Handbolti

Vignir með slitið krossband

Landsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson varð fyrir miklu áfalli þegar í ljós kom að hann er með slitið krossband. Hann verður frá næstu mánuðina vegna meiðslanna.

Handbolti

Entrerrios frábær í jafntefli Nantes

Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Nantes í kvöld þegar liðið gerði 30-30 jafntefli á útivelli á móti Chambéry í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Nantes vann upp þriggja marka forskot á lokakafla leiksins.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fram 24-26

Frammarar unnu sigur á Aftureldingu í N1-deild karla í kvöld en leiknum lauk með 26-24 sigri gestanna. Frammarar leiddu allt frá miðjum fyrri hálfleik og var sigurinn ekki í hættu fyrr en á lokasekúndunum þegar leikmenn Aftureldingar söxuðu á forskot Frammara.

Handbolti

Hörður Fannar með slitið krossband

Hörður Fannar Sigþórsson spilar ekki meira með liði Akureyrar í N1-deild karla í vetur. Þessi sterki línumaður sleit krossband í hné eftir að hafa náð að spila aðeins átta mínútur með liðinu þetta tímabilið.

Handbolti

Sögulegur sigur hjá Þórey, Rut og félögum

Team Tvis Holstbro vann sögulegan sigur á Viborg HK í slag Íslendingaliða í dönsku kvennadeildinni í handbolta í dag en þetta var fyrsti sigur Tvis-liðsins á Viborg frá upphafi. Team Tvis Holstbro vann leikinn 32-29 en þetta var fimmti deildarsigur liðsins í röð.

Handbolti

Sex leikja bann fyrir veðmálasvindl

Einn besti handboltamaður heims, Frakkinn Nikola Karabatic, og sex aðrir leikmenn voru í gær úrskurðaðir í sex leikja bann vegna veðmálahneykslisins sem tröllreið öllu síðari hluta 2012.

Handbolti

Lærisveinar Guðmundar fengu skell í bikarnum

SG Flensburg-Handewitt tryggði sér sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta í kvöld með því að vinna öruggan fjögurra marka sigur á Rhein-Neckar Löwen, 24-20, í slag tveggja Íslendingaliða. Ólafur Gústafsson og félagar bætast þar sem í hóp með HSV Hamburg sem komst áfram í bikarnum í gær.

Handbolti

Eyjakonur í undanúrslitin annað árið í röð

ÍBV tryggði sér sæti í undanúrslitum Símabikar kvenna í handbolta í kvöld með fjögurra marka sigri á FH, 24-20, í Kaplakrika. Eyjakonur fóru alla leið í úrslitaleik bikarsins í fyrra en eru þegar komnar í Höllina því undanúrslitaleikirnir í ár verða spilaðir í Laugardalshöllinni.

Handbolti

Arnór hafnaði Meistaradeildarliði - átti að leysa af Cupic

Arnór Þór Gunnarsson er nýkominn heim frá HM í handbolta á Spáni þar sem hann stimplaði sig inn í íslenska landsliðið með flotti frammistöðu. Arnór Þór skoraði 13 mörk í 6 leikjum á sínu fyrsta stórmóti og vakti athygli utan Íslands fyrir frammistöðu sína.

Handbolti

Framkonur örugglega í undanúrslitin

Fram er komið í undanúrslit Símabikars kvenna í handbolta eftir 27 marka sigur á b-liði ÍBV, 42-15, í Vestmannaeyjum í kvöld. Framkonur voru 22-6 yfir í hálfleik og sigurinn því aldrei í hættu. Bæði liðin sátu hjá í fyrstu umferð og voru því að spila sinn fyrsta bikarleik í vetur.

Handbolti

Hörður Fannar úr leik í vetur?

Karlalið Akureyrar í N1 deildinni í handbolta varð fyrir enn einu áfallinu í fyrsta leik eftir HM-frí þegar Hörður Fannar Sigþórsson meiddist á hné í tapleik á móti Haukum í gærkvöldi. Hann er ekki með slitið krossband en mun líklega missa af restinni á tímabilinu.

Handbolti

Guif aftur á toppinn

Guif náði aftur efsta sætinu í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir fimm marka útisigur á Lugi, 30-25 í uppgjöri liðanna sem voru í 2. og 3. sæti fyrir leikinn. Guif og IFK Kristianstad eru nú bæði með 31 stig á toppnum en Guif er með betri markatölu.

Handbolti

Tankurinn kláraðist í miðjum leik

Rúnar Kárason er kominn aftur af stað á nýjan leik, sjö mánuðum eftir að hann gekkst undir aðgerð vegna slitins krossbands í hné. Meiðslin áttu sér stað á landsliðsæfingu í júní síðastliðnum en hann var þá nýgenginn til liðs við þýska úrvalsdeildarfélagið Grosswallstadt.

Handbolti