Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 25-26

HK-ingar stálu sigrinum af Valsmönnum á lokamínútunum í Vodafonehöllini, 25–26, í lokaleik 8. umferðar N1-deildar karla í handbolta í dag. Valsmenn komu einbeittari til leiks í fyrri hálfleik og spiluðu ágætis vörn á köflum þar sem nokkuð góð markvarsla fylgdi í kjölfarið frá Hlyni Morthens, markmanni Vals.

Handbolti

Róbert með fjögur mörk í naumum sigri PSG

Paris Saint-Germain mátti þakka fyrir nauman tveggja marka heimasigur á US Créteil, 30-28, í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en fyrir leikinn mundaði tólf sætum og ellefu stigum á liðunum tveimur.

Handbolti

HK upp að hlið FH

HK-konur komust upp að hlið FH í 4. til 5. sæti N1 deildar kvenna í handbolta eftir fjögurra marka sigur á Gróttu, 23-19, á Seltjarnarnesi í kvöld. HK-konur náðu þarna að rífa sig upp eftir stórt tap á móti Íslandsmeisturum Vals á þriðjudaginn.

Handbolti

Sat í stúkunni með tárin í augunum

Rakel Dögg Bragadóttir er komin aftur í íslenska landsliðið eftir að hafa meiðst illa fyrir tæpu ári. Ágúst Jóhannsson tilkynnti í gær 22ja manna æfingahóp fyrir Evrópumeistaramótið í Serbíu í desember.

Handbolti

Aldrei verið meiri breidd í landsliðinu

Ágúst Jóhannsson landsliðsþjálfari segir að það hafi verið erfitt að taka út þá 22 leikmenn sem hann valdi í æfingahóp sinn fyrir EM í Serbíu. Það verði enn erfiðara að skera hópinn niður í sextán leikmenn sem munu svo halda utan.

Handbolti

Frábær sigur og svekkjandi tap hjá Íslendingaliðunum

Það gekk misjafnlega hjá Íslendingaliðunum í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lærisveinar Óskars Bjarna Óskarsson í Viborg töpuðu mikilvægum leik í botnbaráttunni á móti Skive en strákarnir í SönderjyskE unnu á sama tíma flottan útisigur á Team Tvis Holstebro sem er í þriðja sæti deildarinnar.

Handbolti

Rut og Þórey með átta mörk saman

Landsliðskonurnar Rut Jónsdóttur og Þórey Rósa Stefánsdóttir áttu báðar fínan leik þegar lið þeirra Team Tvis Holstebro vann sannfærandi 19 marka heimasigur á Slagelse, 41-22, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 20-21

Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í N1 deild karla í handbolta með því að vinna nauman eins marks sigur á Fram, 21-20, í Safamýrinni í kvöld. Þetta var fimmti deildarsigur Hauka í röð og þeir hafa áfram sex stiga forskot á topppnum.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 27-20

ÍR-ingar eru komnir á sigurbraut í N1 deild karla eftir sjö marka sigur á Aftureldingu, 27-20, þegar liðin mættust í áttundu umferðinni í Austurbergi í kvöld. ÍR-liðið er nú búið að vinna þrjá heimaleiki í röð þar af tvo þá síðustu sannfærandi.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: FH - Akureyri 23-26

Akureyri styrkti stöðu sína í efri hluta N1-deildar karla með góðum útivallarsigri á FH í kvöld. Hafnfirðingar náðu þó að snúa leiknum sér í hag í seinni hálfleik en gáfu eftir á lokamínútunum.

Handbolti

Meistaradeildin: Dagur í eldlínunni - í beinni á Stöð 2 sport

Þýska handboltaliðið Füchse Berlín, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, mætir Króatíu Zagreb í Meistaradeild Evrópu í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Liðin eru í D-riðli þar sem að Barcelona frá Spáni er efst eftir fjórar umferðir með 8 stig. Füchse Berlín er í öðru sæti með 6 stig en þar á eftir kemur króatíska liðið með 3 stig líkt og Dinamo Minsk.

Handbolti

Rakel Dögg og Ramune í landsliðið

Ágúst Jóhannsson hefur valið æfingahóp fyrir EM í handbolta sem fer fram í Serbíu í næsta mánuði. Rakel Dögg Bragadóttir kemur aftur inn í landsliðið eftir langa fjarveru vegna meiðsla.

Handbolti

Kiel vann stórsigur

Kiel skellti sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld með öruggum tólf marka sigri á Balingen, 34-22.

Handbolti

Hrafnhildur reddaði skóm á allt landsliðið

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, fyrirliði Vals og íslenska kvennalandsliðsins, fer fyrir sínu liði jafnt innan sem utan vallar. Hrafnhildur og félagar hennar í landsliðinu eru að fara að keppa á sínu þriðja stórmóti í röð í næsta mánuði en það þurfti einkaframtak frá henni sjálfri til að útvega nýja skó á allar landsliðsstelpurnar.

Handbolti

Áttundi stórsigur Valskvenna í röð - myndir

Valskonur eru aftur komnar á topp N1 deildar kvenna í handbolta eftir 23 marka sigur á HK, 44-21, í Digranesi í kvöld en leikurinn var færður til vegna þátttöku Valsliðsins í Evrópukeppninni um síðustu helgi.

Handbolti

Eins og draugar á fyrstu æfingunni

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og félagar hennar í kvennaliði Vals voru grátlega nálægt því að komast áfram í Evrópukeppninni um síðustu helgi þegar þær féllu út á móti rúmenska liðinu H.C. Zalau á færri mörkum skoruðum á útivelli.

Handbolti