Handbolti

Oddaleikur framundan hjá Fram og Val - myndir

Valur og Fram munu spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna í Vodfone-höllinni á laugardaginn en það var ljóst eftir að Fram vann 18-17 sigur í fjórða leik liðanna í Safamýrinni í kvöld. Stelka Sigurðardóttir tryggði Fram sigurinn nokkrum sekúndum fyrir leikslok með sínu níunda marki í leiknum.

Handbolti

Aron Rafn hafnaði tilboði frá GUIF

Erlend félög eru farin að kroppa í landsliðsmarkvörðinn Aron Rafn Eðvarðsson sem spilar með Haukum.Aron Rafn hefur verið að bæta sig mikið á síðustu árum og átti frábært tímabil með Haukum.

Handbolti

Kristján Arason hættur með FH

Kristján Arason verður ekki áfram þjálfari karlaliðs FH í handbolta en hann tilkynnti leikmönnum FH þetta í kvöld samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Kristján hefur þjálfað FH-liðið ásamt Einari Andra Einarsson undanfarin tvö tímabil

Handbolti

Alfreð búinn að finna eftirmann Omeyer

Alfreð Gíslason, þjálfari þýsku meistaranna í Kiel, virðist vera búinn að finna eftirmann franska markvarðarins Thierry Omeyer sem er á förum frá þýska félaginu eftir næsta tímabil. Omeyer hefur varið mark Kiel frá 2006 en er búinn að gera samning við Montpellier frá 1. júlí 2013.

Handbolti

Framkonur gengu á vegg í Vodafone-höllinni - myndir

Valskonur eru komnar í lykilstöðu í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta eftir sannfærandi 23-17 sigur á Fram í þriðja úrslitaleik N1 deild kvenna í Vodfone-höllinni í kvöld. Valsvörnin sýndi styrk sinn í leiknum í kvöld með Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur í broddi fylkingar.

Handbolti

Myndasyrpa af fögnuði HK-inga

HK varð í gær Íslandsmeistari karla í handbolta í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liðið sópaði meistaraliði síðasta árs, FH, 3-0 í lokaúrslitunum.

Handbolti

Guif komst ekki í úrslitaleikinn

Kristján Andrésson og lærisveinar hans í sænska liðinu Guif eru úr leik í úrslitakeppninni þar í landi eftir naumt tap fyrir Kristianstad í undanúrslitum, 34-33.

Handbolti

Markverðir HK hafa varið fleiri skot í öllum leikjunum

HK-ingar eru einum sigri frá fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í sögu karlahandboltaliðs félagsins og geta tryggt sér hann með sigri á FH í Kaplakrika á sunndaginn. HK vann 3-0 sigur á deildarmeisturum Hauka í undanúrslitunum N1 deildar karla og er nú komið í 2-0 á moti Íslandsmeisturum FH í lokaúrslitunum.

Handbolti

Heldur mögnuð sigurganga Heidi Löke áfram?

Heidi Löke, línumaður norska kvennalandsliðsins í handbolta sem og ungverska liðsins Györ, þekkir lítið annað en að vinna gull með sínum liðum og hefur sigurganga hennar undanfarin þrjú tímabil verið lyginni líkast, bæði með félagsliði sínu og landsliði.

Handbolti

Jesper Nielsen lætur einn leikmann AG heyra það

Jesper "Kasi" Nielsen, eigandi danska stórliðsins AG frá Kaupmannahöfn, er allt annað en sáttur við einn leikmann AG-liðsins. Danski landsliðslínumaðurinn Rene Toft Hansen er á leiðinni til Kiel á næsta tímabili og Nielsen vill meina að hann sé ekki með hugann við núverandi verkefni hjá AG.

Handbolti

Samantekin ráð hjá Val og Fram að tala ekki við Rúv

Það er mikil óánægja innan handboltahreyfingarinnar með frammistöðu Rúv í úrslitakeppninni. Sú óánægja kristallaðist eftir fyrsta leik Vals og Fram í úrslitum N1-deildar kvenna þegar bæði leikmenn og þjálfara liðanna neituðu að gefa Rúv viðtöl eftir leikinn.

Handbolti

Ingimundur: Eigum óklárað verkefni

ÍR verður nýliði í N1-deild karla næsta vetur og fékk heldur betur liðsstyrk í gær þegar silfurmennirnir Ingimundur Ingimundarson og Sturla Ásgeirsson skrifuðu báðir undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt.

Handbolti

Ingimundur og Sturla sömdu við ÍR

Nýliðar ÍR í N1-deild karla fengu mikinn liðsstyrk í kvöld þegar þeir Ingimundur Ingimundarson og Sturla Ásgeirsson skrifuðu undir tveggja ára samning við félagið.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: HK - FH 29-26 | HK komið í 2-0

HK-ingar héldu áfram sigurgöngu sinni í úrslitakeppni N1-deildarinnar í handbolta og eru nú aðeins einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum eftir þriggja marka sigur á Íslandsmeisturum FH, 29-26, í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild karla. HK er búið að vinna alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni.

Handbolti