Viðskipti erlent Bildt: Engin hraðmeðferð fyrir Ísland en styttri leið Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar tjáði blaðamönnum í Brussel í morgun að Ísland fengi ekki neina hraðmeðferð inn í Evrópusambandið. Hinsvegar væri til styttri leið fyrir landið. Viðskipti erlent 27.7.2009 08:18 Konur eru nákvæmari við skattskýrslugerð en karlar Um helmingi fleiri karlar en konur svindla eða gera mistök þegar þeir gefa upp til skatts. Þetta sýnir rannsókn dönsku skattstofunnar. Viðskipti erlent 26.7.2009 16:00 Darling hótar stjórnendum breskra banka Alistair Darling segist ekki ætla að sitja undir því ef sögusagnir um að breskir bankar séu að taka of mikla vexti af lánum til lítilla og meðalstórra fyrirtækja reynast réttar. Viðskipti erlent 26.7.2009 11:49 Séreignasparnaðurinn bjargaði danska ferðaskrifstofugeiranum Séreignasparnaðurinn sem Danir fengu greiddan út í ár, líkt og Íslendingar, hefur bjargað ferðaskrifstofugeiranum í Danmörku frá hruni. Er nú svo komið að færri komast í sólarlandaferð í sumar en vildu. Viðskipti erlent 26.7.2009 10:00 Verð á demöntum hefur hrapað milli ára Verð á demöntum hrapaði um 50% frá október í fyrra og fram til mars í ár en hefur síðan verið að rétta aðeins úr kútnum. Þetta veldur því að stærsta námuvinnsla heims á demöntum, De Beers, á nú í fjárhagslegum vandræðum. Viðskipti erlent 26.7.2009 09:43 Schwartzenegger þarf að loka 26 milljarða dala fjárlagagati Löggjafarvaldið í Kaliforníu hefur samþykkt áætlun til að fást við 26 milljarða dala fjárlagahalla og sent Arnold Schwartzenegger ríkisstjóra áætlunina til undirritunar svo hún geti orðið að lögum. Viðskipti erlent 25.7.2009 16:00 AGS lánar Sri Lanka Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur samþykkt að veita Sri Lanka lán að andvirði 2,6 milljörðum bandaríkjadollara til að styðja við efnahagsáætlanir þeirra. Borgarastyrjöld hefur staðið yfir í 37 ár á Sri Lanka og staða ríkisfjármála er slæm, ef marka má lýsingar AFP fréttastofunnar. Viðskipti erlent 25.7.2009 13:28 Deilur Lettlands við AGS valda ESB vandræðum Deilur Lettlands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn geta leitt til þeirrar klemmu fyrir ESB að þurfa að velja á milli hvort sambandið eigi að bjarga þeim nýríkjum í ESB sem vilja ekki skera meira niður hjá sér eða láta ríkin taka afleiðingum þess að gera slíkt ekki. Viðskipti erlent 24.7.2009 12:59 Glaxo Smith Kline græðir 200 milljarða á svínaflensunni Lyfjafyrirtæki munu græða milljarða bæði á bóluefna- og lyfjaframleiðslu. Búist er við að lyfjafyrirtækið Glaxo Smith Kline hagnist um sem nemur 200 milljörðum íslenskra króna vegna heimsfaraldurs svínaflensu. Viðskipti erlent 24.7.2009 12:39 Mesti samdráttur í Bretlandi í hálfa öld Breska hagkerfið skrapp mun meira saman á öðrum fjórðungi ársins en flestir höfðu gert ráð fyrir, og var samdrátturinn milli ára sá mesti a.m.k. undanfarna hálfa öld. Viðskipti erlent 24.7.2009 12:33 Töluvert tap hjá Eik Banki Tap af rekstri Eik banki í Færeyjum nemur rúmlega 69 milljónum danskra kr. eða tæplega 1,7 milljarði kr. eftir skatta á fyrstu sex mánuðum þessa ár. Á sama tímabili í fyrra var tapið rúmar 9 milljónir danskra kr. Viðskipti erlent 24.7.2009 12:23 Buffett græðir yfir 2 milljarða dollara á Goldman Sachs Gengishagnaður ofurfjárfestisins Warren Buffett á kaupum á hlutabfréfum í Goldman Sachs s.l. vetur er nú kominn í 2,2 milljarða dollara eða tæplega 280 milljarða kr. Þetta kemur fram á Bloomberg fréttaveitunni. Viðskipti erlent 24.7.2009 10:20 FME í Noregi hefur áhyggjur af Storebrand Fjármálaeftirlitið í Noregi hefur áhyggjur af lausafjárstöðu tryggingarrisans Storebrand. Það eru kaupin á sænska líftryggingarfélaginu SSP ásamt fjármálakreppunni sem valda þessum áhyggjum hjá eftirlitinu að því er segir í nýútkominni skýrslu frá því. Viðskipti erlent 24.7.2009 09:11 Ford keyrir út úr kreppunni Bílaframleiðandinn Ford skilaði mun betra uppgjöri á öðrum ársfjórðungi en sérfræðingar gerðu ráð fyrir. Nettóhagnaður Ford nam 2,8 milljörðum dollara, að mestu vegna endurskipulagningar á skuldum. Viðskipti erlent 23.7.2009 14:19 Risauppgjör hjá Credit Suisse, hagnaðist um 2 milljarða á dag Svissneski bankinn Credit Suisse skilaði risahagnaði á öðrum ársfjórðung ársins eða 192 milljörðum kr. Þetta samsvarar því að bankinn hafi hagnast um rúma 2 milljarða kr. á hverjum degi tímabilsins. Viðskipti erlent 23.7.2009 11:19 Fitch Ratings gefur FIH toppeinkun á skuldabréfum sínum Matsfyrirtækið Fitch Ratings tilkynnti í dag að það hefði gefið FIH bankanum toppeinkunn eða AAA á langtíma skuldabréfaútgáfum bankans. Þar með er FIH bankinn, sem er í eigu íslenska ríkisins, kominn með sömu einkunn og ríkissjóður Danmerkur hvað skuldabréfaútgáfuna varðar. Viðskipti erlent 23.7.2009 10:50 Íslensku félagi stefnt í málaferlum um veðhlaupabrautir Kröfuhafar í þrotabú Magna Entertainment Corp. hafa stefnt MID Íslandi sf. og samstarfsmanni þess, kanadíska milljarðamæringnum Frank Stronach. Viðskipti erlent 23.7.2009 10:04 FIH í hættu á lækkun lánshæfismats síns hjá Moody´s FIH bankinn í Danmörku, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, er í hættu á að fá lánshæfismat sitt lækkað hjá matsfyrirtækinu Moody´s. Moody´s hefur sagt að það íhugi að lækka lánshæfismat hjá 11 dönskum fjármálafyrirtækjum þar á meðal sjö bönkum. Viðskipti erlent 23.7.2009 09:04 Hlutabréfamarkaður í London á fljúgandi ferð FTSE 100 hlutabréfavísitalan í London er nú á fljúgandi ferð, í jákvæðum skilningi. Hefur vísitalan nú hækkað samfleytt undanfarna átta viðskiptadaga, slíkt hefur ekki gerst í heil fimm ár. Vísitalan hefur hækkað um 9% síðan í byrjun síðustu viku. Viðskipti erlent 22.7.2009 20:29 Botninn dottinn úr spákonugeiranum í New York Ein af afleiðingum fjármálakreppunnar er að botninn er alveg dottinn úr spákonugeiranum í New York. Þær konur, og menn, sem hafa lífsviðurværi sitt af því að spá fyrir um framtíð viðskiptavina sinna segja að efnahagurinn hafi aldrei verið eins slæmur og þessa dagana. Viðskipti erlent 22.7.2009 13:21 Yfir 50 breskar krár loka í hverri viku vegna kreppunnar Fjármálakreppan hefur leikið Breta svo grátt að fleiri og fleiri þeirra velja nú að drekka heima hjá sér fremur en á kránni. Þetta hefur valdið því að rúmlega 50 breskar krár loka nú og hætta rekstri í hverri viku. Viðskipti erlent 22.7.2009 10:39 Nordea skilaði 616 milljóna evra hagnaði Skandínavíski bankinn Nordea skilaði 616 milljóna evra hagnaði á fyrri hluta þessa árs. Þetta er ein besta niðurstaða bankans í sögu hans. Viðskipti erlent 22.7.2009 08:31 Bernanke mætir fyrir þingið í dag Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna mætir aftur fyrir bandaríkjaþing í dag til þess að svara spurningum um þær aðgerðir sem seðlabankinn hefur gripið til og mun fara í, til að takast á við efnahagsástandið í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 22.7.2009 08:09 Vísbendingar um að það versta sé yfirstaðið í Bandaríkjunum Ben S. Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir að margt bendi til þess að hagkerfi landsins sé að rétta úr kútnum. Þrátt fyrir það telur hann farsælast til lengri tíma litið, að viðhalda öflugri og varfærinni peningastefnu um óákveðinn tíma. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag. Viðskipti erlent 21.7.2009 18:02 Utanríkisráðherra Litháen fagnar ESB aðildarviðræðum Íslands Maris Riekstins utanríkisráðherra Litháen fagnar ákvörðun alþingis um aðildarviðræður Íslands við ESB og segir að Litháen sé reiðubúið að miðla Íslandi af reynslu sinni í slíkum viðræðum. Viðskipti erlent 21.7.2009 15:21 Áltonnið er komið í 1.738 dollara í London Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka verulega og er nú komið í 1.738 dollara tonnið á markaðinum í London. Í gærmorgun stóð það í rétt tæpum 1.700 dollurum miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Viðskipti erlent 21.7.2009 12:22 Íhuga lögreglurannsókn á njósnahneyksli í Deutsche Bank Ríkissaksóknari Þýskalands hefur staðfest að embættið sé að íhuga hvort fram fari lögreglurannsókn á njósnahneyksli sem komið er upp hjá Deutsche Bank, stærsta banka Þýskalands. Viðskipti erlent 21.7.2009 11:19 Danskar ferðaskrifstofur með buxurnar á hælunum Mun fleiri Danir vilja ferðast til sólarstranda en pláss er fyrir hjá ferðaskrifstofum landsins. Ferðaskrifstofurnar hafa vanmetið verulega eftirspurnina eftir þessum ferðum í ár og standa því með buxurnar á hælunum að því er segir í frétt í Politiken um málið. Viðskipti erlent 21.7.2009 09:16 Næstráðandi Nasdaq OMX Group lætur af störfum Magnus Bocker framkvæmdastjóri og næstráðandi Nasdaq OMX Group, sem kauphöllin hérlendis tilheyrir, mun láta af störfum á næstunni og taka við stjórn kauphallarinnar í Singapore. Viðskipti erlent 21.7.2009 08:26 Evran Evran er opinber gjaldmiðill sextán af 27 löndum Evrópusambandsins. Evran er einnig notuð í fimm löndum annaðhvort með eða án sérstakrar heimildar Evrópusambandsins. Þau eru San Marínó, Andorra, Vatikanið, Svartfjallaland, Kósovó og Mónakó. Viðskipti erlent 21.7.2009 03:30 « ‹ 296 297 298 299 300 301 302 303 304 … 334 ›
Bildt: Engin hraðmeðferð fyrir Ísland en styttri leið Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar tjáði blaðamönnum í Brussel í morgun að Ísland fengi ekki neina hraðmeðferð inn í Evrópusambandið. Hinsvegar væri til styttri leið fyrir landið. Viðskipti erlent 27.7.2009 08:18
Konur eru nákvæmari við skattskýrslugerð en karlar Um helmingi fleiri karlar en konur svindla eða gera mistök þegar þeir gefa upp til skatts. Þetta sýnir rannsókn dönsku skattstofunnar. Viðskipti erlent 26.7.2009 16:00
Darling hótar stjórnendum breskra banka Alistair Darling segist ekki ætla að sitja undir því ef sögusagnir um að breskir bankar séu að taka of mikla vexti af lánum til lítilla og meðalstórra fyrirtækja reynast réttar. Viðskipti erlent 26.7.2009 11:49
Séreignasparnaðurinn bjargaði danska ferðaskrifstofugeiranum Séreignasparnaðurinn sem Danir fengu greiddan út í ár, líkt og Íslendingar, hefur bjargað ferðaskrifstofugeiranum í Danmörku frá hruni. Er nú svo komið að færri komast í sólarlandaferð í sumar en vildu. Viðskipti erlent 26.7.2009 10:00
Verð á demöntum hefur hrapað milli ára Verð á demöntum hrapaði um 50% frá október í fyrra og fram til mars í ár en hefur síðan verið að rétta aðeins úr kútnum. Þetta veldur því að stærsta námuvinnsla heims á demöntum, De Beers, á nú í fjárhagslegum vandræðum. Viðskipti erlent 26.7.2009 09:43
Schwartzenegger þarf að loka 26 milljarða dala fjárlagagati Löggjafarvaldið í Kaliforníu hefur samþykkt áætlun til að fást við 26 milljarða dala fjárlagahalla og sent Arnold Schwartzenegger ríkisstjóra áætlunina til undirritunar svo hún geti orðið að lögum. Viðskipti erlent 25.7.2009 16:00
AGS lánar Sri Lanka Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur samþykkt að veita Sri Lanka lán að andvirði 2,6 milljörðum bandaríkjadollara til að styðja við efnahagsáætlanir þeirra. Borgarastyrjöld hefur staðið yfir í 37 ár á Sri Lanka og staða ríkisfjármála er slæm, ef marka má lýsingar AFP fréttastofunnar. Viðskipti erlent 25.7.2009 13:28
Deilur Lettlands við AGS valda ESB vandræðum Deilur Lettlands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn geta leitt til þeirrar klemmu fyrir ESB að þurfa að velja á milli hvort sambandið eigi að bjarga þeim nýríkjum í ESB sem vilja ekki skera meira niður hjá sér eða láta ríkin taka afleiðingum þess að gera slíkt ekki. Viðskipti erlent 24.7.2009 12:59
Glaxo Smith Kline græðir 200 milljarða á svínaflensunni Lyfjafyrirtæki munu græða milljarða bæði á bóluefna- og lyfjaframleiðslu. Búist er við að lyfjafyrirtækið Glaxo Smith Kline hagnist um sem nemur 200 milljörðum íslenskra króna vegna heimsfaraldurs svínaflensu. Viðskipti erlent 24.7.2009 12:39
Mesti samdráttur í Bretlandi í hálfa öld Breska hagkerfið skrapp mun meira saman á öðrum fjórðungi ársins en flestir höfðu gert ráð fyrir, og var samdrátturinn milli ára sá mesti a.m.k. undanfarna hálfa öld. Viðskipti erlent 24.7.2009 12:33
Töluvert tap hjá Eik Banki Tap af rekstri Eik banki í Færeyjum nemur rúmlega 69 milljónum danskra kr. eða tæplega 1,7 milljarði kr. eftir skatta á fyrstu sex mánuðum þessa ár. Á sama tímabili í fyrra var tapið rúmar 9 milljónir danskra kr. Viðskipti erlent 24.7.2009 12:23
Buffett græðir yfir 2 milljarða dollara á Goldman Sachs Gengishagnaður ofurfjárfestisins Warren Buffett á kaupum á hlutabfréfum í Goldman Sachs s.l. vetur er nú kominn í 2,2 milljarða dollara eða tæplega 280 milljarða kr. Þetta kemur fram á Bloomberg fréttaveitunni. Viðskipti erlent 24.7.2009 10:20
FME í Noregi hefur áhyggjur af Storebrand Fjármálaeftirlitið í Noregi hefur áhyggjur af lausafjárstöðu tryggingarrisans Storebrand. Það eru kaupin á sænska líftryggingarfélaginu SSP ásamt fjármálakreppunni sem valda þessum áhyggjum hjá eftirlitinu að því er segir í nýútkominni skýrslu frá því. Viðskipti erlent 24.7.2009 09:11
Ford keyrir út úr kreppunni Bílaframleiðandinn Ford skilaði mun betra uppgjöri á öðrum ársfjórðungi en sérfræðingar gerðu ráð fyrir. Nettóhagnaður Ford nam 2,8 milljörðum dollara, að mestu vegna endurskipulagningar á skuldum. Viðskipti erlent 23.7.2009 14:19
Risauppgjör hjá Credit Suisse, hagnaðist um 2 milljarða á dag Svissneski bankinn Credit Suisse skilaði risahagnaði á öðrum ársfjórðung ársins eða 192 milljörðum kr. Þetta samsvarar því að bankinn hafi hagnast um rúma 2 milljarða kr. á hverjum degi tímabilsins. Viðskipti erlent 23.7.2009 11:19
Fitch Ratings gefur FIH toppeinkun á skuldabréfum sínum Matsfyrirtækið Fitch Ratings tilkynnti í dag að það hefði gefið FIH bankanum toppeinkunn eða AAA á langtíma skuldabréfaútgáfum bankans. Þar með er FIH bankinn, sem er í eigu íslenska ríkisins, kominn með sömu einkunn og ríkissjóður Danmerkur hvað skuldabréfaútgáfuna varðar. Viðskipti erlent 23.7.2009 10:50
Íslensku félagi stefnt í málaferlum um veðhlaupabrautir Kröfuhafar í þrotabú Magna Entertainment Corp. hafa stefnt MID Íslandi sf. og samstarfsmanni þess, kanadíska milljarðamæringnum Frank Stronach. Viðskipti erlent 23.7.2009 10:04
FIH í hættu á lækkun lánshæfismats síns hjá Moody´s FIH bankinn í Danmörku, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, er í hættu á að fá lánshæfismat sitt lækkað hjá matsfyrirtækinu Moody´s. Moody´s hefur sagt að það íhugi að lækka lánshæfismat hjá 11 dönskum fjármálafyrirtækjum þar á meðal sjö bönkum. Viðskipti erlent 23.7.2009 09:04
Hlutabréfamarkaður í London á fljúgandi ferð FTSE 100 hlutabréfavísitalan í London er nú á fljúgandi ferð, í jákvæðum skilningi. Hefur vísitalan nú hækkað samfleytt undanfarna átta viðskiptadaga, slíkt hefur ekki gerst í heil fimm ár. Vísitalan hefur hækkað um 9% síðan í byrjun síðustu viku. Viðskipti erlent 22.7.2009 20:29
Botninn dottinn úr spákonugeiranum í New York Ein af afleiðingum fjármálakreppunnar er að botninn er alveg dottinn úr spákonugeiranum í New York. Þær konur, og menn, sem hafa lífsviðurværi sitt af því að spá fyrir um framtíð viðskiptavina sinna segja að efnahagurinn hafi aldrei verið eins slæmur og þessa dagana. Viðskipti erlent 22.7.2009 13:21
Yfir 50 breskar krár loka í hverri viku vegna kreppunnar Fjármálakreppan hefur leikið Breta svo grátt að fleiri og fleiri þeirra velja nú að drekka heima hjá sér fremur en á kránni. Þetta hefur valdið því að rúmlega 50 breskar krár loka nú og hætta rekstri í hverri viku. Viðskipti erlent 22.7.2009 10:39
Nordea skilaði 616 milljóna evra hagnaði Skandínavíski bankinn Nordea skilaði 616 milljóna evra hagnaði á fyrri hluta þessa árs. Þetta er ein besta niðurstaða bankans í sögu hans. Viðskipti erlent 22.7.2009 08:31
Bernanke mætir fyrir þingið í dag Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna mætir aftur fyrir bandaríkjaþing í dag til þess að svara spurningum um þær aðgerðir sem seðlabankinn hefur gripið til og mun fara í, til að takast á við efnahagsástandið í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 22.7.2009 08:09
Vísbendingar um að það versta sé yfirstaðið í Bandaríkjunum Ben S. Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir að margt bendi til þess að hagkerfi landsins sé að rétta úr kútnum. Þrátt fyrir það telur hann farsælast til lengri tíma litið, að viðhalda öflugri og varfærinni peningastefnu um óákveðinn tíma. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag. Viðskipti erlent 21.7.2009 18:02
Utanríkisráðherra Litháen fagnar ESB aðildarviðræðum Íslands Maris Riekstins utanríkisráðherra Litháen fagnar ákvörðun alþingis um aðildarviðræður Íslands við ESB og segir að Litháen sé reiðubúið að miðla Íslandi af reynslu sinni í slíkum viðræðum. Viðskipti erlent 21.7.2009 15:21
Áltonnið er komið í 1.738 dollara í London Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka verulega og er nú komið í 1.738 dollara tonnið á markaðinum í London. Í gærmorgun stóð það í rétt tæpum 1.700 dollurum miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Viðskipti erlent 21.7.2009 12:22
Íhuga lögreglurannsókn á njósnahneyksli í Deutsche Bank Ríkissaksóknari Þýskalands hefur staðfest að embættið sé að íhuga hvort fram fari lögreglurannsókn á njósnahneyksli sem komið er upp hjá Deutsche Bank, stærsta banka Þýskalands. Viðskipti erlent 21.7.2009 11:19
Danskar ferðaskrifstofur með buxurnar á hælunum Mun fleiri Danir vilja ferðast til sólarstranda en pláss er fyrir hjá ferðaskrifstofum landsins. Ferðaskrifstofurnar hafa vanmetið verulega eftirspurnina eftir þessum ferðum í ár og standa því með buxurnar á hælunum að því er segir í frétt í Politiken um málið. Viðskipti erlent 21.7.2009 09:16
Næstráðandi Nasdaq OMX Group lætur af störfum Magnus Bocker framkvæmdastjóri og næstráðandi Nasdaq OMX Group, sem kauphöllin hérlendis tilheyrir, mun láta af störfum á næstunni og taka við stjórn kauphallarinnar í Singapore. Viðskipti erlent 21.7.2009 08:26
Evran Evran er opinber gjaldmiðill sextán af 27 löndum Evrópusambandsins. Evran er einnig notuð í fimm löndum annaðhvort með eða án sérstakrar heimildar Evrópusambandsins. Þau eru San Marínó, Andorra, Vatikanið, Svartfjallaland, Kósovó og Mónakó. Viðskipti erlent 21.7.2009 03:30