Innlent Landsréttur mátti ekki vísa meiðyrðamáli Hugins frá Hæstiréttur hefur fellt frávísunarúrskurð Landsréttar úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka meiðyrðamál Hugins Þórs Grétarssonar á hendur Maríu Lilju Þrastardóttur Kemp til efnislegrar meðferðar. Hæstiréttur féllst á það að ýmsir annmarkar hefðu verið á málatilbúnaði Hugins Þórs en taldi ekki næg efni til að vísa málinu frá. Innlent 22.12.2023 11:23 Aðstæður eins og í Austurríki Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag. Innlent 22.12.2023 11:22 Anna og Jón algengust Algengustu nöfnin, meðalaldur þjóðarinnar, hagvöxtur og mannfjöldaþróun er meðal þess sem tekið er saman í jóla-og áramótamyndbandi Hagstofunnar. Innlent 22.12.2023 11:12 Varð valdur að banaslysi vegna þreytu Karlmaður hefur verið dæmdur til eins mánaðar skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa valdið banaslysi við Hítará í sumar af stórfelldu gáleysi. Slysið var talið mega rekja til þess að maðurinn hafi verið ófær um að stjórna bifreið vegna þreytu. Innlent 22.12.2023 10:11 Líf færist í skíðabrekkur landsins Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið í dag, í fyrsta sinn í vetur. Góðar aðstæður eru á svæðinu,-12° og logn. Skíðagarpar í jólafríi ættu því að kætast, en einnig verður opið í Hlíðarfjalli á Akureyri. Innlent 22.12.2023 09:20 Sparar sér hundruð þúsunda vegna tómlætis leigusala Kærunefnd húsamála hefur fallist á kröfu leigutaka um viðurkenningu á því að honum beri ekki að greiða kröfu leigusala um vísitöluhækkun á leigu, sem var gerð tæpum níu mánuðum eftir að leigutíma lauk. Innlent 22.12.2023 09:00 Daginn tekur að lengja á ný Vetrarsólstöður voru á fjórða tímanum í nótt. Frá og með deginum í dag tekur sól að hækka á lofti og hver dagur verður örlítið lengri en dagurinn á undan, mörgum eflaust til mikillar ánægju. Innlent 22.12.2023 08:41 Norðurland vill ísbirnina heim Ísbirnir hafa borið á góma á sveitarstjórnarfundum tveggja sveitarfélaga á Norðurlandi á síðustu dögum. Í Skagafirði óskaði Náttúrustofa Norðurlands vestra eftir því að fá uppstoppaðan ísbjörn, sem hefur safnað ryki í geymslu sveitarfélagsins, til sín og hafa hann til sýnis. Innlent 22.12.2023 07:01 Deilur um Kristján Loftsson og litla fræðslubók Farsakennd atburðarás um hvalveiðar. Kristján Loftsson og konurnar í tunnunum. Krafa um afsökunarbeiðni í Karphúsinu og eftirtektarverðir Bomber jakkar Eflingarfólks. Óvænt útspil Heimis Más Péturssonar, sjókvíaeldi og hatrammar deilur um eina litla fræðslubók. Þetta eru deilur ársins 2023. Innlent 22.12.2023 07:01 Funda um mögulega kvikusöfnun undir Svartsengi klukkan 9 og 13 Rólegt var á Reykjanesskaga í nótt og lítil jarðaskjálftavirkni á svæðinu. Innlent 22.12.2023 06:44 Fimm útköll vegna líkamsárása og slagsmála Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt og bárust meðal annars fimm tilkynningar vegna líkamsárása og slagsmála. Innlent 22.12.2023 06:39 Óljóst hvenær dvalarleyfishafar geta yfirgefið Gasa Utanríkisráðuneytið segir það alfarið á ábyrgð félags- og vinnumarkaðsráðuneytis að eiga í samskiptum við Alþjóðafólksflutningastofnunina (IOM) vegna þeirra 100 einstaklinga sem hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi en eru enn föst á Gasa. Innlent 21.12.2023 23:30 Svona gætu eldgosin orðið ef þau líkjast Kröflueldum Kvikusöfnun virðist hafin að nýju undir Svartsengi. Vísindamenn segja þessa atburðarás og þetta stutta eldgos, sem lauk í dag, helst minna á Kröfluelda. Innlent 21.12.2023 21:31 Nýjar myndir frá rjúkandi gosstöðvum Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur segir goslok góðar fréttir - en vill ekki fagna of fljótt. Innlent 21.12.2023 21:01 Fengu leðurblöku á svalirnar í Kópavogi Harpa Eik Óskarsdóttir og Valgarð Hrafnsson urðu heldur betur hissa síðdegis í dag þegar leðurblaka flaug inn á lokaðar svalir þeirra á níundu hæð í fjölbýlishúsi í Kópavogi. Innlent 21.12.2023 20:24 Vilja að gistiskýlin séu opin allan daginn yfir jólin Hópur heimilislausra manna mótmæltu lokun gistiskýlanna í Ráðhúsinu í dag. Þeir vilja fá að vera á sama staðnum allan daginn, og sérstaklega yfir jólin. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks segja hægt að gera meira fyrir heimilislausa. Innlent 21.12.2023 20:00 Undirbúa málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson hefur tekið að sér mál nokkurra Grindvíkinga sem hyggja á málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík. Jón telur stjórnvöldum ekki heimilt að banna Grindvíkingum að fara til sinna heima, en þeir hafa búið við strangar takmarkanir um hvort og hvenær þeir mega vera í bænum frá því snemma í nóvember. Innlent 21.12.2023 19:24 Söguleg breiðfylking stefnir að því að keyra niður vexti og verðbólgu Ný breiðfylking með um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins hefur sameinast um kröfur og markmið í nýjum kjarasamningum til þriggja ára. Formaður Eflingar segir stefnt að hóflegum launahækkunum til að keyra niður vexti og verðbólgu hratt og örugglega. Ef allt gangi að óskum verði hægt að ganga frá tímamóta samningum snemma á næsta ári. Innlent 21.12.2023 18:31 Halda sig innandyra eftir mannskæða skotárás Fimmtán létust og á þriðja tug særðust í skotárás í Karlsháskóla í miðborg Prag í dag. Lögregluyfirvöld í Tékklandi telja að hættan sé liðin hjá en árásarmaðurinn er látinn. Hann var tuttugu og fjögurra ára. Líkið af honum fannst í skólanum. Lögregluyfirvöld segja þá að faðir árásarmannsins hafi í dag fundist látinn skammt frá Prag. Innlent 21.12.2023 18:15 Allir drengirnir komnir út á flugvöll með föður sínum Allir þrír synir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru komnir í umsjá föður síns. Þeir eru nú á Keflavíkurflugvelli þaðan sem þeir fara með föður sínum til Noregs í kvöld. Innlent 21.12.2023 18:10 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur er létt yfir goslokum. Innlent 21.12.2023 18:00 Vísbendingar um að kvikusöfnun sé hafin að nýju Vísbendingar eru um að kvikusöfnun sé hafin að nýju undir Svartsengi. Náttúruvásérfræðingur segir sérfræðinga búa sig undir möguleikann á ítrekaðri virkni. Innlent 21.12.2023 17:52 Andstæðingar sjókvíaeldis æfir vegna ákvörðunar Helga Á forsíðu nýs tölublaðs Veiðimannsins, tímariti Stangaveiðifélags Reykjavíkur, er mynd eftir Gunnar Karlsson þar sem sjókvíaeldið er teiknað upp sem ókindin í íslenskri náttúru. Niðurstaða Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum, sú að fella niður rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, kemur illa við andstæðinga sjókvíaeldis. Innlent 21.12.2023 17:05 Pissar í flösku og fær ekki aukaáklæði á hjólastólinn Karlmaður sem notar hjólastól fær ekki þriðja áklæðið á sessu hjólastólsins greitt af Sjúkratryggingum Íslands. Í kæru mannsins til úrskurðarnefndar velferðarmála segir að ástæðan fyrir aukaáklæði sé út frá hreinlætissjónarmiðum og sýkingarhættu en hann noti flösku til að kasta af sér þvagi en það gerist oft að það leki fram hjá og ofan í áklæðið. Innlent 21.12.2023 16:52 Tveir synir Eddu Bjarkar sagðir fundnir Tveir synir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem leitað hefur verið síðan hún flutti þá frá Noregi, eru fundnir. Systir hennar og lögmaður hennar hafa verið handtekin. Þriðja sonarins er enn leitað. Innlent 21.12.2023 16:26 Svekkt að missa af eldgosinu Guadalupe Megías, fréttamaður spænska ríkissjónvarpsins, kom til Íslands í gær til að flytja fréttir af eldgosinu við Grindavík. Innan við sólarhring síðar er gosinu lokið. Innlent 21.12.2023 16:15 Telur mjög litlar líkur á að gjósi í sjálfri Grindavík Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir mjög litlar líkur á því að það gjósi í eða við Grindavík. Líklegt verði að telja að annað gos verði á svæðinu þar sem eldgos hófst á mánudagskvöld og lauk í morgun. Innlent 21.12.2023 15:00 265 þúsund krónur hæsta boð Stafrænu uppboði til styrktar Píeta samtökunum lýkur klukkan 18 í dag. Hæsta boð hljóðar þegar þessi frétt er skrifuð upp á 265 þúsund krónur í málverk eftir Þorlák Kristinsson, Tolla. Innlent 21.12.2023 14:29 Fylgdi hyggjuvitinu og kom í veg fyrir stórbruna Fastagestur í húsakynnum TBR við Gnoðavog brást skjótt við þegar eldur kviknaði í gufuklefa hússins á þriðjudag. Telja má fullvíst að hann hafi forðað milljónatjóni og tryggt að badmintonkempur landsins geti stundað íþrótt sína sem fyrr. Líklega besta jólagjöf sem félagi gat fært klúbbi sínum. Innlent 21.12.2023 14:01 Rosalega margir veikir og toppinum ekki náð Mikill fjöldi fólks liggur í veikindum vegna ýmissa öndunarfærasýkinga. Nýtt afbrigði Covid er mjög smitandi en veldur ekki alvarlegri veikindum. Sóttvarnalæknir segir þátttöku í bólusetningum vegna Covid og inflúensu undir væntingum þetta haustið. Innlent 21.12.2023 13:45 « ‹ 323 324 325 326 327 328 329 330 331 … 334 ›
Landsréttur mátti ekki vísa meiðyrðamáli Hugins frá Hæstiréttur hefur fellt frávísunarúrskurð Landsréttar úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka meiðyrðamál Hugins Þórs Grétarssonar á hendur Maríu Lilju Þrastardóttur Kemp til efnislegrar meðferðar. Hæstiréttur féllst á það að ýmsir annmarkar hefðu verið á málatilbúnaði Hugins Þórs en taldi ekki næg efni til að vísa málinu frá. Innlent 22.12.2023 11:23
Aðstæður eins og í Austurríki Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag. Innlent 22.12.2023 11:22
Anna og Jón algengust Algengustu nöfnin, meðalaldur þjóðarinnar, hagvöxtur og mannfjöldaþróun er meðal þess sem tekið er saman í jóla-og áramótamyndbandi Hagstofunnar. Innlent 22.12.2023 11:12
Varð valdur að banaslysi vegna þreytu Karlmaður hefur verið dæmdur til eins mánaðar skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa valdið banaslysi við Hítará í sumar af stórfelldu gáleysi. Slysið var talið mega rekja til þess að maðurinn hafi verið ófær um að stjórna bifreið vegna þreytu. Innlent 22.12.2023 10:11
Líf færist í skíðabrekkur landsins Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið í dag, í fyrsta sinn í vetur. Góðar aðstæður eru á svæðinu,-12° og logn. Skíðagarpar í jólafríi ættu því að kætast, en einnig verður opið í Hlíðarfjalli á Akureyri. Innlent 22.12.2023 09:20
Sparar sér hundruð þúsunda vegna tómlætis leigusala Kærunefnd húsamála hefur fallist á kröfu leigutaka um viðurkenningu á því að honum beri ekki að greiða kröfu leigusala um vísitöluhækkun á leigu, sem var gerð tæpum níu mánuðum eftir að leigutíma lauk. Innlent 22.12.2023 09:00
Daginn tekur að lengja á ný Vetrarsólstöður voru á fjórða tímanum í nótt. Frá og með deginum í dag tekur sól að hækka á lofti og hver dagur verður örlítið lengri en dagurinn á undan, mörgum eflaust til mikillar ánægju. Innlent 22.12.2023 08:41
Norðurland vill ísbirnina heim Ísbirnir hafa borið á góma á sveitarstjórnarfundum tveggja sveitarfélaga á Norðurlandi á síðustu dögum. Í Skagafirði óskaði Náttúrustofa Norðurlands vestra eftir því að fá uppstoppaðan ísbjörn, sem hefur safnað ryki í geymslu sveitarfélagsins, til sín og hafa hann til sýnis. Innlent 22.12.2023 07:01
Deilur um Kristján Loftsson og litla fræðslubók Farsakennd atburðarás um hvalveiðar. Kristján Loftsson og konurnar í tunnunum. Krafa um afsökunarbeiðni í Karphúsinu og eftirtektarverðir Bomber jakkar Eflingarfólks. Óvænt útspil Heimis Más Péturssonar, sjókvíaeldi og hatrammar deilur um eina litla fræðslubók. Þetta eru deilur ársins 2023. Innlent 22.12.2023 07:01
Funda um mögulega kvikusöfnun undir Svartsengi klukkan 9 og 13 Rólegt var á Reykjanesskaga í nótt og lítil jarðaskjálftavirkni á svæðinu. Innlent 22.12.2023 06:44
Fimm útköll vegna líkamsárása og slagsmála Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt og bárust meðal annars fimm tilkynningar vegna líkamsárása og slagsmála. Innlent 22.12.2023 06:39
Óljóst hvenær dvalarleyfishafar geta yfirgefið Gasa Utanríkisráðuneytið segir það alfarið á ábyrgð félags- og vinnumarkaðsráðuneytis að eiga í samskiptum við Alþjóðafólksflutningastofnunina (IOM) vegna þeirra 100 einstaklinga sem hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi en eru enn föst á Gasa. Innlent 21.12.2023 23:30
Svona gætu eldgosin orðið ef þau líkjast Kröflueldum Kvikusöfnun virðist hafin að nýju undir Svartsengi. Vísindamenn segja þessa atburðarás og þetta stutta eldgos, sem lauk í dag, helst minna á Kröfluelda. Innlent 21.12.2023 21:31
Nýjar myndir frá rjúkandi gosstöðvum Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur segir goslok góðar fréttir - en vill ekki fagna of fljótt. Innlent 21.12.2023 21:01
Fengu leðurblöku á svalirnar í Kópavogi Harpa Eik Óskarsdóttir og Valgarð Hrafnsson urðu heldur betur hissa síðdegis í dag þegar leðurblaka flaug inn á lokaðar svalir þeirra á níundu hæð í fjölbýlishúsi í Kópavogi. Innlent 21.12.2023 20:24
Vilja að gistiskýlin séu opin allan daginn yfir jólin Hópur heimilislausra manna mótmæltu lokun gistiskýlanna í Ráðhúsinu í dag. Þeir vilja fá að vera á sama staðnum allan daginn, og sérstaklega yfir jólin. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks segja hægt að gera meira fyrir heimilislausa. Innlent 21.12.2023 20:00
Undirbúa málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson hefur tekið að sér mál nokkurra Grindvíkinga sem hyggja á málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík. Jón telur stjórnvöldum ekki heimilt að banna Grindvíkingum að fara til sinna heima, en þeir hafa búið við strangar takmarkanir um hvort og hvenær þeir mega vera í bænum frá því snemma í nóvember. Innlent 21.12.2023 19:24
Söguleg breiðfylking stefnir að því að keyra niður vexti og verðbólgu Ný breiðfylking með um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins hefur sameinast um kröfur og markmið í nýjum kjarasamningum til þriggja ára. Formaður Eflingar segir stefnt að hóflegum launahækkunum til að keyra niður vexti og verðbólgu hratt og örugglega. Ef allt gangi að óskum verði hægt að ganga frá tímamóta samningum snemma á næsta ári. Innlent 21.12.2023 18:31
Halda sig innandyra eftir mannskæða skotárás Fimmtán létust og á þriðja tug særðust í skotárás í Karlsháskóla í miðborg Prag í dag. Lögregluyfirvöld í Tékklandi telja að hættan sé liðin hjá en árásarmaðurinn er látinn. Hann var tuttugu og fjögurra ára. Líkið af honum fannst í skólanum. Lögregluyfirvöld segja þá að faðir árásarmannsins hafi í dag fundist látinn skammt frá Prag. Innlent 21.12.2023 18:15
Allir drengirnir komnir út á flugvöll með föður sínum Allir þrír synir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru komnir í umsjá föður síns. Þeir eru nú á Keflavíkurflugvelli þaðan sem þeir fara með föður sínum til Noregs í kvöld. Innlent 21.12.2023 18:10
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur er létt yfir goslokum. Innlent 21.12.2023 18:00
Vísbendingar um að kvikusöfnun sé hafin að nýju Vísbendingar eru um að kvikusöfnun sé hafin að nýju undir Svartsengi. Náttúruvásérfræðingur segir sérfræðinga búa sig undir möguleikann á ítrekaðri virkni. Innlent 21.12.2023 17:52
Andstæðingar sjókvíaeldis æfir vegna ákvörðunar Helga Á forsíðu nýs tölublaðs Veiðimannsins, tímariti Stangaveiðifélags Reykjavíkur, er mynd eftir Gunnar Karlsson þar sem sjókvíaeldið er teiknað upp sem ókindin í íslenskri náttúru. Niðurstaða Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum, sú að fella niður rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, kemur illa við andstæðinga sjókvíaeldis. Innlent 21.12.2023 17:05
Pissar í flösku og fær ekki aukaáklæði á hjólastólinn Karlmaður sem notar hjólastól fær ekki þriðja áklæðið á sessu hjólastólsins greitt af Sjúkratryggingum Íslands. Í kæru mannsins til úrskurðarnefndar velferðarmála segir að ástæðan fyrir aukaáklæði sé út frá hreinlætissjónarmiðum og sýkingarhættu en hann noti flösku til að kasta af sér þvagi en það gerist oft að það leki fram hjá og ofan í áklæðið. Innlent 21.12.2023 16:52
Tveir synir Eddu Bjarkar sagðir fundnir Tveir synir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem leitað hefur verið síðan hún flutti þá frá Noregi, eru fundnir. Systir hennar og lögmaður hennar hafa verið handtekin. Þriðja sonarins er enn leitað. Innlent 21.12.2023 16:26
Svekkt að missa af eldgosinu Guadalupe Megías, fréttamaður spænska ríkissjónvarpsins, kom til Íslands í gær til að flytja fréttir af eldgosinu við Grindavík. Innan við sólarhring síðar er gosinu lokið. Innlent 21.12.2023 16:15
Telur mjög litlar líkur á að gjósi í sjálfri Grindavík Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir mjög litlar líkur á því að það gjósi í eða við Grindavík. Líklegt verði að telja að annað gos verði á svæðinu þar sem eldgos hófst á mánudagskvöld og lauk í morgun. Innlent 21.12.2023 15:00
265 þúsund krónur hæsta boð Stafrænu uppboði til styrktar Píeta samtökunum lýkur klukkan 18 í dag. Hæsta boð hljóðar þegar þessi frétt er skrifuð upp á 265 þúsund krónur í málverk eftir Þorlák Kristinsson, Tolla. Innlent 21.12.2023 14:29
Fylgdi hyggjuvitinu og kom í veg fyrir stórbruna Fastagestur í húsakynnum TBR við Gnoðavog brást skjótt við þegar eldur kviknaði í gufuklefa hússins á þriðjudag. Telja má fullvíst að hann hafi forðað milljónatjóni og tryggt að badmintonkempur landsins geti stundað íþrótt sína sem fyrr. Líklega besta jólagjöf sem félagi gat fært klúbbi sínum. Innlent 21.12.2023 14:01
Rosalega margir veikir og toppinum ekki náð Mikill fjöldi fólks liggur í veikindum vegna ýmissa öndunarfærasýkinga. Nýtt afbrigði Covid er mjög smitandi en veldur ekki alvarlegri veikindum. Sóttvarnalæknir segir þátttöku í bólusetningum vegna Covid og inflúensu undir væntingum þetta haustið. Innlent 21.12.2023 13:45