Lífið

Katrín létt með lunda í Eyjum

Lundi nokkur stal senunni þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Vestmannaeyjar í dag. Katrínu virtist skemmt þrátt fyrir að lundinn virti enga goggunarröð og tæki sér stöðu á höfði hennar.

Lífið

Þjáningar­þrí­burar fylgdust að á öllum skóla­stigum

Þríburarnir Jón Friðrik, Kristján og Þór Guðjónssynir útskrifuðust um helgina með BS-gráðu í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands. Bræðurnir hafa fylgst að í gegn um öll skólastig en Jón Friðrik segir þá bræður aldrei hafa ákveðið það saman hvaða skóli eða nám yrði fyrir valinu.

Lífið

Jón Gnarr gaf saman Frosta og Erlu

Frosti Gnarr og Erla Hlín Hilmarsdóttir gengu í það heilaga í dag, mánudaginn 21. júní á afmælisdegi brúðarinnar. Þau höfðu miklu að fagna en hún var einnig að útskrifast.

Lífið

Jón Gnarr verður Skugga-Sveinn

Stórleikarinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr mun fara með hlutverk Skugga-Sveins í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á samnefndu leikriti. Stefnt er að því að frumsýna leikritið um miðjan janúar á næsta ári.

Lífið

GDRN ljáir eld­fjallinu Kötlu rödd sína

Högni Egilsson og Netflix hafa sameinað krafta sína í tónverki í tengslum við þáttaröðina Kötlu. Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN ljáir eldfjallinu rödd sína í tónverkinu.

Lífið

Litlir hnökrar verða að stórum snjóbolta

Guðrún Sigríður Ágústsdóttir hefur safnað milljónum fyrir samtökin Kraft og Líf eftir að hún sigraðist sjálf tvisvar á krabbameini. Heilbrigðismálin eru henni hjartans mál og stefnir hún nú á þing.

Lífið

Mælir með því að nota gerviblóm á pallinum

Stílistinn Þórunn Högnadóttir fer oft ótroðnar slóðir við að skreyta heimilið og umhverfið sitt sem gaman er að fylgjast með og hefur hún sýnt meðal annars hvernig hægt er að breyta ýmsu tengt heimilum á ódýran hátt.

Lífið