
Menning

Heldur á vit ævintýranna á Ítalíu
Listakonan Linda Jóhannsdóttir hefur komið víða að í hinum skapandi heimi og er á leið til Flórens í framhaldsnám í listum. Hún stendur fyrir sýningunni Ástarljóð sem opnar í dag klukkan 17:00 í Gallerí Sólveig Hólm. Linda hefur aðallega unnið list sína á pappír og er eigandi og hönnuður merkisins Pastelpaper en á þessari sýningu sýnir hún í fyrsta skipti stór abstrakt verk á stiga.

Höfundur Snjókarlsins látinn
Breski teiknarinn Raymond Briggs, þekktastur fyrir að hafa skrifað barnabókina Snjókarlinn, er látinn 88 ára að aldri.

Ástríða fyrir hallærislegum og klisjukenndum kvikmyndum
„Það er búið að rúlla út rauða dreglinum, ljóskastararnir lýsa upp innganginn að Bæjarbíói. Strandgate-kvikmyndahátíðin, aðeins þetta eina kvöld, og öllu er tjaldað til,“ segja viðburðarhaldarar sem standa að baki hinni svokölluðu Strandgate kvikmyndahátíð. Blaðamaður tók púlsinn á Kötlu Þórudóttur Njálsdóttur sem svaraði fyrir hönd teymisins.

Listapúkinn býður á fjörlega og litríka sýningu
Listamaðurinn Þórir Gunnarsson opnar nýja sýningu í Listasal Mosfellsbæjar í dag en opnunin fer fram frá klukkan 16:00-18:00 og boðið verður upp á léttar veitingar.

Ástin í öllum sínum formum
Parið Unnur Guðrún Þórarinsdóttir og Sigríður Hermannsdóttir sameina krafta sína í þágu hinsegin samfélagsins með sölu á listaverkum. Salan rennur til Samtakanna '78 og Hinseginleikans, sem bæði vinna mikilvægt og kraftmikið starf. Blaðamaður tók púlsinn á þeim Unni og Sigríði.

„Hér munu hlutir fæðast“
Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar svokallað pop-up stúdíó og gallerí að Bankastræti 12. Hún fagnaði þrítugs afmæli sínu í síðustu viku og í tilefni af því mun hún halda sameiginlegt afmælisteiti og opnun á galleríinu í dag frá klukkan 17:00-20:00. Blaðamaður tók púlsinn á Júlíönnu og fékk að heyra nánar frá.

„Hin lifandi list er auðvitað bara lífið sjálft“
Listmálarinn Margrét Jónsdóttir stendur fyrir sýningunni ÓBÆRILEGUR LÉTTLEIKI TILVERUNNAR í Gallerí Gróttu. Í list sinni er hún stöðugt að túlka það sem hún skynjar í umhverfinu, þjóðfélagsstöðu sinni og samfélaginu.

Sömdu söngleik um Samherja og slógu Íslandsmet í plötuútgáfu
Þrír ungir tónlistarmenn hafa í sumar gefið út átta plötur yfir átta vikna tímabil sem þeir segja vera Íslandsmet í plötuútgáfu yfir jafnlangt tímabil. Meðal platnanna átta er Samherji: The Musical sem inniheldur meðal annars lögin Kvótakóng og Arðrán.

Eitruð vinnustaðamenning krufin undir berum himni
Hólmfríður Hafliðadóttir og Magnús Thorlacius sýna lokasýningu útileikhúsverksins Flokkstjórans klukkan átta í kvöld. Hugmyndin spratt út frá reynslu Hólmfríðar af vinnustað þar sem yfirmenn gripu ekki inn í eitraðan vinnustaðakúltúr og tóku ekki einu sinni barnaklámssendingar milli ungra starfsmanna alvarlega.

„Það að fá svona klapp á bakið er alveg ómetanlegt“
Níutíu ára afmæli listamannsins Erró var fagnað með pompi og prakt í Listasafni Reykjavíkur í dag. Í tilefni dagsins hlaut Ingibjörg Sigurjónsdóttir úthlutun úr Guðmundusjóði, sem styrkir framúrskarandi listakonur.

Ingibjörg Sigurjónsdóttir er handhafi Guðmunduverðlaunanna
Ingibjörg Sigurjónsdóttir er handhafi Guðmunduverðlaunin í ár en verðlaunin voru veitt í 23. sinn í Listasafni Reykjavíkur í dag.

„Í jörðu djúpt undir umferðinni bíður ófæddur skógur þögull í þúsund ár“
Listakonan Björg Örvar opnaði myndlistarsýningu í Gallery Þulu um síðustu helgi. Sýningin ber nafnið „Í jörðu djúpt undir umferðinni bíður ófæddur skógur þögull í þúsund ár“, en titillinn er tilvitnun í ljóð skáldsins Tomas Tranströmer.

Íslenska fjárhundinum fagnað á Árbæjarsafni
Dagur íslenska fjárhundsins verður haldinn hátíðlegur á Árbæjarsafni mánudaginn 18. júlí frá klukkan eitt til fimm. Þar munu íslenskir fjárhundar og eigendur þeirra koma saman til að heilsa upp á gesti og gangandi.

Gaurar að borða sterkan mat í köldum potti, geðheilsumálverk og geislasverð
Hópur ungmenna heldur listasýningu í Gerðarsafni í kvöld sem er afrakstur sumarstarfs þar sem krakkarnir hafa fengið að kynnast alls konar samtímalist. Til sýnis verða meðal annars tveir gaurar í köldum potti að borða sterkan mat, málverk af geðheilsu og geislasverðabardagi.

40 ár frá fyrstu einkasýningunni
Listakonan Heidi Strand opnar sýninguna Heiði og strönd á Hlöðuloftinu að Korpúlfsstöðum á morgun. Í forgrunni verða textílverk hennar sem eru 70 talsins og eru flest unnin á tímabilinu 2015 til dagsins í dag.

Enginn skilinn eftir
Viðburðurinn og fjáröflunin no h00man left behind fer fram á morgun í Post-húsinu að Skeljanesi 21 en fjölbreyttur hópur tónlistarfólks kemur þar fram í nafni mannréttinda. Natka Klimowicz er einn af skipuleggjendum viðburðarins en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá þeim málefnum sem þessi fjáröflun er að leggja áherslu á.

„Hann er svolítið að skíta upp á bak í lífinu“
Haraldur Ari Stefánsson fer með hlutverk Ása í nýju hljóðseríunni Skerið sem kom út í sex pörtum hjá Storytel. Sjálfur ólst hann upp við að hlusta á útvarpsleikrit á kasettu með bræðum sínum fyrir svefninn en pabbi hans, Stefán Jónsson, hefur einnig leikið í nokkrum slíkum.

„Fullnægjandi að segja satt“
Rithöfundurinn og lífskúnstnerinn María Elísabet Bragadóttir er að senda frá sér nýja bók í dag. Bókin ber nafnið Sápufuglinn og verður útgáfunni fagnað í Mengi í dag klukkan 17:00 ásamt Brynju Hjálmsdóttur, sem er að gefa út leikverkið Ókyrrð. Blaðamaður tók púlsinn á Maríu Elísabetu og fékk nánari innsýn í hennar skapandi hugarheim.

Hafa byggt upp stærsta æðarvarp landsins í 22 ár
Fuglaþorpið Sævarendi er í Loðmundarfirði en þar er sennilega stærsta æðarvarp á Íslandi, með um sexþúsund hreiður og tólfþúsund fugla. Hjónin Ólafur Aðalsteinsson og Jóhanna Óladóttir eru æðarbændur af lífi og sál og hafa byggt upp æðarvarpið í Sævarenda í 22 ár. Ljósmyndarinn Rax heimsótti hjónin og tók myndir af æðarvarpinu og íbúum þess.

„Viljum fá fólk til að koma auga á það sem hér leynist“
Finnbogi Pétursson myndlistarmaður opnar sýningu í Hillebrandtshúsinu í gamla bænum á Blönduósi á morgun klukkan 16:00. Um er að ræða nýtt verk eftir listamanninn sem fengið hefur nafnið FLÓI. Hjónin Finnur Arnar og Áslaug Thorlacius standa fyrir sýningunni en blaðamaður tók púlsinn á Finni.

„Mikilvægt að hafa fulla trú á þeirri list og því fólki sem ég starfa með“
Sýningin Samsýning '22 - Vol. 2 opnaði síðastliðinn laugardag í Gallery Þulu þar sem ólíkir listamenn vinna saman að því að mynda skemmtilega og óvænta heild. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi Þulu Þorláksdóttur, eiganda og sýningarstjóra Þulu, og fékk að heyra nánar frá listræna lífinu.

Heiðrar minningu systur sinnar: „Hún átti eftir að sýna heiminum listina sína“
Valgerður Anna Einarsdóttir, jafnan þekkt sem Vala, stendur fyrir sýningunni House of Van Helzing á LungA hátíðinni í ár. Sýningin er haldin til heiðurs systur hennar, hönnuðinum og listakonunni Tótu Van Helzing, sem lést í lok árs 2021 eftir erfiða baráttu við krabbamein. Blaðamaður hafði samband við Völu og fékk nánari innsýn í sýninguna.

Listrænt ferðalag til Aþenu í gegnum sýndarveruleika
Sýningin Dialectic Bubble opnaði á dögunum í Listval, Hörpu. Verkið var unnið af samstarfsteyminu „It's the media not you!“ sem eru þær Eva Ísleifs, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir og Rakel McMahon. Næstkomandi laugardag, 2. júlí, klukkan 14:00 verður listamannaspjall á staðnum þar sem gestum og gangandi gefst kostur á því að fræðast um verkið.

LungA: Gleði, sjálfsþekking, elskendur, nýir vini og góðar minningar
LungA hátíðin fagnar nú 22 ára afmæli sínu og hefur fest sig í sessi sem ein framsæknasta lista- og menningarhátíð landsins. Í ár verður hátíðin haldin dagana 12. - 17. júlí en blaðamaður tók púlsinn á Tinnu Sigurðardóttur sýninga- og listviðburðastjóra LungA og fékk að heyra nánar frá hátíðinni.

„Þannig varð nekt mjög eðlilegt viðfangsefni fyrir mér“
Listamaðurinn Mateusz Hajman stendur fyrir einkasýningunni Sirens of Poland á Café Pysju en sýningin opnar klukkan 14:00 á morgun, laugardaginn 25. júní. Hajman, sem kemur frá Póllandi, er talsvert þekktur meðal sinnar kynslóðar í heimalandinu og víðar, sérstaklega fyrir nektarljósmyndir sínar af ungum konum. Á þessari sýningu býður hann upp á fjölbreytt úrval ljósmynda með sumarþema og nekt en blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá hans hugarheimi.

Styrkja og efla listrænar raddir úr öllum áttum
FLÆÐI verður með listasýningu á RUSL fest í ár dagana 28. júní - 1. júlí þar sem fjölbreytt flóra listafólks kemur saman úr öllum áttum. Antonía Berg og Steinunn Ólína eru sýningarstjórar FLÆÐIS á hátíðinni en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk nánari innsýn í galleríið og þann fjölbreytileika sem samtímalistafólk býr yfir.

Fjölbreytt veðrabrigði Íslands heilluðu spænskan listamann
Spænski listamaðurinn Vicente Garcia Fuentes opnaði sýningu í sal Grásteins að Skólavörðustíg 4 þann 17. júní síðastliðinn.

Arfleiddur sársauki og samvitund kynslóða í Ásmundarsal
Ásmundarsalur opnar sýningu Julie Lænkholm We The Mountain / Fjallið við, laugardaginn 18. júní klukkan 14:00.

Ísold Uggadóttir er Borgarlistamaður Reykjavíkur 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, útnefndi í dag Ísold Uggadóttur handritshöfund og leikstjóra, Borgarlistamann Reykjavíkur 2022 við hátíðlega athöfn í Höfða.

Áður óséðar mannamyndir Kjarvals á nýrri sýningu
Sýningin Andlit úr skýjum – mannamyndir Jóhannesar S. Kjarvals verður opnuð hjá Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum á morgun. Til sýnis verða allar sjálfsmyndir Kjarvals og mannamyndir frá ýmsum tímabilum.