Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan:
Draumur allt hans líf
„Fyrir tveimur árum byrjaði ég að vinna fyrir Netflix, við að taka upp myndbönd. Þetta hefur verið draumur allt mitt líf, að taka þátt í að búa til Our Planet efni í stíl David Attenborough. Loksins fékk ég tækifærið.“
Benjamin segir að COVID faraldurinn hafi spilað veigamikið hlutverk í þessu, þar sem teymið á bak við þættina komst ekki til Íslands til að taka upp.

Sjö dagar urðu að tveimur árum
„Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti mynda. Þau gáfu mér bara lista, aðallista yfir mismunandi tökustaði og draumatökur, og síðan þýddi ég myndir þeirra yfir í tökustaði og tökuplan, segir Benjamin og bætir við:
„Vegna COVID gátu þau ekki komið svo ég tók að mér að hringja í landeigendur, fá öll leyfi og fást við alla þessa skipulagsvinnu sem er nauðsynleg og sjö dagar urðu að tveim árum og hundrað og eitthvað dögum af kvikmyndatökum fyrir Life on Our Planet, sem kemur út mjög fljótlega.“
Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.