Viðskipti erlent

Madonna tekjuhæsti tónlistarmaðurinn í fyrra
Madonna var tekjuhæsti tónlistarmaðurinn á síðasta ári en tekjur hennar námu 34,6 milljónum dollara eða tæplega 4,4 milljarða króna.

Chromebook Pixel er fyrsta sanna Google-tækið
Tæknirisinn Google kynnti í dag nýjustu vöru sína, fartölvuna Chromebook Pixel. Tölvan markar þáttaskil í vöruþróun Google enda hefur fyrirtækið hingað til ekki sóst eftir því að ryðja sér til rúms sem vöruframleiðandi. Vissulega hefur Google tekið þátt í þróunarstarfi ýmissa fyrirtækja, þar á meðal Samsung og Asus, en sú þátttaka hefur þó aldrei verið jafn beinskeytt og nú.

Búast við lítilsháttar samdrætti á evrusvæðinu
Búist er við því að hagkerfið á evrusvæðinu muni dragast lítillega saman á þessu ári, samkvæmt spá framkvæmdastjórnarinnar Evrópusambandsins. Þetta sagði Olli Rehn, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, þegar hann kynnti efnahagsspá evruríkjanna. Talið er að samdrátturinn muni nema 0,3 prósentum en áður var talið að hagvöxtur yrði 0,1%. Aftur á móti gerir framkvæmdastjórnin ráð fyrir því að hagvöxtur verði 0,7 prósent á evrusvæðinu á síðasta ársfjórðungi.

ESB setur nýjar öryggisreglur um olíuleit og vinnslu á hafi úti
Evrópusambandið er að koma á fót nýjum öryggisreglum fyrir starfsemi olíufélaga á hafi úti.

Bílasala dregst saman innan ESB en eykst á Íslandi
Á meðan bílasala dregst saman í ríkjum Evrópusambandsins eykst hún verulega á Íslandi á milli ára.

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að gefa eftir
Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að gefa eftir en það lækkaði snarpt um miðja vikuna eða tæp 3%.

Hagnaður Möller-Mærsk var 530 milljarðar í fyrra
Hagnaður danska skipa- og olíufélagsins A.P. Möller-Mærsk nam rúmlega 23 milljörðum danskra króna á síðasta ári eða rúmlega 530 milljörðum króna eftir skatta.

Tap Century Aluminium minnkar verulega milli ára
Tapið af rekstri Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls, minnkaði verulega á fjórða ársfjórðungi síðasta árs miðað við sama tímabil árið áður.

Hagnaður Lego 180 milljarðar í fyrra
Leikfangafyrirtækið Lego í Danmörku hagnaðist um 8 milljarða danskra króna eða um 180 milljarða króna á síðasta ári. Þessi hagnaður er langt umfram væntingar sérfræðinga.

Svíar ræða hækkun á eftirlaunamörkunum
Eftirlaunaráð Svíþjóðar hefur lagt til við sænska þingið að réttur eldra fólks til að vinna verði hækkaður úr 67 árum og í 69 ár.

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar skarpt
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað nokkuð skarpt undanfarin sólarhring. Verðið á Brent olíunni er komið undir 115 dollara á tunnuna. Fyrir tveimur dögum stóð verðið hinsvegar í 118 dollurum á tunnuna og hefur því lækkað um tæp 3%.

New York Times ætlar að selja Boston Globe
Fyrirtækið sem rekur bandaríska stórblaðið New York Times hefur í hyggju að selja annað stórblað eða Boston Globe sem einnig er í eigu þess.

Skordýraeitur í 90% af frönskum rauðvínum
Umfangsmikil rannsókn sýnir að skordýraeitur er í 90 prósentum af frönskum rauðvínum frá héruðunum Bordeaux, Rhone og Alsace.

Landbúnaðarkreppa breytist í bankakreppu
Landbúnaðarkreppan sem hrjáð hefur danska bændur frá hruninu 2008 í formi afleitrar skuldastöðu þeirra er að breytast í bankakreppu í Danmörku.

Branson gefur helminginn af auðæfum sínum
Breski auðmaðurinn Richard Branson er nú kominn í hóp þeirra milljarðamæringa sem ætla að gefa helminginn af auðæfum sínum til góðgerðarmála.

Nýjasta spilavítið í Atlantic borg er gjaldþrota
Nýjasta spilavítið í Atlantic borg mun lýsa sig gjaldþrota í næsta mánuði.

Auðmönnum fjölgar að nýju í Danmörku
Auðmönnum í Danmörku fer aftur fjölgandi. Þeir Danir sem hafa meira en ein milljónum danskra króna, eða um 23 milljónir króna, í árslaun eru nú rétt tæplega 60.000 talsins eða rúmlega 1% af þjóðinni.

Hópuppsagnir hjá DSB í Danmörku í dag
Tilkynnt verður um hópuppsagnir hjá Dönsku ríkisjárnbrautunum DSB í dag en ætlunin með þeim er að spara um einn milljarð danskra króna eða um 23 milljarða króna á ári.

Sjötti stærsti banki Litháen er gjaldþrota
Ukio bankinn, sjötti stærsti banki Litháens var lýstur gjaldþrota í gærkvöldi. Jafnframt er hafin rannsókn á meintu peningaþvætti bankans.

Opnun nýs flugvallar við Berlin frestað í fjórða sinn
Búið er að fresta opnun á nýja alþjóðaflugvellinum við Berlín í fjórða sinn.

Smástirnið sem sveif framhjá jörðinni allt að 26.000 milljarða virði
Smástirnið sem sveif framhjá jörðinni í mjög lítilli fjarlægð fyrir helgina gæti verið allt að 200 milljarða dollara eða 26.000 milljarða króna virði.

Gjaldmiðlastríð blásið af á G-20 fundi
Búið er að blása af gjaldmiðlastríðið sem var í uppsiglingu milli auðugustu þjóða heimsins en stríð þetta ógnaði efnahagslífi heimsins.

Vopnasala í heiminum dregst saman í fyrsta sinn frá 1994
Vopnasala í heiminum dróst saman milli áranna 2010 og 2011 en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist frá árinu 1994. Vopnasalan var 5% minni árið 2011 en árið áður.

Facebook varð fyrir tölvuárás
Samskiptamiðillinn Facebook varð fyrir alvarlegri tölvuárás í janúar síðastliðnum. Stjórnendur síðunnar opinberuðu þetta í gær.

Hagnaður Norwegian nær fjórfaldast milli ára
Hagnaður norska lággjaldaflugfélagsins Norwgian nam tæpum 500 milljónum norskra króna á síðasta ári eða um 10 milljörðum kr. Þetta er nærri fjórföldun á hagnaðinum miðað við fyrra ár.

Buffett veðjar á tómatsósuna
Bandaríski auðjöfurinn Warren Buffett hyggst festa kaup á tómatsósuframleiðandanum Heinz.

Sjónvarpstæki Apple kemur í haust
Tæknirisinn Apple mun sviptahulunni af nýrri vöru í haust, sjónvarpstækinu iTV. Líklegt þykir að það verði gert á blaðamannafundi í haust en við sama tilefni verður ný og endurbætt útgáfa af Apple TV margmiðlunarspilaranum einnig kynnt til leiks.

Fyrsta tapið á rekstri námurisans Rio Tinto frá upphafi
Tap varð á rekstri námurisans Rio Tinto, móðurfélags Alcan Í Straumsvík, á síðasta ári en þetta er í fyrsta sinn sem tap verður á rekstri félagsins á heilu ári.

Danmörk eina landið í ESB sem selur meiri orku en það kaupir
Danmörk er eina landið innan Evrópusambandsins sem selur meiri orku til annarra landa en keypt er til notkunar innanlands.

Langstærsta flugfélag heimsins í burðarliðnum
Bandarísku flugfélögin American Airlines og US Airways hafa ákveðið að sameinast og þar sem skapa langstærsta flugfélag heimsins.