Handbolti

Landsliðið vann stjörnuliðið

Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson voru báðir í stjörnuliði þýsku úrvalsdeildinni sem tapaði fyrir þýska landsliðinu í stjörnuleiknum í dag, 37-35.

Handbolti

Hverju breyta nýju mennirnir hjá Val?

Fyrsti leikur N1-deildar karla í handbolta eftir HM-hléið fer fram í Austurbergi klukkan 16.00 í dag þegar ÍR tekur á móti Val. Umferðin klárast síðan með þremur leikjum á mánudagskvöldið. Valsmenn sitja í botnsæti deildarinnar eftir að hafa náð aðeins í eitt stig í síðustu fimm leikjum ársins 2012 en ÍR-ingar gáfu líka aðeins eftir í síðustu leikjum fyrir jól.

Handbolti

Dómararnir báðust afsökunar

Handknattleiksdómararnir Hafsteinn Ingibergsson og Svavar Pétursson sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þeir báðust afsökunar á að hafa ekki farið eftir fyrirmælum.

Handbolti

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Valur 22-27

Valskonur unnu fimm marka sigur á Fram, 27-22 í toppslag íslenska kvennahandbolta í Safamýrinni í kvöld og náðu þar með tveggja stiga forskoti á Fram á toppi N1 deildar kvenna. Valskonur hafa líka "aukastig" því þær eru búnar að vinna báða innbyrðisleikina við Fram og verða því alltaf ofar séu liðin jöfn að stigum.

Handbolti

Tíu mikilvægustu leikmenn HM

Handboltavefsíðan Handball-planet.com hefur tekið saman lista yfir þá tíu leikmenn sem voru mikilvægastir fyrir sín landslið á HM í handbolta á Spáni.

Handbolti

Ólafur með þrjú í æfingaleik

Ólafur Gústafsson skoraði þrjú mörk þegar að lið hans, Flensburg, hafði betur gegn Kolding-Kobenhavn, toppliði dönsku úrvalsdeildarinnar, í æfingaleik í gær.

Handbolti

Tilboð Wetzlar var ekkert ofan á brauð

Línumaðurinn sterki Kári Kristján Kristjánsson náði ekki samningum við félag sitt, Wetzlar, og þarf því að færa sig annað í sumar. Hann er með mörg járn í eldinum og segist ekki vera smeykur við framhaldið hjá sér og fjölskyldunni.

Handbolti

Toppsætið undir í Safamýri

Fram og Valur mætast klukkan 19.30 í kvöld í Framhúsinu í toppslag N1-deildar kvenna í handbolta. Í huga margra er leikur kvöldsins í Safamýrinni óopinber úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn.

Handbolti

Dýrt tap hjá liði Óskars Bjarna

Óskar Bjarni Óskarsson tapaði í kvöld sínum fyrsta leik sem þjálfari kvennaliðs Viborg. Liðið þurfti þá að sætta sig við tap, 24-25, í toppslag gegn Midtjylland.

Handbolti

Vona að liðið þrauki með mér

Ólafur Stefánsson var í gær ráðinn þjálfari Vals en hann tekur við starfinu næsta sumar af Patreki Jóhannessyni, sem mun þá skipta yfir í Hauka. Ólafur er með nýstárlegar hugmyndir fyrir sitt fyrsta þjálfarastarf.

Handbolti

Þetta var ekki heppni

Einar Rafn Eiðsson tryggði FH sigur í deildarbikarnum í Strandgötu í gær þegar hann skoraði sigurmarkið í framlengingu á móti sínum gömlu félögum í Fram.

Handbolti