Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup en þar mælist flokkurinn með 16,3 prósenta fylgi. Hann mælist einungis með um einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,6 prósent fylgi. Innlent 3.11.2025 17:49 Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Bergþór Ólason hefur tekið sæti Miðflokksins í forsætisnefnd Alþingis í stað Karls Gauta Hjaltasonar. Þá skellti þingflokkurinn sér saman til Washington á dögunum. Innlent 3.11.2025 17:17 Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Karlmaður hefur verið ákærður fyrir fjölda kynferðisbrota og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart fyrrverandi kærustu sinni. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa stofnað reikninga á Instagram og birt þar nektarmyndir af konunni. Innlent 3.11.2025 16:51 Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Þáttastjórnandi í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins og fjölmiðillinn sjálfur voru sýknaðir af miskabótakröfu Elds Smára Kristinssonar Ísidórs, baráttumanns gegn trans fólki, í dag. Héraðsdómur taldi það ekki ærumeiðingar hjá RÚV að lýsa réttilega opinberum yfirlýsingum Elds Smára. Innlent 3.11.2025 15:24 Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Georgíumaður hefur verið ákærður fyrir brot gegn lögum um útlendinga, með því að hafa kvænst lettneskri konu í Georgíu, í þeim tilgangi einum að afla sér dvalarleyfis og atvinnuleyfis á Íslandi á grundvelli hjúskapar. Þriðji maður er ákærður fyrir að hafa komið hjúskapnum í kring. Innlent 3.11.2025 14:32 Eldur í bíl á Hellisheiði Lögreglunni á Suðurlandi var fyrir stuttu tilkynnt um eld í bíl á Hellisheiði. Samkvæmt upplýsingum frá Einar Sigurjónssyni aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á Suðurlandi gat ökumaður sjálfur slökkt eldinn og svo ekið bílnum af vettvangi. Innlent 3.11.2025 14:02 Líklegra að það gjósi nær áramótum Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur enn nokkuð í að gjósi aftur á Sundhnúksgígaröðinni. Hann telur mögulegt að hefja uppbyggingu í Grindavík á ný en gæta þurfi vel að hættulegum stöðum og loka þá af. Á sama tíma og beðið er eftir gosi í Sundhnúksgígaröð segir hann einnig ýmis teikn á lofti um að eldgos séu yfirvofandi í Kötlu og Öskju. Innlent 3.11.2025 14:01 Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur ekki tímabært að fjalla um mál embættis Ríkislögreglustjóra. Greiðslur til ráðgjafafyrirtækis um margra ára skeið sem nema um 160 milljónum hafa mikið verið í umræðunni síðustu daga. Innlent 3.11.2025 13:59 Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Vélfag ehf. hefur lagt fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, með beiðni um hraðaða brotamálsmeðferð gegn íslenska ríkinu. Kvörtunin er unnin af Dr. iur. Lauru Melusine Baudenbacher og föður hennar Prof. Dr. Dr. h.c. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur verið ráðinn lögmaður félagsins. Innlent 3.11.2025 13:19 „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Ungmenni vilja fá raunverulegt sæti við borðið þegar ákvarðanir eru teknar um félagslegt netöryggi og stafræna velferð þeirra. Þau segja kominn tíma á að fullorðnir grípi boltann og hvetja fullorðna einnig til að setja gott fordæmi í skjánotkun. Innlent 3.11.2025 12:57 Álftin fæli bændur frá kornrækt Fjórir þingmenn minnihlutans vilja að leyfilegt verði að veiða fjórar fuglategundir, þar á meðal álft, utan hefðbundins veiðitíma vegna ágangs þeirra á tún og kornakra. Flutningsmaður segir fuglana þess valdandi að bændur forðist að fara í stórfellda kornrækt. Innlent 3.11.2025 12:31 Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Ungmenni á Íslandi veðja næst mest allra í Evrópu, samkvæmt ESPAD-könnuninni sem mældi spilun meðal 15–16 ára nemenda í 37 löndum. Alls segjast 41% íslenskra ungmenna hafa veðjað fyrir peninga á síðustu 12 mánuðum, sem er næsthæsta hlutfallið í Evrópu – aðeins Ítalía er hærri með 45%. Erlend fyrirtæki markaðssetja sig grimmt hér á landi og nota til þess þekkta Íslendinga tengda íþróttaumfjöllun. Innlent 3.11.2025 12:14 Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um tillögur ríkisstjórarinnar í húsnæðismálum sem kynntar voru á dögunum. Innlent 3.11.2025 11:31 Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Fresta þurfti aðalmeðferð í Súlunesmálinu svonefnda um rúmar tvær vikur vegna anna hjá réttarmeinafræðingi og skipuðum sérfræðidómara við málið. Sá er búsettur erlendis og átti ekki heimangengt á upphaflega skipulögðum tíma. Innlent 3.11.2025 10:39 Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Stillt verður upp á lista Viðreisnar í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi flokksins í Mosfellsbæ á fimmtudaginn í síðustu viku og var tillaga stjórnar um uppstillingu á lista samþykkt einróma að því er fram kemur í tilkynningu frá Viðreisn. Innlent 3.11.2025 10:35 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur tekið upp nýtt nafn, Gló stuðningsfélag. Frá þessu var greint um helgina en samhliða nýju nafni hefur einnig verið gefið út nýtt myndmerki og ný ásýnd sem ætlað er að ná betur um núverandi starfsemi og gildi félagsins. Innlent 3.11.2025 10:19 Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, segir hóp foreldra langveikra barna alls konar og reynsla þeirra ólík en það sem þau eiga sameiginlegt er að þau standa öll „fjórðu vaktina“. Hún segir of algengt að foreldrar þessara barna lendi í örmögnun eða endi jafnvel sem öryrkjar þegar börnin eru orðin fullorðin. Innlent 3.11.2025 09:07 Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Þingmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins vilja að reglur um veiðar á nokkrum fuglategundum verði rýmkaðar í því skini að takmarka ágang fuglanna á tún og kornakra. Þá leggja þingmennirnir til að ráðherra geri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir álftir og gæsastofna á Íslandi í samvinnu við hagsmunaaðila og Náttúrufræðistofnun. Innlent 3.11.2025 07:44 Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Tvímenningar komu ítrekað við sögu á vaktinni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Sjö gistu fangageymslur í morgunsárið. Innlent 3.11.2025 07:34 Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Maður hefur verið ákærður fyrir að nauðga konu í þrígang í herbergi hennar á gistiheimili. Innlent 2.11.2025 23:02 „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ljóst að fjárútlát Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intru verði að hafa afleiðingar. Álíka meðhöndlun á opinberu fé sé aldrei fyrirgefanleg. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun. Innlent 2.11.2025 22:02 Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Fjölskyldu í Hveragerði finnst fátt skemmtilegra en að fara saman út að hjóla og ekki síst í útlöndum. Fjölskyldan er nýkomin heim úr hjólaferð meðfram Dóná, næst lengstu á í Evrópu en í ferðinni voru hjólaðir um þrettán hundruð kílómetrar og fjölskyldan gisti átján nætur í tjaldi. Innlent 2.11.2025 20:05 „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Ráðstefna kynlífsverkafólks fór fram í fyrsta skipti hér á landi í gær. Rauða regnhlífin sem stóð fyrir ráðstefnunni kallar eftir því að umræðan verði opnuð og reglur og lög varðandi kynlífsverkafólk endurskoðað. Innlent 2.11.2025 20:01 Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Fjárútlát Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intru þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður stjórnskipunar- og eftirlistnefndar. Álíka meðhöndlun á opinberu fé sé aldrei fyrirgefanleg. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun. Innlent 2.11.2025 18:12 Moskítóflugan lifði kuldakastið af Moskítóflugan virðist hafa lifað af kuldakastið sem reið yfir landið í vikunni. Skordýraáhugamaður rak augun í flugu í gærkvöldi. Innlent 2.11.2025 17:01 „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins telur að þorsti Ríkisútvarpsins í auglýsingafé sé of mikill en í stóra samhenginu myndi brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði ekki gjöbreyta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Deilt var um hvort í raun væri þörf á ríkisreknum fjölmiðli í Sprengisandi í morgun. Innlent 2.11.2025 16:47 Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Fulltrúar verslunar og þjónustu hvetja stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur kjörbúða í minni bæjarstæðum á landsbyggðinni. Um félagslegt byggðarmál sé að ræða. Án þessar grunnþjónustu sé hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki. Innlent 2.11.2025 15:48 Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Velunnarar hafa hrint af stað söfnun fyrir Brynju Þrastardóttur, ekkju Hjörleifs Hauks Guðmundssonar sem var myrtur í Gufunesmálinu fyrr á þessu ári. Innlent 2.11.2025 14:56 Þúsundir hafi orðið af milljónum Bætur fyrir líkamstjón samkvæmt skaðabótalögum hafa ekki verið uppfærðar í 26 ár og halda ekki lengur í við launaþróun á vinnumarkaði. Fyrir vikið hafa þúsundir slasaðra einstaklinga fengið bætur sem endurspegla ekki raunverulegt fjártjón þeirra. Innlent 2.11.2025 14:52 Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Íslensku sauðkindinni hefur fækkað um hundrað þúsund á síðustu tíu árum og líst formanni stjórnar sauðfjárbænda ekkert á stöðuna og segir nauðsynlegt að fjölga kindum aftur af miklum krafti í landinu. Innlent 2.11.2025 13:05 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup en þar mælist flokkurinn með 16,3 prósenta fylgi. Hann mælist einungis með um einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,6 prósent fylgi. Innlent 3.11.2025 17:49
Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Bergþór Ólason hefur tekið sæti Miðflokksins í forsætisnefnd Alþingis í stað Karls Gauta Hjaltasonar. Þá skellti þingflokkurinn sér saman til Washington á dögunum. Innlent 3.11.2025 17:17
Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Karlmaður hefur verið ákærður fyrir fjölda kynferðisbrota og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart fyrrverandi kærustu sinni. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa stofnað reikninga á Instagram og birt þar nektarmyndir af konunni. Innlent 3.11.2025 16:51
Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Þáttastjórnandi í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins og fjölmiðillinn sjálfur voru sýknaðir af miskabótakröfu Elds Smára Kristinssonar Ísidórs, baráttumanns gegn trans fólki, í dag. Héraðsdómur taldi það ekki ærumeiðingar hjá RÚV að lýsa réttilega opinberum yfirlýsingum Elds Smára. Innlent 3.11.2025 15:24
Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Georgíumaður hefur verið ákærður fyrir brot gegn lögum um útlendinga, með því að hafa kvænst lettneskri konu í Georgíu, í þeim tilgangi einum að afla sér dvalarleyfis og atvinnuleyfis á Íslandi á grundvelli hjúskapar. Þriðji maður er ákærður fyrir að hafa komið hjúskapnum í kring. Innlent 3.11.2025 14:32
Eldur í bíl á Hellisheiði Lögreglunni á Suðurlandi var fyrir stuttu tilkynnt um eld í bíl á Hellisheiði. Samkvæmt upplýsingum frá Einar Sigurjónssyni aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á Suðurlandi gat ökumaður sjálfur slökkt eldinn og svo ekið bílnum af vettvangi. Innlent 3.11.2025 14:02
Líklegra að það gjósi nær áramótum Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur enn nokkuð í að gjósi aftur á Sundhnúksgígaröðinni. Hann telur mögulegt að hefja uppbyggingu í Grindavík á ný en gæta þurfi vel að hættulegum stöðum og loka þá af. Á sama tíma og beðið er eftir gosi í Sundhnúksgígaröð segir hann einnig ýmis teikn á lofti um að eldgos séu yfirvofandi í Kötlu og Öskju. Innlent 3.11.2025 14:01
Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur ekki tímabært að fjalla um mál embættis Ríkislögreglustjóra. Greiðslur til ráðgjafafyrirtækis um margra ára skeið sem nema um 160 milljónum hafa mikið verið í umræðunni síðustu daga. Innlent 3.11.2025 13:59
Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Vélfag ehf. hefur lagt fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, með beiðni um hraðaða brotamálsmeðferð gegn íslenska ríkinu. Kvörtunin er unnin af Dr. iur. Lauru Melusine Baudenbacher og föður hennar Prof. Dr. Dr. h.c. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur verið ráðinn lögmaður félagsins. Innlent 3.11.2025 13:19
„Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Ungmenni vilja fá raunverulegt sæti við borðið þegar ákvarðanir eru teknar um félagslegt netöryggi og stafræna velferð þeirra. Þau segja kominn tíma á að fullorðnir grípi boltann og hvetja fullorðna einnig til að setja gott fordæmi í skjánotkun. Innlent 3.11.2025 12:57
Álftin fæli bændur frá kornrækt Fjórir þingmenn minnihlutans vilja að leyfilegt verði að veiða fjórar fuglategundir, þar á meðal álft, utan hefðbundins veiðitíma vegna ágangs þeirra á tún og kornakra. Flutningsmaður segir fuglana þess valdandi að bændur forðist að fara í stórfellda kornrækt. Innlent 3.11.2025 12:31
Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Ungmenni á Íslandi veðja næst mest allra í Evrópu, samkvæmt ESPAD-könnuninni sem mældi spilun meðal 15–16 ára nemenda í 37 löndum. Alls segjast 41% íslenskra ungmenna hafa veðjað fyrir peninga á síðustu 12 mánuðum, sem er næsthæsta hlutfallið í Evrópu – aðeins Ítalía er hærri með 45%. Erlend fyrirtæki markaðssetja sig grimmt hér á landi og nota til þess þekkta Íslendinga tengda íþróttaumfjöllun. Innlent 3.11.2025 12:14
Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um tillögur ríkisstjórarinnar í húsnæðismálum sem kynntar voru á dögunum. Innlent 3.11.2025 11:31
Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Fresta þurfti aðalmeðferð í Súlunesmálinu svonefnda um rúmar tvær vikur vegna anna hjá réttarmeinafræðingi og skipuðum sérfræðidómara við málið. Sá er búsettur erlendis og átti ekki heimangengt á upphaflega skipulögðum tíma. Innlent 3.11.2025 10:39
Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Stillt verður upp á lista Viðreisnar í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi flokksins í Mosfellsbæ á fimmtudaginn í síðustu viku og var tillaga stjórnar um uppstillingu á lista samþykkt einróma að því er fram kemur í tilkynningu frá Viðreisn. Innlent 3.11.2025 10:35
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur tekið upp nýtt nafn, Gló stuðningsfélag. Frá þessu var greint um helgina en samhliða nýju nafni hefur einnig verið gefið út nýtt myndmerki og ný ásýnd sem ætlað er að ná betur um núverandi starfsemi og gildi félagsins. Innlent 3.11.2025 10:19
Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, segir hóp foreldra langveikra barna alls konar og reynsla þeirra ólík en það sem þau eiga sameiginlegt er að þau standa öll „fjórðu vaktina“. Hún segir of algengt að foreldrar þessara barna lendi í örmögnun eða endi jafnvel sem öryrkjar þegar börnin eru orðin fullorðin. Innlent 3.11.2025 09:07
Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Þingmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins vilja að reglur um veiðar á nokkrum fuglategundum verði rýmkaðar í því skini að takmarka ágang fuglanna á tún og kornakra. Þá leggja þingmennirnir til að ráðherra geri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir álftir og gæsastofna á Íslandi í samvinnu við hagsmunaaðila og Náttúrufræðistofnun. Innlent 3.11.2025 07:44
Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Tvímenningar komu ítrekað við sögu á vaktinni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Sjö gistu fangageymslur í morgunsárið. Innlent 3.11.2025 07:34
Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Maður hefur verið ákærður fyrir að nauðga konu í þrígang í herbergi hennar á gistiheimili. Innlent 2.11.2025 23:02
„Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ljóst að fjárútlát Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intru verði að hafa afleiðingar. Álíka meðhöndlun á opinberu fé sé aldrei fyrirgefanleg. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun. Innlent 2.11.2025 22:02
Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Fjölskyldu í Hveragerði finnst fátt skemmtilegra en að fara saman út að hjóla og ekki síst í útlöndum. Fjölskyldan er nýkomin heim úr hjólaferð meðfram Dóná, næst lengstu á í Evrópu en í ferðinni voru hjólaðir um þrettán hundruð kílómetrar og fjölskyldan gisti átján nætur í tjaldi. Innlent 2.11.2025 20:05
„Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Ráðstefna kynlífsverkafólks fór fram í fyrsta skipti hér á landi í gær. Rauða regnhlífin sem stóð fyrir ráðstefnunni kallar eftir því að umræðan verði opnuð og reglur og lög varðandi kynlífsverkafólk endurskoðað. Innlent 2.11.2025 20:01
Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Fjárútlát Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intru þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður stjórnskipunar- og eftirlistnefndar. Álíka meðhöndlun á opinberu fé sé aldrei fyrirgefanleg. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun. Innlent 2.11.2025 18:12
Moskítóflugan lifði kuldakastið af Moskítóflugan virðist hafa lifað af kuldakastið sem reið yfir landið í vikunni. Skordýraáhugamaður rak augun í flugu í gærkvöldi. Innlent 2.11.2025 17:01
„Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins telur að þorsti Ríkisútvarpsins í auglýsingafé sé of mikill en í stóra samhenginu myndi brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði ekki gjöbreyta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Deilt var um hvort í raun væri þörf á ríkisreknum fjölmiðli í Sprengisandi í morgun. Innlent 2.11.2025 16:47
Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Fulltrúar verslunar og þjónustu hvetja stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur kjörbúða í minni bæjarstæðum á landsbyggðinni. Um félagslegt byggðarmál sé að ræða. Án þessar grunnþjónustu sé hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki. Innlent 2.11.2025 15:48
Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Velunnarar hafa hrint af stað söfnun fyrir Brynju Þrastardóttur, ekkju Hjörleifs Hauks Guðmundssonar sem var myrtur í Gufunesmálinu fyrr á þessu ári. Innlent 2.11.2025 14:56
Þúsundir hafi orðið af milljónum Bætur fyrir líkamstjón samkvæmt skaðabótalögum hafa ekki verið uppfærðar í 26 ár og halda ekki lengur í við launaþróun á vinnumarkaði. Fyrir vikið hafa þúsundir slasaðra einstaklinga fengið bætur sem endurspegla ekki raunverulegt fjártjón þeirra. Innlent 2.11.2025 14:52
Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Íslensku sauðkindinni hefur fækkað um hundrað þúsund á síðustu tíu árum og líst formanni stjórnar sauðfjárbænda ekkert á stöðuna og segir nauðsynlegt að fjölga kindum aftur af miklum krafti í landinu. Innlent 2.11.2025 13:05