Viðskipti erlent

Elsta auglýsingamynd Danmerkur á 25 ára afmæli

Auglýsingamyndin fyrir Tuborgs Julebryg, eða jólaölið frá Tuborg bruggverksmiðjunum, þar sem að jólasveinninn hittir ölbíl frá Tuborg er án efa langlífasta auglýsing Danmerkur en hún hefur verið tekin til sýninga á hverju ári undanfarin 25 ár. Fyrir fjölmarga Dani markar hún upphafið að jólaönnunum.

Viðskipti erlent

Bandaríkin sigla út úr kreppunni, hagvöxtur á ný

Landsframleiðslan í Bandaríkjunum jókst um 3,5% á ársgrundvelli á þriðja ársfjórðungi samkvæmt áætlun þarlenda viðskiptaráðuneytisins. Um er að ræða breytingu frá öðrum til þriðja fjórðungs en sambærileg tala fyrir annan ársfjórðung var samdráttur um 0,7%.

Viðskipti erlent

Rússneskur auðmaður í tugmilljarða skilnaði

Rússneski auðmaðurinn Boris Berezovsky stendur nú í skilnaðarmáli við eiginkonu sína Galinu þótt að þau hafi ekki búið saman í 10 ár. Galina gæti fengið allt að 100 milljónir punda, eða ríflega 20 milljarða kr., út úr skilnaðinum við Berezovsky.

Viðskipti erlent

Sarkozy mokar 120 milljörðum í franska bændur

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti tilkynnti í dag efnahagsaðstoð upp á 650 milljónir evra eða um 120 milljarða kr. til handa frönskum bændum. Fyrir utan þessa aðstoð standa bændunum til boða ódýr lán upp á um 185 milljarða kr. í viðbót.

Viðskipti erlent

Álverðið fór yfir 2.000 dollara í London í morgun

Heimsmarkaðsverð á áli fór yfir 2.000 dollara á markaðinum í London í morgun og stendur nú í 2.010 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur verðið ekki verið hærra í ár síðan í sumar þegar það fór yfir 2.000 dollara í skamman tíma.

Viðskipti erlent

Finnar búa við mesta velmegun heimsbúa

Finnland er það land í heiminum þar sem íbúarnir búa við mesta velmegun. Ekki bara í efnahagslegum skilningi heldur einnig hvað varðar lýðræði og stjórnkerfi. Þetta kemur fram í nýjum lista frá Legatum Prosperity Index sem birtur verður í þessari viku.

Viðskipti erlent

Lánshæfismat Rússlands orðið svipað og Íslands

Lánshæfismat Rússlands er nú á svipuðum slóðum og Íslands, það er skammt frá svokölluðum „rusl-flokki." Þetta kemur hinsvegar ekki í veg fyrir gríðarlegan áhuga á ríkisskuldabréfaútboði upp á 18 milljarða dollara sem rússnesk stjórnvöld áforma á næsta ári.

Viðskipti erlent

Nektardansmeyjar eiga að næla í kúnna til verslunarhúss

Franska verslunarhúsið Printemps í París hefur gripið til þess ráðs að ráða fimm nektardansmeyjar frá hinum þekkta kabarett The Crazy Horse í borginni til að troða upp í verslunargluggum sínum. Ætlunin er að lokka fleiri kúnna inn í Printemps sem orðið hefur illa úti í kreppunni eins og svo margar aðrar verslanir.

Viðskipti erlent