinum á bænum Vínlandi á Héraði rétt við Egilsstaði. Nýliðinn hefur vakið mikla lukku þrátt fyrir að mikil vinna liggi að baki því að sjá um móðurlausan kálf. Innlent 5.6.2024 15:20
Sigurður kjörinn varaforseti Hæstaréttar Sigurður Tómas Magnússon hefur verið kjörinn varaforseti Hæstaréttar. Hann mun taka við stöðunni í byrjun ágústmánaðar á þessu ári og er skipaður til ársloka 2026. Innlent 5.6.2024 15:02
Sorg í Neskaupstað vegna andláts barns Fullt var út úr dyrum á minningarstund sem haldin var í Norðfjarðarkirkju í gær eftir að tæplega tveggja ára gamalt barn lést í byrjun vikunnar á sjúkrahús í Svíþjóð. Austurfrétt greinir frá og segir andlátið hafa orðið eftir bráð veikindi. Innlent 5.6.2024 14:56
Fjárhagslegt högg fyrir björgunarfélagið að missa flugeldasýninguna Hin árlega flugeldasýning á Jökulsárlóni verður ekki haldin í ár. Sýningin í fyrra var líklega sú síðasta sem haldin hefur verið við lónið. Um er að ræða fjárhagslegt högg fyrir Björgunarfélag Hornafjarðar, sem séð hefur um sýninguna. Innlent 5.6.2024 14:32
Hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir banaslysið Umsögn Vinnueftirlitsins varpar nýju ljósi á banaslys sem varð fyrir sjö árum síðan í svefnskála fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi. Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. Innlent 5.6.2024 14:31
Vonda veðrið kemur á versta tíma fyrir hryssur Matvælastofnun segir að hrossabændur verði að fylgjast vel með hestunum sínum í vetrarverðinu sem skollið er á í sumarmánuðinum júní. Veðrið komi á versta tíma þar sem hryssur séu að fara að fæða. Innlent 5.6.2024 14:25
Segir rógburð að sendlar Wolt séu á „skammarlega lágum launum“ Upplýsingafulltrúi Wolt segir ekki rétt að fyrirtækið borgi starfsmönnum sínum skammarlega lág laun, eins og Vísir hafði eftir sviðsstjóra og sérfræðingi ASÍ í gær. Hann segir fyrirtækið hafa reynt að miðla málum við Alþýðusambandið án árangurs. Innlent 5.6.2024 14:04
Gætu saksótt sundlaugargest vegna andláts í Breiðholtslaug Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun um hvort sundlaugargestur verði sóttur til saka vegna mögulegar ábyrgðar hans á andláti manns sem lést í Breiðholtslaug í desember 2022. Innlent 5.6.2024 13:43
Þórður Steinar stefnir á hvalveiðar auk Hvals hf. Tvær umsóknir um leyfi til hvalveiða bárust matvælaráðuneytinu, sem enn á eftir að taka ákvörðun um framtíð hvalveiða. Ein umsókn barst um leyfi til veiða á langreyðum frá Hval hf. og önnur um leyfi til veiða á hrefnu frá Þórði Steinari Lárussyni fyrir skipið Deili GK. Innlent 5.6.2024 13:23
Fiskikóngurinn segir atvinnurekendur aumingja Kristján Berg, sem jafnan er kallaður Fiskikóngurinn, hefur skorið upp herör gegn því sem kalla má óheiðarleika vinnuafls og meðvirkni lækna þar með. Innlent 5.6.2024 13:15
VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. Innlent 5.6.2024 13:13
Ekki ólíklegt að hríðarbylurinn hafi slæm áhrif á varpárangur Ekki er ólíklegt að langvarandi snemmsumarhret hafi áhrif á varpárangur þetta sumarið að mati líffræðings en það mun koma í ljós þegar óveðrið er yfirstaðið Innlent 5.6.2024 12:48
Vilja eiga aðkomu að ákvörðunum um aðgengi að viðkvæmum gögnum Landlæknisembættið hefur lýst sig algjörlega andvígt því að afnema aðkomu ábyrgðaraðila að umfjöllun um umsóknir og sjálfstæði við ákvarðanatöku um aðgang að gögnum í þágu vísindarannsókna. Innlent 5.6.2024 12:18
Intuens vill samning við Sjúkratryggingar vegna segulómrannsókna Fyrirtækið Intuens ehf, sem vakti athygli seint á síðasta ári vegna umdeildra heilskimana, var synjað um samning um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í starfsemi fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið segir innkomu fyrirtækisins hvata samkeppni á markaði, en þegar eru þrjú myndgreiningarfyrirtæki með samning við SÍ. Innlent 5.6.2024 11:59
VG segjast ekki ætla að gefa meiri afslátt í ríkisstjórninni Í hádegisfréttum verður rætt við þingmann VG sem segir að flokkur hennar hafi gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórninni og að ekki verði lengra gengið. Innlent 5.6.2024 11:36
Sextán umsagnir bárust Bjarkeyju sem liggur undir feldi Matvælaráðherra liggur enn undir feldi með ákvörðun sína um leyfisveitingu til hvalveiða. Umsagnarfresti lauk á miðnætti og sextán umsagnir bárust. Innlent 5.6.2024 11:31
Lögreglan hafi brugðist rétt við í líkamsárásarmáli Afbrotafræðingur segir líkamsárásardóm yfir lögreglumanni ólíklegan til að grafa undan trausti til lögreglunnar, þar sem hún tók málið til rannsóknar að eigin frumkvæði og vék viðkomandi lögreglumanni strax frá störfum. Innlent 5.6.2024 11:30
Bæjarfulltrúi aðstoðar ráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ráðið Andra Stein Hilmarsson sem tímabundinn aðstoðarmann sinn í stað Eydísar Örnu Líndal, sem er í fæðingarorlofi. Innlent 5.6.2024 11:24
Maðurinn sem fannst í Þórsmörk var Íslendingur Maðurinn sem fannst látinn í Þórsmörk mánudagskvöldið var Íslendingur. Eins og greint hefur verið frá fundu vegfarendur manninn á mánudaginn en málið er nú í rannsókn. Innlent 5.6.2024 11:03
Stúlkan er fundin Fjórtán ára stúlkan sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir upp úr klukkan 10 er fundin. Innlent 5.6.2024 10:12
„Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. Innlent 5.6.2024 09:35
Hafði heyrt að ræningjanum hefði verið komið fyrir kattarnef „Vá, armur laganna er langur,“ hugsaði Frank Michelsen þegar hann las frétt á Vísi í gær um að sakborningur í einu stærsta ráni Íslandssögunnar hefði hlotið fjögurra ára fangelsisdóm þrettán árum eftir að ránið var framið. Frank hafði heyrt að umræddur sakborningur væri látinn. Innlent 5.6.2024 08:00
Komu skútu með tólf manns um borð til aðstoðar Björgunarsveit í Vestmannaeyjum var kölluð út eftir að aðstoðarbeiðni barst frá erlendi skútu með tólf manns um borð djúpt suður af landinu í nótt. Björgunarskip er nú með skútuna í togi á leið til landsins, en tólf manns voru þar um borð. Innlent 5.6.2024 07:58
Líkamsárás, innbrot og vesen á stigagöngum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum málum í gærkvöldi og nótt en í mörgum tilvikum var um að ræða ölvaða einstaklinga eða aðra sem voru að vera til vandræða. Innlent 5.6.2024 06:18
Metfjöldi nemenda þreytir sveinspróf í múrverki Metfjöldi nemenda taka sveinspróf í múrverki við Tækniskólann í vikunni eða alls 26. Þráinn Óskarsson kennari við múrdeild skólans segist finna fyrir aukinni jákvæðni í garð iðnnáms. Innlent 4.6.2024 23:10
Hraunrennsli frá gígnum virðist vera orðið meinlítið Sú breyting varð í nótt á eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni norðan Grindavíkur að virknin færðist úr þremur gígum niður í einn. Verulegur kraftur er enn í gosinu. Innlent 4.6.2024 23:04