Gott uppgjör hjá Actavis, eign Björgólfs eykst um 1,2 milljarða 3. maí 2013 10:04 Samheitalyfjafyrirtækið Actavis skilaði mun betra uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi en sérfræðingar höfðu spáð. Eftir birtingu uppgjörsins hækkuðu hlutir í Actavis um rúm 2% en það þýðir að hlutafjáreign Björgólfs Thors Björgólfssonar jókst um 1,2 milljarða króna á markaðinum í New York í gærdag. Í frétt um málið á Reuters segir að Actavis hafi skilað tæplega 103 milljóna dollara tapi á ársfjórðungnum. Tapið er tilkomið vegna sameiningar Actavis og Watson í vetur og kaupa á lyfjafyrirtækinu Uteron Pharma. Sérfræðingar áttu von á töluvert meira tapi vegna þessa. Tekjur Actavis jukust um 24% miðað við sama tímabil í fyrra og námu 1,9 milljörðum dollara sem var nærri því á pari við væntingar sérfræðinga. Reuter hefur eftir Chris Schott greinanda hjá JP Morgan að Actavis sé í einni bestu stöðunni í heiminum hvað samheitalyfjafyrirtæki varðar, hvort sem litið sé til skemmri eða lengri tíma. Hvað fyrrgreindan ágóða Björgólfs Thors varðar hér að framan kom fram í fréttum í gær að hann ætti um 60 milljarða virði af hlutafé í Actavis. Þar með bætti sú eign við sig um 1,2 milljörðum kr. miðað við hækkunina í New York í gærdag. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Samheitalyfjafyrirtækið Actavis skilaði mun betra uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi en sérfræðingar höfðu spáð. Eftir birtingu uppgjörsins hækkuðu hlutir í Actavis um rúm 2% en það þýðir að hlutafjáreign Björgólfs Thors Björgólfssonar jókst um 1,2 milljarða króna á markaðinum í New York í gærdag. Í frétt um málið á Reuters segir að Actavis hafi skilað tæplega 103 milljóna dollara tapi á ársfjórðungnum. Tapið er tilkomið vegna sameiningar Actavis og Watson í vetur og kaupa á lyfjafyrirtækinu Uteron Pharma. Sérfræðingar áttu von á töluvert meira tapi vegna þessa. Tekjur Actavis jukust um 24% miðað við sama tímabil í fyrra og námu 1,9 milljörðum dollara sem var nærri því á pari við væntingar sérfræðinga. Reuter hefur eftir Chris Schott greinanda hjá JP Morgan að Actavis sé í einni bestu stöðunni í heiminum hvað samheitalyfjafyrirtæki varðar, hvort sem litið sé til skemmri eða lengri tíma. Hvað fyrrgreindan ágóða Björgólfs Thors varðar hér að framan kom fram í fréttum í gær að hann ætti um 60 milljarða virði af hlutafé í Actavis. Þar með bætti sú eign við sig um 1,2 milljörðum kr. miðað við hækkunina í New York í gærdag.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira