Handbolti

Svíagrýlan enn í fullu fjöri á stórmótum

Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilar í kvöld þriðja leik sinn á Ólympíuleikunum í London en strákarnir okkar hafa unnið góða sigra á Argentínu og Túnis í fyrstu tveimur leikjum sínum. Mótherjar kvöldsins eru Svíar sem hafa einnig unnið tvo fyrstu leiki sína.

Handbolti

Frakkar með fullt hús stiga eftir sigur gegn Túnis

Ólympíumeistaralið Frakka lagði Túnis að velli, 25-19, í A-riðli handboltakeppninnar í karlaflokki á ÓL í London í morgun. Staðan var 12-11 fyrir Frakkland í hálfleik. Daniel Narcisse skoraði 7 mörk fyrir Frakka og Amine Bannour var markahæstur í lið Túnis með 5.

Handbolti

Afríkumeisturunum pakkað saman | Myndir

Íslendingar eru komnir á mikið og gott skrið á Ólympíuleikunum í London eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum íslenska handboltalandsliðsins. Strákarnir okkar sýndu heimsklassaframmistöðu gegn Túnisum nú í morgunsárið.

Handbolti

Guðmundur: Ég fékk gæsahúð

"Það kom fyrir að ég fékk gæsahúð yfir frammistöðu liðsins,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson eftir frábæran sigur Íslands á liði Túnis á Ólympíuleikunum í morgun, 32-22.

Handbolti

Snorri Steinn: Þeir áttu ekkert svar

"Þetta var það sem við lögðum upp með. Við byrjuðum leikinn á fullum krafti og vissum að það yrði lykillinn að því að vinna leikinn," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn á Túnis í morgun.

Handbolti

Björgvin Páll: Þeir voru eins og brjálæðingar

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska liðsins, sagði varnarleik Íslands í fyrri hálfleik gegn Túnis hafa verið með ólíkindum. Strákarnir höfðu betur, 32-22, eftir að hafa gert út um leikinn í fyrri hálfleiknum.

Handbolti

Nú þurfum við að taka upp boxhanskana

Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu sinn fyrsta leik á Ólympíuleikunum í gær þegar þeir mættu Argentínumönnum í þriðja sinn á rúmri viku, 31-25. Ísland hafði spilað tvo æfingaleiki við Argentínu fyrir leikana og það borgaði sig, því strákunum tókst að gera nóg til að hafa betur gegn hættulegum andstæðingi.

Handbolti