Handbolti

Berlínarverkefnið dafnar vel

Bob Hanning var í júlí árið 2005 ráðinn framkvæmdastjóri hins nýstofnaða handboltaliðs Füchse Berlin. Það var klofið úr Reinickendorfer Füchse – rótgrónu íþróttafélagi sem hefur verið starfandi í þýsku höfuðborginni síðan 1891.

Handbolti

Ágúst hættur hjá Levanger

Stjórn norska handboltaliðsins Levanger hefur ákveðið að segja Ágústi Jóhannssyni upp störfum hjá félaginu. Þrír leikir eru eftir af tímabilinu og er félagið í mikilli fallbaráttu.

Handbolti

Kári Kristján: Langar að komast lengra í boltanum

"Þetta er búið að vera lengi í vinnslu. Ég var með mjög skemmtilegt dæmi í gangi varðandi annað lið sem er reyndar enn á lífi en það gengur ekki upp fyrir næsta tímabil,“ sagði landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson sem er búinn að framlengja samning sinn við Wetzlar til eins árs. Hann fékk betri samning en hann var með.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 29-24

FH komst upp að hlið Hauka á toppi N1-deildar karla í kvöld. FH vann þá Fram á meðan Haukar gerðu jafntefli gegn Val.FH vann flottan sigur,29-24, á Fram í N1-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Leikurinn var jafn nánast allan tíman en heimamenn náðu að stinga örlítið af rétt undir lokin.

Handbolti

Speed kvaddur í Cardiff í gær | Myndir

Synir Gary Speed, Ed og Tom, voru viðstaddir á minningarleik föður síns þegar að velska landsliðið lék gegn Kostaríku í gær. Ed hélt hjartnæma ræðu fyrir leikmenn í búningsklefa liðsins eftir leikinn.

Handbolti

Dagur ánægður með að fá Hamburg

Dagur Sigurðsson sagði við þýska fjölmiðla að hann væri ánægður með að hafa dregist gegn Þýskalandsmeisturum Hamburg í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Handbolti

Kiel vann riðilinn á jafntefli í Danmörku

AG Kaupmannahöfn og Kiel gerðu 24-24 jafntefli í lokaleik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta í dag. Kiel vann þar með D-riðilinn með 16 stig, stigi meira en AG og fær lið sem hafnaði í fjórða sæti í riðlum A, B eða C á meðan AG þarf að mæta liði sem hafnaði í þriðja sæti.

Handbolti