Viðskipti erlent

Hagvöxtur á ný í Bretlandi

Hagfræðingar spá því að tölur fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs, sem birtar verði í dag sýni hagvöxt í fyrsta skipti frá því samdráttarskeið hófst í Bretlandi á öðrum ársfjórðungi tvöþúsund og átta.

Viðskipti erlent

Betra uppgjör flugrisa

AMR, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Air­lines, tapaði 1,5 milljörðum Bandaríkjadala í fyrra, jafnvirði rúmra 190 milljarða íslenskra króna. Þrátt fyrir gríðarlegt tap er þetta sex hundruð milljóna dala bati frá 2008.

Viðskipti erlent

Vinsældir Afríku aukast

Afríka er farin að þykja mjög álitlegur staður fyrir ferðamenn. Ástæðan er annars vegar sú athygli sem álfan hefur fengið vegna afrísks uppruna Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, og hins vegar að Heimsbikarinn verður haldinn þar í ar.

Viðskipti erlent

Um 5000 störf munu skapast hjá McDonald's

Um 5000 störf á vegum McDonald's skyndibitakeðjunnar munu skapast í Bretlandi á þessu ári. Sala á McDonald's jókst um 11 prósent í fyrra. Þetta hefur breska blaðið Daily Telegraph eftir Steve Easterbrook, framkvæmdastjóra McDonalds.

Viðskipti erlent

Jólavertíðin gekk vel hjá Aurum

Jólavertíðin gekk vel hjá Aurum en félagið inniheldur skartgripa- og úraverslanirnar Mappin $ Weeb, Goldsmiths og Watches of Switzerland. Jókst salan um 3,1% fyrir síðustu jól m.v. sama tímabil fyrir ári síðan.

Viðskipti erlent

Obama lýsir yfir stríði gegn bankamönnum á Wall Street

Barack Obama forseti Bandaríkjanna hefur lýst yfir stríði gegn bankamönnum á Wall Street. Obama kynnti í nótt fremur róttækar tillögur sínar um hvernig ætti að draga úr áhættu í starfsemi bankanna í Bandaríkjunum. Tillögur sem minna um margt á svokölluð Glass-Steagall lög sem sett voru í kjölfar kreppunnar 1930.

Viðskipti erlent

Eggert er hættur við málsókn gegn Björgólfi

Eggert Magnússon fyrrum stjórnarformaður West Ham tekur til varna í blaðinu The Sun í dag fyrir stjórn sín á liðinu meðan það var í eigu Björgólfs Guðmundssonar. Í viðtali við The Sun kemur m.a. fram að Eggert hafi neyðst til þess að hætta við málsókn sín gegn Björgólfi.

Viðskipti erlent

Bank of America tapaði 660 milljörðum

Stærsti banki Bandaríkjanna, Bank of America, tapaði 5,2 milljörðum dollara eða um 660 milljörðum kr. á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Inni í þessu tapi eru endurgreiðslur á ríkisaðstoð þeirri sem bankinn hlaut á síðasta ári frá bandarískum stjórnvöldum.

Viðskipti erlent

Fyrrum klámkóngar stjórna nú West Ham liðinu

Viðskiptafélagarnir David Sullivan og David Gold sem nú hafa tekið við rekstri West Ham eiga fleira sameiginlegt en áhuga á fótbolta. Báðir hófu þeir feril sinn í klámiðnaðinum og þar myndaðist grundvöllurinn að auði þeirra síðar meir.

Viðskipti erlent

Actavis og EQT með í lokatilboðum í Ratiopharm

Actavis og sænski fjárfestingarsjóðurinn EQT eru meðal þriggja aðila sem fá að gera lokatilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Hinir tveir tilboðsgjafarnir verða bandaríski lyfjarisinn Pfizer og Teva frá Ísrael sem er stærsti samheitalyfjaframleiðandi heimsins.

Viðskipti erlent

Sænsk kirkja tapaði 300 milljónum í kauphöllinni

Bein tengsl við almættið er greinilega engin trygging fyrir árangri í kauphallarviðskiptum. Það mátti söfnuðurinn við Karlstad kirkju í Svíþjóð upplifa eftir að kirkjusjóðurinn var notaður í hlutabréfaviðskiptum. Árangurinn var að sjóðurinn tapaði rúmlega 300 milljónum kr.

Viðskipti erlent