Íslenski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Það má ekki fagna of mikið“

Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður í leikslok eftir 2-0 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í dag.„Mjög ánægður með sigurinn, koma í Mosfellsbæ og vinna leikinn 2-0 og halda hreinu. Ná þremur stigum á móti liði sem er búið að vera mjög sterkt heima, mjög erfiður útivöllur með góðri stemningu,“ sagði þjálfarinn í leikslok.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu

FH vann 2-0 sigur í Kaplakrika í gærkvöldi þegar liðið tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks. Kjartan Kári Halldórsson átti stoðsendinguna í báðum mörkunum, sem „Halli og Laddi“, eða Björn Daníel Sverrisson og Sigurður Bjartur Hallsson, skoruðu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég hefði getað sett þrjú“

„Sætt að skora fyrsta markið, sjötti leikurinn og maður er búinn að bíða eftir þessu. Búinn að vera nálægt þessu en það er svo gott að skora og geggjað að fá sigurinn“ sagði Stígur Diljan Þórðarson eftir að hafa skorað sitt fyrsta, löglega, mark á ferlinum, í 2-1 sigri Víkings gegn ÍA.

Íslenski boltinn