Tónlist

Sigur Rós fetar í fótspor Bjarkar
Hljómsveitin Sigur Rós spilar á Airwaves-hátíðinni í fyrsta sinn í ellefu ár þegar hún stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni 4. nóvember, á síðasta degi hátíðarinnar. Sigur Rós spilaði síðast á Airwaves í Listasafni Reykjavíkur árið 2001.

Kynna íslenska tónlist í borg englanna
Ólafur Arnalds mun troða upp á árlegum kynningarviðburði fyrir íslenska tónlist í Los Angeles 9. júní.

Spiluðu með Chicane í London
"Þetta gekk ótrúlega vel. Það var troðfullt þarna í Koko-höllinni,“ segir Hans Pjetursson úr Vigra. Hljómsveitin spilaði á tónleikastaðnum Koko í London um síðustu helgi á útgáfutónleikum breska danstónlistarmannsins Chicane.

Verri dómar en þeir héldu
Lars Ulrich, trommari Metallica, segir að samstarfsverkefni hljómsveitarinnar og Lou Reed, Lulu, hafi fengið mun verri viðbrögð en þeir bjuggust við. Margir gagnrýnendur töldu plötuna með þeim verstu á síðasta ári og hreinlega hökkuðu hana í sig.

Sálarrokk úr Suðurríkjum
Bandaríska hljómsveitin Alabama Shakes hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir grípandi Suðurríkjarokk sitt. Fyrsta platan er nýkomin út. Alabama Shakes hefur vakið athygli með lagi sínu Hold On sem hljómar óneitanlega eins og eitthvað sem Kings of Leon hefði getað sent frá sér. Þetta Suðurríkja-sálarrokklag er tekið af fyrstu plötu sveitarinnar, Boys & Girls, sem kom út í síðasta mánuði.

Leonard Cohen tónleikar í Iðnó
„Við spilum eingöngu tónlist eftir Leonard Cohen," segir Ólafur Kristjánsson bassaleikari ábreiðubandsins The Saints of Boogie Street, sem gaf út diskinn Leonard Cohen Covered í síðustu viku.

Stórviðburður í Hörpu
Einn af hápunktum Listahátíðar í Reykjavík 2012 verða, án efa, tónleikar breska tónlistarmannsins Bryans Ferry í Hörpu 27. og 28. maí. Ferry er á meðal stóru nafnanna í poppsögu síðustu 40 ára. Hann lærði myndlist á sjöunda áratugnum og stofnaði þá sínar fyrstu hljómsveitir, The Banshees og Gas Board sem hvorug vakti nokkra athygli. Það breyttist með hljómsveitinni Roxy Music árið 1970.

Hermigervill aðstoðar Retro Stefson á nýrri plötu
Tónlistarmaðurinn Sveinbjörn Thorarensen, eða Hermigervill, aðstoðar hljómsveitina Retro Stefson við gerð hennar næstu plötu og verður tvíeykið saman í hljóðveri í þessari viku.

Lágstemmd og leyndardómsfull
Sigur Rós fær þrjár stjörnur af fimm mögulegum í breska tónlistartímaritinu Q fyrir plötuna Valtara.

Aflýsir öllum tónleikum
Sinead O‘Connor hefur aflýst öllum tónleikum sínum á þessu ári. Samband hennar og eiginmanns hennar hefur verið stormasamt og sjálf hefur hún átt við þunglyndi að stríða.

Björk þarf að hvíla raddböndin
Björk hefur aflýst tónleikum sem hún ætlaði að halda í Sao Paulo í Brasilíu 11. maí vegna hnúðs á raddböndunum.

Agent Fresco frumsýnir nýtt myndband
Nýtt tónlistarmyndband við lagið Tempo með hljómsveitinni Agent Fresco var frumsýnt núna klukkan tíu á þýsku síðunni motor.de. Myndbandið er kynning fyrir tónleikaferð hljómsveitarinnar um Evrópu í maí og júní. Myndbandið er unnið í samstarfi við Zetafilm.

Beach Boys með nýtt lag
Hljómsveitin The Beach Boys sendir á næstunni frá sér smáskífulagið That's Why God Made the Radio.

Góðir dómar hjá Rolling Stone
Of Monsters and Men fær þrjár stjörnur af fimm mögulegum á vefsíðu bandaríska tímaritsins Rolling Stone fyrir plötuna My Head Is an Animal.

Hartwell með Boner
Ókeypis tónleikar verða haldnir með bandarísku tónlistarmönnunum Jason Boner og Roland Hartwell á Gauknum í kvöld. Boner kemur fram undir nafninu The Dharma Body. Hann spilar tilraunakennda órafmagnaða tónlist sem er bæði epísk og einföld.

Extreme Chill Festival í þriðja sinn
Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival – Undir Jökli 2012 verður haldin í þriðja sinn helgina 29. júní til 1. júlí á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls. Hátíðin fékk styrk frá tónlistarsjóði Kraums fyrr á árinu.

Innblástur frá uppreisninni
Hin bandaríska Santigold er að gefa út sína aðra sólóplötu. Fjögur ár eru liðin síðan hún steig fyrst fram á sjónarsviðið.

Semur fyrir Lone Ranger
Jack White mun semja tónlistina við kvikmyndina The Lone Ranger sem Disney framleiðir. Þetta verður í fyrsta sinn sem White semur tónlist við heila kvikmynd. Hann hefur áður samið nokkur lög við myndina Cold Mountain, auk þess sem hann samdi ásamt Aliciu Keys lagið Another Way to Die fyrir Bond-myndina Quantum of Solace. White sendi nýlega frá sér sína fyrstu sólóplötu, Blunderbluss.

Sigur Rós tilbúin með aðra plötu
Hljómsveitin Sigur Rós er með aðra plötu í undirbúningi sem mun fylgja eftir Valtara sem kemur út 28. maí.

Azealia Banks aflýsir tónleikum á Íslandi
Tónleikum Azealiu Banks sem halda átti í Vodafonehöllinni þann 6. júní nk. hefur verið aflýst. Söngkonan hefur aflýst um 25 tónleikum í júní og júlí. Ástæðan er samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni söngkonunnar er að vegna mikilla anna hefur hún ekki náð að ljúka vinnu við væntanlega hljómplötu. Því miður var ekki hægt að fá nýja dagsetningu á þessu ári.

Spila þungarokk á skemmtiferðaskipi
"Það er óhætt að segja að þetta verður fullkominn endir á skemmtilegu ári hjá okkur,“ segir Aðalbjörn Tryggvason söngvari Sólstafa sem spila í sérstakri skemmtiferðasiglingu fyrir þungarokksaðdáendur í lok árs. Skemmtiferðasiglingin ber heitið Barge To Hell og eru Sólstafir ein af fjörutíu sveitum sem spila á skipinu. Lagt er af stað frá Míamí þann 3. desember næstkomandi, þar sem siglt er til Bahama-eyja og komið aftur til Míamí fjórum dögum síðar. "Þetta verður okkar fyrsti Ameríku-túr og hverjum hefði grunað að við mundum byrja á því að spila á skemmtiferðaskipi. Þetta verður án efa mikið ævintýri og ég veit ekki hvaða hálfvita datt í hug að skella 3.000 þungarokkurum saman á rúmsjó,“ segir Aðalbjörn, eða Addi eins og hann er kallaður, hlæjandi.

Bjuggu til teknó í frístundum
Ólafur Arnalds og Janus Rasmussen úr Bloodgroup hafa nýlokið sínu fyrsta tónleikaferðalagi með teknóhljómsveit sína, Kiasmos. Um þrenna tónleika í Þýskalandi var að ræða og gengu þeir fyrstu, sem voru í Hamborg á fimmtudaginn, mjög vel. Þeir síðustu voru í Dresden á laugardagskvöld.

Vöðum í djúpri reggítjörn
"Þetta hefur verið dálítið langt og hægt ferli. Það má eiginlega segja að við séum eins og risaskjaldbaka," segir Arnljótur Sigurðsson, bassaleikari, söngvari, og einn lagahöfunda reggísveitarinnar Ojba Rasta, en sveitin á eitt allra vinsælasta lag landsins um þessar mundir, Baldursbrá, sem situr meðal annars í efsta sæti á vinsældalista Rásar 2. Alls eru meðlimir sveitarinnar ellefu og þar með talin þrjú systkini Arnljóts: Unnur Malín (kölluð Malla), sem leikur á barítónhorn, trommarinn Gylfi Freeland og Valgerður Freeland, sem spilar á klarínett.

Urður og Högni syngja með Nýdanskri
Stórhljómsveitin Nýdönsk mun halda upp á 25 ára afmæli sitt með tveimur tónleikum í september, í Hörpu þann 22. september og í Hofi á Akureyri þann 29. september, eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum.

Axl vill ekki vera með
Rokkarinn Axl Rose afþakkaði inntöku hans í Rock and Roll Hall of Fame um helgina sem leið. Söngvarinn, sem sló í gegn með Guns N‘ Roses í lok níunda áratugarins, bað aðdáendur hljómsveitarinnar afsökunar á synjun sinni.

Saknar White Stripes en gefur út fyrstu sólóplötuna
Spjátrungurinn Jack White úr hljómsveitinni White Stripes sendir frá sér sólóplötu á næstunni. Lögin urðu til þegar rapparinn RZA sveikst um að mæta í upptökur ásamt White.

RetRoBot spilar á Iceland Airwaves
Tilkynnt hefur verið um fleiri listamenn sem koma fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í ár. Hátíðin hefst 31. október næstkomandi og stendur til 4. nóvember.

Of Monsters and Men í sjötta sæti á Billboard
Platan My Head Is an Animal með hljómsveitinni Of Monsters and Men fór beint í sjötta sæti bandaríska Billboard-listans, en listi sem nær yfir plötusölu í síðustu viku var birtur síðdegis í gær. Þetta er besti árangur sem íslensk hljómsveit hefur náð á listanum, sem hefur haldið utan um plötusölu í Bandaríkjunum frá árinu 1945.

Ný tónlistarútgáfa
Color Me Records er nýtt útgáfufyrirtæki sem sérhæfir sig í íslenskri raftónlist. Það eru fjórmenningarnir Áskell Harðarson, Björn Gauti Björnsson, Jón Eðvald Vignisson og Steindór Grétar Jónsson sem standa að útgáfunni.

Of Monsters and Men selur 55 þúsund plötur á viku
"Við lifum á tónlistinni. Það er pottþétt draumur hvers tónlistarmanns,“ segir Ragnar Þórhallsson, annar söngvara hljómsveitarinnar Of Monsters and Men. Platan My Head Is an Animal með Of Monsters and Men hefur selst í um 55 þúsund eintökum frá því að hún kom út í Bandaríkjunum 3. apríl, samkvæmt vefritinu Hits Daily Double.