Handbolti

Ísland og Júgóslavíuþjóðirnar

Íslenska handboltalandsliðið mætir Makedóníu á HM í handbolta í kvöld og af því tilefni hefur Fréttablaðið skoðað nánar gengi íslenska landsliðsins á móti ríkjum gömlu Júgóslavíu í keppnisleikjum erlendis.

Handbolti

Ungverjar unnu 30 marka sigur

Ungverjaland er með fullt hús eftir tvær umferðir í D-riðli á HM í handbolta á Spáni alveg eins og Spánn og Króatía en Ungverjar unnu 30 marka stórsigur á Áströlum, 43-13, í lokaleik dagsins.

Handbolti

Framkvæmdastjóri Füchse Berlin: Þjóverjar eiga að ráða Alfreð eða Dag

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, og Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin, eru nú sterklega orðaðir við þýska landsliðið í handbolta en Bob Hanning, framkvæmdastjóri Füchse Berlin, sem bíður sig fram til varaformanns þýska handboltasambandsins, sagði í sportþætti á ZDF um helgina að þeir væru bestu kostir Þjóðverja i stöðunni enda álitnir tveir af bestu handknattleiksþjálfurum heims.

Handbolti

Þægilegt hjá Spánverjum á móti Egyptum

Spánverjar unnu öruggan og þægilegan sigur á Egyptum, 29-24, í öðrum leik sínum á HM í handbolta á Spáni og hafa því fullt hús eftir fyrstu tvær umferðirnar. Spánn og Króatía eru bæði með fjögur stig og Ungverjar bætast væntanlega í hópinn á eftir enda eiga þeir leik á móti Ástralíu seinna í kvöld.

Handbolti

Serbar ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússa

Serbar sýndu styrk sinn með sannfærandi sex marka sigri á Hvíta-Rússlandi, 34-28, í öðrum leik sínum í C-riðli á HM í handbolta á Spáni. Serbneska liðið vann níu marka sigur á Suður-Kóreu í fyrsta leik sínum á mótinu.

Handbolti

Létt yfir strákunum í Sevilla - myndir

Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu spila ekki á HM í handbolta í dag en notuðu hinsvegar daginn vel til þess að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik á móti Makedóníu á morgun.

Handbolti

Vignir: Ljósunum að kenna að ég klikka

Vignir Svavarsson lék vel í 38-22 sigri Íslands gegn Síle, en varnartröllið skoraði alls 4 mörk úr alls 6 tilraunum – öll nema eitt úr hraðaupphlaupum. Vignir átti reyndar sendingu sem varð næstum því að marki en boltinn hafnaði í stönginni. "Þetta var sending – ekki skot, bara svo það sé á hreinu,“ sagði Vignir.

Handbolti

Arnór Þór: Átti ekki von á því að byrja

Arnór Þór Gunnarsson nýtti tækifærið vel í öruggum 38-22 sigri Íslands gegn Síle á HM í handbolta í gær. Strákarnir hristu af sér slenið eftir slæmt tap fyrir Rússlandi á laugardaginn en leikmenn fá frí í dag.

Handbolti

Ólafur: Heiður að fá að spila fyrir landsliðið

"Það er heiður að fá að spila fyrir íslenska landsliðið og með leikmönnum á borð við Guðjón Val Sigurðsson. Við sem erum yngri þurfum að standa okkur í því hlutverki sem okkur er falið hverju sinni og mér fannst margt jákvætt í gangi í þessum leik,“ sagði Ólafur Gústafsson sem skoraði alls 4 mörk úr alls 7 skotum í 38-22 sigri Íslands gegn Síle í dag.

Handbolti

Aron: Fagna hverju skoti sem ég næ að verja

"Ég fagnaði hverju skoti sem ég náði að verja og þannig á það að vera. Ég fann að spennustigið var betra í þessum leik en gegn Rússum. Í þeim leik leið mér eins og skólastrák sem gæti ekki varið skot, þetta var mun betra í dag gegn Síle,“ sagði Aron Rafn Eðvarsson markvörður íslenska landsliðsins eftir 38-22 sigur liðsins á HM í dag. Aron lék í rúmlega 35 mínútur og varði hann alls 13 skot og þar af tvö vítaköst.

Handbolti

Stefán Rafn: Mér leið rosalega vel

Stefán Rafn Sigurmannsson er ánægður með að hafa fengið að spila með Íslandi á stórmóti í handbolta. Hann skoraði fimm mörk í sextán marka sigri Íslands á Síle.

Handbolti