Viðskipti erlent

Samdráttur í Japan

Stjórnvöld í Japan hafa fært efnahagsspá sína fyrir árið úr núlli í samdrátt upp á 3,3 prósent. Fjárlagaárið þar í landi hófst um mánaðamótin.

Viðskipti erlent

Greitt fyrir uppljóstrun

Mary Schapiro, forstjóri bandaríska fjármálaeftirlitsins, segir ekki útilokað að greitt fyrir þær upplýsingar sem leiða til þess að efnahagsbrot verða upprætt.

Viðskipti erlent

Snekkjum sökkt eða þeim siglt í strand í kreppunni

Leiðindasjón blasir nú víða við í höfnum Bandaríkjanna og meðfram ströndum landsins, einkum við Flórída. Það eru snekkjur sem sökkt hefur verið eða þeim siglt í strand af örvæntingarfullum eigendum sem eiga ekki lengur fyrir afborgunum eða rándýrum leguplássum.

Viðskipti erlent

SAS flýgur inn í blóðrautt sólarlag

SAS skilaði lélegu uppgjöri eftir fyrsta ársfjórðung ársins en tap flugfélagsins nam rúmlega hálfum milljarði danskra kr. eða um 11,5 milljörðum kr. Samkvæmt fregnum í norrænum fjölmiðlum í morgun er tapið nokkuð í takt við væntingar sérfræðinga.

Viðskipti erlent

Deutsche Bank skilar yfir 200 milljarða hagnaði

Deutsche Bank, stærsti banki Þýskalands, skilaði mjög góðu uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaðurinn reyndist tæplega 1,2 milljarður evra eða rúmlega 200 milljarðar kr. Á sama tímabili fyrir ári síðan var tap á rekstri bankans upp á 131 milljón evra.

Viðskipti erlent

Hlutir í JJB Sports hækka um 41% eftir samninga

Hlutir í íþróttavörukeðjunni JJB Sports hækkuðu um 41% á markaðinum í London eftir að tilkynnt var að keðjan hefði náð samkomulagi við leigusala sína um breytingar á húsleigu verslana keðjunnar. Kaupþing er meðal helstu lánadrottna JJB Sports.

Viðskipti erlent

Pontiac heyrir brátt sögunni til

Bílategundin Pontiac heyrir brátt sögunni til en General Motors tilkynntu í dag að framleiðslu Pontiac yrði hætt fyrir árslok á næsta ári. Þetta þýðir að um 21.000 manns muni missa vinnuna.

Viðskipti erlent

Nær 140.000 danskar fjölskyldur eru tæknilega gjaldþrota

Sökum þess hve fasteignaverð hefur lækkað mikið eru nær 140.000 danskar fjölskyldur nú tæknilega gjaldþrota. Þetta kemur fram á vefsíðunni dinepenge.dk. Þessar fjölskyldur eiga það sameiginlegt að hafa fjárfest í nýjum íbúðum/húsum þegar fasteignaverðið náði hámarki í Danmörku árin 2006 og 2007.

Viðskipti erlent

Kolsvart ár í bókum Nomura

Nomura Holdings, umsvifamesta fjármálafyrirtæki Japans, tapaði 709,4 milljörðum jena, jafnvirði 950 milljarða íslenskra króna, í fyrra. Hrun á fjármálamörkuðum og kaup á þrotabúi bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers í Asíu, Evrópu og Mið-Austurlöndum skömmu eftir þrot bankans í september brenndu gat í bækur fyrirtækisins.

Viðskipti erlent

Enn djúp kreppa í Bretlandi

Breska hagkerfið dróst saman um 1,9 prósent á fyrsta fjórungi ársins, samkvæmt gögnum bresku hagstofunnar. Niðurstaðan er 0,4 prósentustigum svartari en spáð var. Til samanburðar nam samdrátturinn 1,6 prósentum á síðasta fjórðungi í fyrra.

Viðskipti erlent

Hafa tapað 9 milljörðum á Debenhamshlutum

Reikna má með að HSBC bankinn hafi tapað um 9 milljörðum kr. á því að bíða ekki tæpan mánuð með að setja rúmlega 13% fyrrum hlut Baugs í Debenhams í sölu. Bankinn setti hlutinn í sölu síðustu mánaðarmót með verðmiðann 40-45 pens.

Viðskipti erlent

Chrysler hefur viku til að semja um kaup á Fiat

Bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler hefur nú eina viku til að ná samningum um kaup á ítölsku Fiat-verksmiðjunum til að styrkja stöðu sína. Bandaríkjastjórn hefur veitt frest til mánaðamóta til að ganga frá kaupunum en verði ekki af þeim er hætt við að Chrysler glati opinberum styrkjum sínum sem haldið hafa verksmiðjunum gangandi síðan í fyrra.

Viðskipti erlent

Halli á vöruskiptum í Japan

Halli var á vöruskiptum Japana í mars, sá fyrsti sem sést hefur þar í landi í 28 ár. Þrátt fyrir þetta voru vöruskipti jákvæð um ellefu milljarða jena í mánuðinum. Það jafngildir 14,6 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti erlent

Efnahagskerfi Rússa dregst saman

Rússar neyðast til að draga einkaneyslu og rússnesk stjórnvöld þurfa draga gríðarlega úr útgjöldum vegna rekstrar ríkisins. Þetta segir Alexei Kudrin, fjármálaráðherra landsins. Efnahagskerfi Rússlands dróst saman um 9,5% fyrstu þrjá mánuði ársins.

Viðskipti erlent

Samdrætti spáð í Þýskalandi

Von er á yfir 6% samdrætti í efnahagslífi Þýskalands ef spár helstu sérfræðinga og þýska fjármálaráðuneytisins ná fram að ganga. Talið er að samdrátturinn nái hámarki 2010. Þá er 10% atvinnuleysi spáð á sama tímabili.

Viðskipti erlent

Bresk stjórnvöld boða 50% hátekjuskatt

Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands boðaði 50% hátekjuskatt í framsöguræðu sinni um bresku fjárlögin í dag. Á skatturinn að aðstoða breska ríkið við að ná endum saman en lántaka ríkisins í kreppunni hefur slegið öll met.

Viðskipti erlent

Yahoo boðar uppsagnir fimm prósenta

Hugbúnaðarfyrirtækið Yahoo hefur boðað uppsagnir sem nema fimm prósentum starfsmanna þess. Ástæða þessa er fyrst og fremst samdráttur í auglýsingatekjum á fyrsta fjórðungi ársins en auk uppsagnanna hyggjast stjórnendur fyrirtækisins draga úr rekstrarkostnaði eins og kostur er. Hlutabréf í Yahoo hækkuðu um 4,5 prósent þegar fréttir bárust af væntanlegum niðurskurðaraðgerðum.

Viðskipti erlent

Bankastjórar og stjórn FIH með 400 milljónir í laun

Laun bankastjóra og stjórnar FIH bankans í Danmörku námu 18,3 milljónum danskra kr. á síðasta ári eða rúmlega 400 milljónum kr. Sem kunnugt er af fréttum er FIH nú í eigu íslenska ríkisins í gegnum veð sem Seðlabankinn tók í bankanum fyrir láni til Kaupþings skömmu áður en Kaupþing komst í þrot s.l. haust.

Viðskipti erlent