Menning

Fréttamynd

Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna

Á laugardaginn opnaði sýningin Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir á Listasafni Íslands með pomp og prakt. Halla Tómasdóttir forseti opnaði sýninguna og margt var um manninn.

Menning

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Mario Vargas Llosa fallinn frá

Perúski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Mario Vargas Llosa er látinn, 89 ára að aldri. Vargas var risi í suður-amerískum bókmenntum og gaf út rúmlega fimmtíu verk á ferli sínum, sum hver sem þýdd hafa verið á íslensku.

Menning
Fréttamynd

Lovísa Ósk nýr list­dans­stjóri Ís­lenska dans­flokksins

Lovísa Ósk Gunnarsdóttur hefur verið skipuð í embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins. Logi Einarsson, M-menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur skipað hana í embættið frá og með 1. ágúst næstkomandi. Í tilkynningu stjórnarráðsins kemur fram að alls hafi borist átta umsóknir um starfið.

Menning
Fréttamynd

Vonar að tæknin taki aldrei yfir inn­sæi og ást­ríðu

„Ég hef mikinn áhuga á mannlegri hegðun og hlustaði á hlaðvarp um ADHD þar sem var verið að tala um áhrif samfélagsmiðla á heilann okkar. Það var í raun byrjunin á þessu sköpunarferli,“ segir listakonan Ása Karen Jónsdóttir sem var að opna sýninguna „Á milli þess kunnuglega“ í Gallerí Kontór.

Menning
Fréttamynd

„List er okkar eina von“

Það var líf og fjör á sýningaropnun í Hafnarhúsinu á dögunum. Heiða Björg borgarstjóri og listaspýrur landsins nutu sín í botn þar sem kvennakraftur var í forgrunni.

Menning
Fréttamynd

Skálað fyrir skíthræddri Unni

Það var blásið til heljarinnar teitis í Þjóðleikhúskjallaranum síðastliðið laugardagskvöld þegar uppistandið Skíthrædd, í söngleikjaformi, eftir Unni Elísabetu var loksins frumsýnt. Salurinn var í trylltu stuði.

Menning
Fréttamynd

Sam­tal við þann fyrsta til að taka ljós­myndir á Ís­landi

„Ég hef lengi haft sérstakan áhuga á Sigfúsi Eymundssyni – hann var fyrstur Íslendinga til að starfa markvisst sem ljósmyndari og á sama tíma einn sá allra besti,” segir Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari sem opnar á morgun sýninguna Samtal við Sigfús í Bogasal Þjóðminjasafnsins.

Menning
Fréttamynd

Til­nefningar til ís­lensku myndlistarverðlaunanna

Íslensku myndlistarverðlaunin verða afhent 20. mars við hátíðlega athöfn í Iðnó. Verðlaunin eru í þremur flokkum, Myndlistarmaður ársins, Hvatningarverðlaun og heiðursverðlaun fyrir ævistarf. Sjö myndlistarmenn voru í dag tilnefndir.

Menning
Fréttamynd

Tjörnin trónir á toppnum

Rán Flygenring er í fyrsta sæti á toppi bóksölulistans með bók sína Tjörnina. En hún hlaut einmitt Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barnabóka.

Menning
Fréttamynd

Hendur sem káfa, snerta og breyta

Myndlistarkonan Ragnhildur Jóhanns sérhæfir sig í einstaklega grípandi og líflegum málverkum sem vekja upp ýmsar tilfinningar hjá áhorfendum. Hún á afmæli næstkomandi fimmtudag og fagnar deginum með því að opna sölusýningu.

Menning
Fréttamynd

„Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“

„Eftir að ég var búinn að flytja þetta þá hugsaði ég: „Er ég kannski að segja of mikið?“ segir Guðmundur Einar sem ýtti nýverið úr vör sinni allra fyrstu uppistandssýningu, sem ber heitið Lítill töffari. Guðmundur opnar sig meðal annars upp á gátt um eigið óöryggi, tilraunir hans og kærustu hans til þess að eignast barn og svo glænýtt foreldrahlutverk en óhætt er að segja að hann hefji sýninguna á alvöru sjónarspili.

Menning
Fréttamynd

Uglumorð, aug­lýsingar og dauði inter­netsins

Tungumálaforritið Duolingo „drap“ í síðustu viku helsta kennimerki sitt, grænu ugluna. Dauði uglunnar er markaðstaktík en viðbrögðin sýna líka hvernig vélmenni og fyrirtæki hafa tekið yfir samfélagsmiðla og eyðilagt alla umræðu.

Menning