Handbolti

Makedónar töpuðu viljandi gegn Dönum

Leikmenn makedónska landsliðsins fóru ekkert í grafgötur með það eftir leikinn gegn Dönum í gær að þeir hefðu viljandi tapað gegn Dönum svo þeir myndu mæta Þýskalandi í 16-liða úrslitum keppninnar.

Handbolti

Guðjón Valur tók markametið af Ólafi Stefáns

Guðjón Valur Sigurðsson varð í gær markahæsti Íslendingurinn í sögu heimsmeistaramótsins í handbolta þegar hann skoraði sitt þriðja mark í sigrinum á Katar. Guðjón Valur er sjötti maðurinn sem öðlast metið en Ólafur Stefánsson var búinn að eiga það í árat

Handbolti

Risaverkefni bíður í Barcelona

Ísland mætir heims- og Ólympíumeistaraliði Frakklands í 16 liða úrslitum. Katar var engin fyrirstaða í lokaleiknum þar sem tíu marka sigur, 39-29, var síst of stór. Guðjón Valur og Þórir fóru á kostum í Sevilla í gær.

Handbolti

Naumur sigur Norrköping

Pavel Ermolinskij skilaði flottum tölum þegar að Norrköping vann dramatískan sigur á Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Handbolti

Vignir: Þetta hafðist

„Þetta var ekki okkar besti leikur í dag en þetta hafðist. Aðalmálið var að við unnum," sagði varnarmaðurinn Vignir Svavarsson eftir sigurinn á Katar í dag.

Handbolti

Þjóðverjar unnu Frakka og tryggðu sér sigur í riðlinum

Þýskaland tryggði sér sigur í A-riðlinum á HM í handbolta á Spáni eftir nokkuð óvæntan en glæsilegan tveggja marka sigur á Frökkum í kvöld, 32-30, í lokaleik liðanna í riðlakeppnini. Það stefnir því í að Íslendingar mæti Frökkum í sextán liða úrslitunum á sunnudaginn.

Handbolti

HM 2013: Stemningin magnast fyrir leikinn gegn Katar

Lokaleikur íslenska handboltalandsliðsins í B-riðli heimsmeistaramótsins í Sevilla fer fram síðdegis. Talsverður fjöldi Íslendinga er á Spáni til þess að styðja við bakið á liðinu – og þar eru handboltaleikmenn úr ÍBV áberandi. Félagarnir eru í æfingaferð í Sevilla og nýta frítímann í að styðja Ísland.

Handbolti

Ísland! Ekki Danmörk

Það er stórleikur í dag. Ísland þarf að vinna Katar og Danir þurfa líka að vinna Makedóníu. Burtséð frá því eru íslensku aðdáendurnir í Sevilla með formsatriðin á hreinu.

Handbolti

Róbert | Ég verð tilbúinn á bekknum

Róbert Gunnarsson kom ekkert við sögu í leiknum gegn Dönum en hann hefur ekki alveg jafna sig eftir meiðsli sem hann varð fyrir í leiknum gegn Rússum. Fyrsta leiknum hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM á Spáni s.l. laugardag. Línumaðurinn lék ekkert með gegn Síle en hann lék í nokkrar mínútur í sigurleiknum gegn Makedóníu. Róbert á ekki von á því að leika mikið gegn liði Katar í dag.

Handbolti

Kári: Mætum með allar vélar fullar af bensíni gegn Katar

Kári Kristján Kristjánsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, fullyrðir að íslenska liðið verði með allar vélar fullar af bensíni þegar liðið mætir Katar í dag í lokaumferð B-riðilsins á heimsmeistaramótinu á Spáni. Kári er ánægður með stuðningsmenn Íslands á mótinu og það er óvíst hvort skeggið fái að lifa út keppnina hjá Eyjamanninum.

Handbolti

Leik lokið: Ísland - Katar 39-29 | Öruggir í 16 liða úrslitin

Íslendingar áttu ekki í vandræðum með að landa tíu marka sigri, 39-29, gegn Katar í lokaleik Íslands í B-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Sevilla í kvöld. Staðan var 20-15 í hálfleik og sigurinn var aldrei í hættu. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæsti leikmaður Íslands með 10 mörk og Þórir Ólafsson skoraði 9.

Handbolti

Aron K: Enginn leikmaður frá Katar í liðinu

Aron Kristjánsson þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta á von á erfiðum leik gegn Katar í dag þegar liðin eigast við í lokaumferð B-riðilsins á heimsmeistaramótinu í Sevilla á Spáni. Það vekur athygli lið Katar er eingöngu skipað leikmönnum sem eru fæddir í öðrum löndum en Katar

Handbolti