Lífið

Ís­land fyrst Norður­landa með EMotor­ad raf­magns­hjól

EMotorad er nýtt og spennandi vörumerki á rafmagnshjólamarkaði sem hefur nú rutt sér til rúms á hér á landi. Ísland var sérstaklega valið til þess að kynna vörurnar fyrir Norðurlandamarkaði því neytendur hérlendis eru þekktir fyrir að vera kröfuharðir á gæði. Þessi alþjóðlega vaxandi framleiðandi hefur náð fótfestu á mörkuðum eins og Bandaríkjunum, Suður Evrópu, Ástralíu og Mið-Austurlöndum.

Lífið samstarf

Skemmti­legasti partur dagsins að klæða sig upp

„Ég elska að klæða mig upp. Það er einn skemmtilegasti hluti dagsins og er mín leið til að vera skapandi og prófa eitthvað nýtt,“ segir tískudrottningin Daníella Saga Jónsdóttir sem kemur sömuleiðis úr mikilli hátískufjölskyldu. Hún ræddi við blaðamann um fataskápinn og persónulegan stíl.

Tíska og hönnun

Stjörnubarnið komið í heiminn

Sævar Helgi Bragason, sérfræðingur í stjörnufræði og vísindamiðlari, og Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir, forstöðukona hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Wise, eignuðust dóttur á laugardaginn. 

Lífið

Ó­þekkjan­leg stjarna

Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney.

Bíó og sjónvarp

Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman

Rokkgoðsögnin Ozzy Osbourne, sem féll frá í gær, er samkvæmt kenningum netverja endurfæddur sem sonur samfélagsmiðlastjörnunnar Trishu Paytas og þannig bróðir Elísabetar Englandsdrottningar endurfæddrar og jafnvel Frans páfa. Drengurinn heitir Aquaman Moses.

Lífið

Skot­held og skemmti­leg hlauparáð

Útihlaup eru gríðarlega vinsæl og eru sífellt fleiri farnir að stunda hlaup af miklu kappi. Eflaust eru ófáir að stefna á Reykjavíkurmaraþonið sem er haldið eftir mánuð en við undirbúning er margt sem er mikilvægt að hafa í huga. Lífið á Vísi ræddi við Björn Þór Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Bjöddi, sem lumar á ýmsum góðum ráðum í undirbúningnum fyrir hlaup.

Lífið

Devin Booker á Ís­landi

Körfuboltastjarnan Devin Booker er staddur á Íslandi og fór bæði í Fjaðrárgljúfur og að eldstöðvum Sundhnúksgígaraðar.

Lífið

Samfélagsmiðlar sýna ekki ein­mana­leikann

„Kveikjan að öllu þessu var í raun og veru mín eigin líðan,“ segir Sara Líf Guðjónsdóttir, laganemi og flugfreyja, um færslu sem hún birti á Facebook hópinn Mæðratips og hlaut mikla athygli. Þar bauð Sara mæðrum sem hafa einangrast eða finna fyrir einmanaleika að vera með í opnum mömmuhóp og áður en hún vissi af höfðu yfir hundrað konur sent henni skilaboð.

Lífið

Tuttugu ára aldurs­munur og ástin blómstrar

Ástralska tónlistarkonan Sia virðist vera komin með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Harry Jowsey og er 28 ára gamall en hann er hvað þekktastur fyrir þátttöku í raunveruleikaseríunni Too Hot Too Handle. 

Lífið

Ein heitasta söng­kona landsins á lausu

Tónlistarkonan Þórunn Antonía er nýlega orðin einhleyp samkvæmt heimildum Vísis. Þórunn, sem er fædd árið 1983, hefur komið víða við í heimi tónlistarinnar bæði erlendis og hérlendis.

Lífið

Svona verða stórtón­leikar Kaleo í Vagla­skógi

Jakob Frímann Magnússon, einn aðalskipuleggjenda stórtónleika Kaleo í Vaglaskógi næsta laugardag, segir að allur undirbúningur hátíðarinnar hafi gengið vel. Stærsta áskorunin verði að koma öllum sjö þúsund tónleikagestum á svæðið í tæka tíð.

Lífið

Gaf eistum kærastans gælu­nafn

Stjörnuparið Jojo Siwa og Chris Hughes hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarna mánuði. Parið kynntist í byrjun árs þegar þau voru bæði í raunveruleikaseríunni Celebrity Big Brother UK, urðu strax nánir vinir og síðar þróaðist vináttan í ástarsamband.

Lífið

„Þetta hefur öfug á­hrif og fólki líður bara verr“

Sjálfsræktarskilaboð sem leggja áherslu á ábyrgð einstaklingsins á eigin hamingju hafa neikvæð áhrif á þá sem glíma við kvíða, þunglyndi eða neikvæða sjálfsímynd. Að kenna fólki í fátækt um eigin heilsufarsvanda án þess að horfa til samfélagslegra þátta sé óraunhæf einföldun.

Lífið

Strumpaður dagur á for­sýningu á Strumpum

Um miðjan júlí var teiknimyndin Strumpar frumsýnd í Sambíóunum Kringlunni þar sem hlustendur Bylgjunnar voru með þeim fyrstu til að sjá myndina. Meðal gesta voru íslensku leikararnir sem tala inn á myndina og áhorfendur fengu að snúa lukkuhjóli sem innihélt skemmtilega strumpavinninga.

Lífið samstarf

Vera Illuga leiðir á­horf­endur gegnum skilnað

Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd leikstjórans Hlyns Pálmasonar er komin á Vísi. Hin þýða rödd Veru Illugadóttur leiðir áhorfendur inn í veröld fjölskyldu sem er á barmi skilnaðar líkt og um væri að ræða sögulegan viðburð.

Lífið

Ástin sveif yfir ítölskum vötnum

„Þetta er annað hjónaband okkar beggja og okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi en þetta hefðbundna. Það að ganga að eiga manninn minn með börnunum okkar fimm, það er bara ekki hægt að lýsa því augnabliki,“ segir hin nýgifta María Björg Sigurðardóttir, hönnuður og matgæðingur. 

Lífið

„Fata­skápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“

„Eftir því sem maður eldist þá lærir maður betur hvað klæðir mann og pikkar út það sem hentar manni,“ segir Gerður G. Árnadóttir, miðbæjarmeyja með sveitahjarta. Hún hefur alla tíð haft brennandi áhuga á tísku og er einstakur fagurkeri en Gerður ræddi við blaðamann um persónulegan stíl og fataskápinn.

Tíska og hönnun

Cosby Show-stjarna látin

Bandaríski leikarinn Malcolm-Jamal Warner er látinn 54 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að leika í The Cosby Show.

Lífið

Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísa­firði

Bókaklúbburinn Gormar pantaði pítsur frá Hamraborg á Ísafirði með flugi því barnaperri í glæpasögunni Hildi eftir Satu Rämö elskar að fá sér Hamraborgarpítsu með rækjum, ananas og kjúklingi. Pítsurnar voru barnaafmælisvolgar en ljúffengar.

Lífið

Heims­fræg lesbía á leið til landsins

Leikkonan Fortune Feimster er á leið til landsins með uppistandssýningu í tengslum við Hinsegin hátíðina í ágúst. Feimster, sem er nýskilin, er full tilhlökkunar að kynnast landinu og drekka í sig íslenska menningu. 

Lífið

Stökk fjöru­tíu sinnum úr flug­vél í Dubai

„Þegar ég stökk úr flugvél ein í fyrsta sinn þá var heilinn að segja mér bara nei, nei, nei, ekki stökkva,“ segir ævintýrakonan Svanhildur Heiða Snorradóttir. Hún heillaðist algjörlega að fallhlífarstökki þegar hún var búsett í Miðausturlöndum og ræddi við blaðamann um þetta mjög svo spennandi áhugamál.

Lífið

Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“

Ást og gosmengun einkenndu andrúmsloftið í síðastliðinni viku og stjörnur landsins nutu lífsins eins og þeim einum er lagið hvort sem það var í brúðkaupum, afmælum, útlandaferðum eða öðru elegant fjöri. 

Lífið

„Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“

Þann 3. nóvember síðastliðinn lést Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, á sameiginlegri straumvatnsæfingu á vegum Landsbjargar. Eftirlifandi unnusta hans, Hrefna Ingibjörg Jónsdóttir, segir að með Sigurði hafi hún ekki aðeins kynnst ástinni, heldur einnig starfi björgunarsveitanna. Í dag, nokkrum mánuðum síðar, stendur hún sjálf á barmi þess að verða fullgildur meðlimur í sömu sveit — og undirbýr sig nú fyrir hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem hún safnar áheitum fyrir Landsbjörgu.

Lífið

Millie Bobby Brown í hóp Ís­lands­vina

Stranger Things-stjarnan Millie Bobby Brown birtir mynd tekna í Reykjavík í nýrri Instagram færslu. Af því má ráða að hún sé komin í hóp fjölmargra Íslandsvina úr röðum fræga fólksins.

Lífið