Handbolti

Tvíframlengt í Víkinni - myndir

Akureyringar lentu í kröppum dansi á móti 1. deildarliði Víkinga í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld. Akureyri vann leikinn að lokum með einu marki, 35-34, eftir tvær framlengingar.

Handbolti

Valskonur héldu sigurgöngunni áfram - myndir

Rúmensku silfurhöfunum frá því í EHF-keppninni í fyrra tókst ekki að stöðva sigurgöngu Valskvenna þegar liðin mættust í Vodafone-höllinni í kvöld í fyrri leik sínum í 2. umferð EHF-keppni kvenna í handbolta.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Valur - HC Zalau 24-23

Valur vann frækinn sigur á HC Zalau frá Rúmeníu 24-23 í EHF-bikarnum í kvöld. Rúmenska liðið var sterkara framan af en í seinni hálfleik var Valur mun betri og hefði hæglega getað unnið enn stærri sigur.

Handbolti

Samvinnan mikilvægari en samkeppnin

Guðjón Valur Sigurðsson hefur komið sér vel fyrir hjá Þýskalands- og Evrópumeisturum THW Kiel en þangað kom hann nú í sumar. Liðið er nokkuð breytt frá síðustu leiktíð en það er þó enn taplaust á tímabilinu. Nú síðast komu góðir sigrar gegn sterkum liðum Hamburg og Flensburg.

Handbolti

Þær eru ógeðslega stórar

Íslandsmeistarar Vals í kvennahandboltanum fá stórt próf í kvöld og á morgun þegar rúmenska liðið H.C. Zalau mætir á Hlíðarenda og spilar tvo leiki í 2. umferð EHF-bikarsins.

Handbolti

Ingimundur: Kjötið í Rúmeníu var vítamínríkt

Ingimundur Ingimundarson fór á kostum í liði ÍR í kvöld í vörn sem sókn og var einn af aðalmönnunum á bak við níu marka sigur á Íslandsmeisturum HK. Ingimundur skoraði átta mörk, átti fjórar stoðsendingar á félaga sína og sýndi engin þreytumerki eftir landsliðsverkefnið.

Handbolti

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Afturelding 24-29

Afturelding vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fram, 29-24, í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var hluti af sjöundu umferð N1-deildar karla í handknattleik. Jóhann Jóhannsson var atkvæðamestur í liði Aftureldingar með átta mörk en Sigurður Eggertsson skoraði tíu.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 23-27

Heimamenn á Akureyri töpuðu sínum þriðja leik í röð í kvöld en það sem þykir líklegast koma meira á óvart er að tveir af þeim eru á heimavelli gegn Aftureldingu og Val sem verma tvö neðstu sætin í N1 deild karla áður en 7. umferð fór fram.

Handbolti

Atli Sveinn samdi við Víking

Atli Sveinn Þórarinsson hefur gert samning við Víking um að spila með liðinu út þessa leiktíð. Atli Sveinn mun leika með handboltaliði félagsins í 1. deild karla. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu en Atli Sveinn mun spila sinn fyrsta leik á móti Fylki í kvöld.

Handbolti

Patrekur fær líklega langtímasamning

Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, fer ágætlega af stað með austurríska liðið í undankeppni EM 2014. Austurríki valtaði yfir Bosníu, 35-24, í fyrsta leiknum og tapaði svo fyrir Rússum á útivelli, 38-31. Þetta er mjög erfiður riðill enda er Serbía fjórða liðið í riðlinum.

Handbolti