Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2025 08:04 Clara Tauson komst í 4. umferð á Wimbledon í ár og í 3. umferð á Opna ástralska og Opna franska. getty/WUHAN OPEN OFFICIAL 2025 Danski tennisleikarinn Clara Tausun er orðin þreytt á umræðu um líkamlegt ásigkomulag sitt. Hin 23 ára Tausun er í 12. sæti heimslistans í tennis og hefur keppt á öllum fjórum risamótunum. Tausun er ekki alls sátt við umræðuna í Danmörku, annars vegar við áhersluna á líkamlegt atgervi sitt og hins vegar finnst henni sérfræðingar taka árangri dönsku tennisleikaranna sem of sjálfsögðum hlut. „Stundum heyrir maður að maður þurfi að vera í aðeins betra formi eða aðeins skornari. Mér finnst almennt að það eigi ekki að tjá sig um það,“ sagði Tausun. „Það er mikil umræða um líkamsbygginguna mína. Mér finnst að fólk þurfi að muna hvað við erum að gera. Maður er að keppa ellefu mánuði á ári. Fólk ætti kannski að prófa það áður en það tjáir sig.“ Ekki margir sem geta sagt það Tausun vill að meira sé gert úr árangri fremstu tennisleikara Danmerkur. „Ég er ekki viss um - og það á líka við um sérfræðinga sem vita um hvað tennis snýst - að þeir skilji hvað það er sem við erum að gera, jafnvel þótt þeir hafi kannski sjálfir verið þar. Svo gleymir maður kannski stundum að ég er númer tólf í heiminum, Holger [Rune] er númer fimmtán, hefur verið númer fjögur, sem er enn stærra, og hefur komist í átta liða úrslit á risamótum,“ sagði Tausun. „Að keppa á Wimbledon er gríðarlega góður árangur. Elmer [Møller] var nokkrum sinnum í 1. umferð. Ég var í minni fyrstu 4. umferð, og fyrstu annarri og þriðju umferð ef út í það er farið, og August [Holmgren] náði sínum góða árangri og sömuleiðis Holger. Við erum fjórir færir tennisleikarar á Wimbledon og það eru ekki margir sem geta sagt það. Mér finnst því vera tekið sem of sjálfsögðum hlut sem er miður.“ Alls hefur Tausun sautján sinnum keppt á risamótum á ferlinum. Hún hefur unnið þrjá titla á WTA mótaröðinni. Tennis Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Sjá meira
Hin 23 ára Tausun er í 12. sæti heimslistans í tennis og hefur keppt á öllum fjórum risamótunum. Tausun er ekki alls sátt við umræðuna í Danmörku, annars vegar við áhersluna á líkamlegt atgervi sitt og hins vegar finnst henni sérfræðingar taka árangri dönsku tennisleikaranna sem of sjálfsögðum hlut. „Stundum heyrir maður að maður þurfi að vera í aðeins betra formi eða aðeins skornari. Mér finnst almennt að það eigi ekki að tjá sig um það,“ sagði Tausun. „Það er mikil umræða um líkamsbygginguna mína. Mér finnst að fólk þurfi að muna hvað við erum að gera. Maður er að keppa ellefu mánuði á ári. Fólk ætti kannski að prófa það áður en það tjáir sig.“ Ekki margir sem geta sagt það Tausun vill að meira sé gert úr árangri fremstu tennisleikara Danmerkur. „Ég er ekki viss um - og það á líka við um sérfræðinga sem vita um hvað tennis snýst - að þeir skilji hvað það er sem við erum að gera, jafnvel þótt þeir hafi kannski sjálfir verið þar. Svo gleymir maður kannski stundum að ég er númer tólf í heiminum, Holger [Rune] er númer fimmtán, hefur verið númer fjögur, sem er enn stærra, og hefur komist í átta liða úrslit á risamótum,“ sagði Tausun. „Að keppa á Wimbledon er gríðarlega góður árangur. Elmer [Møller] var nokkrum sinnum í 1. umferð. Ég var í minni fyrstu 4. umferð, og fyrstu annarri og þriðju umferð ef út í það er farið, og August [Holmgren] náði sínum góða árangri og sömuleiðis Holger. Við erum fjórir færir tennisleikarar á Wimbledon og það eru ekki margir sem geta sagt það. Mér finnst því vera tekið sem of sjálfsögðum hlut sem er miður.“ Alls hefur Tausun sautján sinnum keppt á risamótum á ferlinum. Hún hefur unnið þrjá titla á WTA mótaröðinni.
Tennis Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Sjá meira