Viðskipti erlent Verður að draga úr væntingum um söluverðið á Actavis Björgólfur Thor Björgólfsson er neyddur til að draga úr væntingum sínum um söluverðið á Actavis. Upphaflega taldi Björgólfur að hann gæti gengið 7,5 milljarða evra, eða um 1.200 milljarða kr. fyrir félagið en samkvæmt frétt á Reuters eru 5 milljarðar evra raunhæfari tala í dag m.v. markaðsaðstæður. Viðskipti erlent 25.3.2009 09:05 Nikkei lækkaði lítillega Japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði um tæplega 0,1 prósent í morgun og voru það einkum bréf hátæknifyrirtækja sem lækkuðu í verði. Bréf banka og orkufyrirtækja í Asíu hækkuðu hins vegar mörg hver. Viðskipti erlent 25.3.2009 07:34 Goldman Sachs vill skila 1200 milljarða fjárveitingu frá ríkinu Forsvarsmenn Goldman Sachs sögðu í dag að þeir vonuðust til þess að 10 milljarða dala, eða tæplega 1200 milljarða króna, fjárveitingu frá ríkinu yrði skilað til baka svo fljótt sem auðið væri. Fjölmiðlar vestanhafs búast jafnvel við því að lánið verið endurgreitt í næsta mánuði. Viðskipti erlent 24.3.2009 23:17 Hlutabréf lækkuðu á Wall Street Helstu hlutabréfavísitölur á Wall Street lækkuðu í dag. Búist hafði verið við þessu enda varð mikil hækkun á mörkuðum i gær eftir að ríkisstjórnin hafði tilkynnt um aðgerðir til að hjálpa bönkunum. Dow Jones vísitalan lækkaði í dag um 1.49%, S&P 500 lækkaði um -2.02% og Nasdaq lækkaði um 2.44%. Viðskipti erlent 24.3.2009 21:03 Aeroflot keppir við Icelandair um kaupin á CSA Rússneska flugfélagið Aeroflot ætlar sér að bjóða í tékkneska ríkisflugfélagið Czech Airlines (CSA) og mun þar keppa meðal annars við Travel Service sem er dótturfélag Icelandair í Tékklandi. Viðskipti erlent 24.3.2009 15:48 Nýbúar halda fasteignamarkaði Kaupmannahafnar á floti Á vissum svæðum í Kaupmannahafnarborg eru það nýbúar sem standa á bakvið sjö af hverjum tíu fasteignakaupum. Að hluta til skýrist það af því að þeir lána hver öðrum fyrir kaupum á íbúðum eða húsum. Viðskipti erlent 24.3.2009 14:33 Arabískir olíusjeikar á flótta frá Las Vegas Vellauðugir olíusjeikar frá Dubai eru nú að koma sér undan því að fjárfesta áfram í stærsta hóteli og spilavíti Las Vegas borgar. Las Vegas hefur orðið illilega fyrir barðinu á fjármálakreppunni og viðskiptin þar eru ekki nema svipur hjá sjón m.v. fyrri ár. Viðskipti erlent 24.3.2009 13:17 Danir fjárfesta í gulli og silfri sem aldrei fyrr Hin mikla óvissa sem ríkt hefur á fjármálamörkuðum undanfarna mánuði gerir það nú að verkum að Danir fjárfesta í gulli og silfri sem aldrei fyrr. Gullkaup Dana á fyrstu mánuðum þessa árs eru um 40% meiri en á sama tíma í fyrra. Viðskipti erlent 24.3.2009 11:02 Grimsby hagnast á erfiðleikum Íslands Fisksalar í Grimsby brosa nú út að eyrum þar sem íslensk fiskiskip eru aftur byrjuð að sigla til þessarar sögufrægu hafnarborgar og selja þar afla sinn eftir 12 ára stopp. Viðskipti erlent 24.3.2009 10:39 Heimsmarkaðsverð á olíu skríður yfir 54 dollara Heimsmarkaðsverð á olíu skreið yfir 54 dollara á tunnuna í gærkvöldi í kjölfarið á mikilli uppsveiflu á mörkuðunum á Wall Street. Hækkun gekk síðan aðeins til baka í morgun er verðið lá í kringum 53,80 dollara. Viðskipti erlent 24.3.2009 10:10 Kröfur í þrotabú Glitnir Privatökonomi nema 700 milljónum Kröfur í þrotabú fyrrum fjármálaþjónustu Glitnis í Noregi, Glitnir Privatökonomi, nema nú yfir 40 milljónum norskra kr. eða yfir 700 milljónum kr. Viðskipti erlent 24.3.2009 09:56 Facebook fyrir 20.000 sterkefnuð svín Stofnandi vefsíðunnar Affluence.org lýsir henni sjálfur sem ...“Facebook fyrir sterkefnuð svín“. Um er að ræða vefsíðu þar sem meðlimir verða að eiga a.m.k. 60 milljónir kr. í handraðanum eða vera með árslaun sem nema hátt í 40 milljónum kr. Viðskipti erlent 24.3.2009 09:32 Hækkun á Asíumörkuðum Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun með aukinni trú fjárfesta á að nýjustu áætlanir Timothy Geitners, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, gangi upp. Viðskipti erlent 24.3.2009 08:10 Hæstu bónusarnir verða greiddir til baka Andrew Cuomo, saksóknari í New York fylki, segir að þeir fimmtán starfsmenn sem fengu hæstu bónusana frá bandaríska trygginga- og fjárfestingafélaginu AIG hafi samþykkt að skila þeim til baka. Um er að ræða 30 milljónir bandaríkjadala af þeim 165 sem félagið greiddi fyrr í þessum mánuði. Viðskipti erlent 23.3.2009 23:16 Salan á líkamsræktarstöðvum JJB Sports komin í uppnám Salan á líkamsræktarstöðvum JJB Sports er komin í uppnám þar sem milljarðamæringurinn Mike Ashley, eigandi Newcastle United, reynir nú hvað hann getur til að koma í veg fyrir söluna til Dave Whelan sem er eigandi Wigan Athletic keppinauta Newcastle, Wigan Athletic. Viðskipti erlent 23.3.2009 16:04 Innanbúðarmaður næsti bankastjóri FIH bankans Búið er að ganga frá ráðningu á nýjum bankastjóra FIH Bankans í Danmörku, en hann er í eigu Seðlabanka Íslands. Nýi bankastjórinn er Henrik Sjøgreen, 44 ára gamall innanbúðarmaður í bankanum. Viðskipti erlent 23.3.2009 10:28 Sænskt félag kaupir banka af Moderna Finans Sænska félagið Scribona Nordic hefur fest kaup á Banque Invik SA af Moderna Finans sem var í eigu Milestone. Banque Invik er einn stærsti einkabanki í Lúxemborg. Það er skilanefnd Glitnis sem selt hefur bankann. Viðskipti erlent 23.3.2009 09:31 Gengið frá ráðningu Singer á 35 starfsmönnum Teathers Um helgina var gengið frá ráðningu Singer Capital Markets á 35 starfsmönnum frá verðbréfamiðlunni Teathers. Við þetta tvöfaldast mannafli Singer. Viðskipti erlent 23.3.2009 08:53 Hlutabréf hækka á Asíumörkuðum Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun eftir því sem trú fjárfesta jókst, á að ríkisstjórnum álfunnar takist að koma lánastarfsemi banka í eðlilegt horf með hjálparaðgerðum sínum. Í Tókýó hækkuðu bréf Mitsubishi-bankans um tæplega fimm prósent og bréf ýmissa iðnfyrirtækja í Kína hækkuðu einnig, til dæmis hækkuðu bréf Angang-stálframleiðandans þar um 3,6 prósent. Viðskipti erlent 23.3.2009 07:35 Bermúda og Norðurlönd undirrita samning gegn skattsvikum Undirritaður verður samningur milli Norðurlanda og Bermúda í apríl um upplýsingaskipti vegna skattsvika og auk þess gerðir röð af viðskiptasamningum. Samningarnir um upplýsingaskipti eru liður í herferð aðilanna um að stöðva skattsvik. Viðskipti erlent 20.3.2009 14:47 Þrír Íslendingar segja sig úr stjórn Aurum Holdings Þrír Íslendingar, Þau Kristín Jóhannesdóttir, Pálmi Haraldsson og Pétur Már Halldórsson hafa sagt sig úr stjórn Aurum Holdings í Bretlandi. Fjórði maðurinn, sem var í stjórninni á vegum Baugs, Andras Szirtes, er einnig horfinn á brott. Viðskipti erlent 20.3.2009 13:04 Íslensk hjón í Noregi framleiða harðfiskflögur Íslensku hjónin Kristín Hafsteinsdóttir og Kristjón Bergmundsson á Sommaröy í Noregi hafa þróað og framleitt stökkar og örþunnar harðfiskflögur sem hvorki molna né lykta. Viðskipti erlent 20.3.2009 12:37 Evrópski seðlabankinn byggir upp risavaxinn varasjóð Evrópski seðlabankinn (ECB) er nú að byggja upp risavaxinn varasjóð sem hægt verður að greiða úr milljarða evra á innan 24 klukkustunda ef þörf er á. Viðskipti erlent 20.3.2009 11:24 Starfsmenn Wal-Mart fá 228 milljarða í bónusgreiðslur Vöruhúsakeðjan Wal-Mart í Bandaríkjunum hefur ákveðið að greiða 2 milljarða dollara eða 228 milljarða kr. í bónusgreiðslur sem skiptast jafnt milli allra starfsmanna keðjunnar. Viðskipti erlent 20.3.2009 10:54 Sænsk greifynja vill milljarða frá manni sínum í skilnaðarmáli Sænska greifynjan Marie Douglas-David hefur krafið eiginmann sinn um milljarð sænskra kr. eða um 14 milljarða kr. í skilnaðarmáli þeirra til þess að geta haldið lífsstíl sínum óbreyttum að hjónabandinu loknu. Viðskipti erlent 20.3.2009 10:11 Tekur fimm ár að gera upp starfsemi Straums í Danmörku Oscar Crohn forstjóri Straums í Danmörku telur að það taki um fimm ár að gera starfsemi bankans upp þar í landi og ganga frá öllum lausum endum. Viðskipti erlent 20.3.2009 09:20 Singer tekur við tæplega 40 starfsmönnum Teathers Reiknað er með að samruni Singer Capital Markets og verðbréfamiðlunarinnar Teathers verði tilkynntur síðar í dag. Singer mun taka við 35 til 40 starfsmönnum Teathers við samrunann eða um helmingi starfsmanna. Viðskipti erlent 20.3.2009 09:09 Bréf lækkuðu í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í morgun eftir mestu samfelldu hækkun síðan í ágúst 2007. Bankar og hátæknifyrirtæki lækkuðu mest og má sem dæmi nefna að kínverska fjarskiptafyrirtækið China Mobile lækkaði um rúmlega fjögur prósent. Eitthvað var þó um að bréf hækkuðu í verði, til dæmis bréf námufyrirtækisins Billington en þau hækkuðu um þrjú prósent. Viðskipti erlent 20.3.2009 07:26 Kaupþing yfirtekur hlut Stanfords í Mulberry Kaupþing banki í Lúxemborg, dótturfyrirtæki Kaupþings á Íslandi, hefur tekið yfir 25,4% hlut Kevin Stanford í töskufyrirtækinu Mulberry. Viðskipti erlent 19.3.2009 18:02 Ál og aðrir málmar í uppsveiflu á mörkuðum Ál og aðrir málmar hafa verið í töluverðri uppsveiflu á mörkuðum í dag. Viðskipti erlent 19.3.2009 15:12 « ‹ 314 315 316 317 318 319 320 321 322 … 334 ›
Verður að draga úr væntingum um söluverðið á Actavis Björgólfur Thor Björgólfsson er neyddur til að draga úr væntingum sínum um söluverðið á Actavis. Upphaflega taldi Björgólfur að hann gæti gengið 7,5 milljarða evra, eða um 1.200 milljarða kr. fyrir félagið en samkvæmt frétt á Reuters eru 5 milljarðar evra raunhæfari tala í dag m.v. markaðsaðstæður. Viðskipti erlent 25.3.2009 09:05
Nikkei lækkaði lítillega Japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði um tæplega 0,1 prósent í morgun og voru það einkum bréf hátæknifyrirtækja sem lækkuðu í verði. Bréf banka og orkufyrirtækja í Asíu hækkuðu hins vegar mörg hver. Viðskipti erlent 25.3.2009 07:34
Goldman Sachs vill skila 1200 milljarða fjárveitingu frá ríkinu Forsvarsmenn Goldman Sachs sögðu í dag að þeir vonuðust til þess að 10 milljarða dala, eða tæplega 1200 milljarða króna, fjárveitingu frá ríkinu yrði skilað til baka svo fljótt sem auðið væri. Fjölmiðlar vestanhafs búast jafnvel við því að lánið verið endurgreitt í næsta mánuði. Viðskipti erlent 24.3.2009 23:17
Hlutabréf lækkuðu á Wall Street Helstu hlutabréfavísitölur á Wall Street lækkuðu í dag. Búist hafði verið við þessu enda varð mikil hækkun á mörkuðum i gær eftir að ríkisstjórnin hafði tilkynnt um aðgerðir til að hjálpa bönkunum. Dow Jones vísitalan lækkaði í dag um 1.49%, S&P 500 lækkaði um -2.02% og Nasdaq lækkaði um 2.44%. Viðskipti erlent 24.3.2009 21:03
Aeroflot keppir við Icelandair um kaupin á CSA Rússneska flugfélagið Aeroflot ætlar sér að bjóða í tékkneska ríkisflugfélagið Czech Airlines (CSA) og mun þar keppa meðal annars við Travel Service sem er dótturfélag Icelandair í Tékklandi. Viðskipti erlent 24.3.2009 15:48
Nýbúar halda fasteignamarkaði Kaupmannahafnar á floti Á vissum svæðum í Kaupmannahafnarborg eru það nýbúar sem standa á bakvið sjö af hverjum tíu fasteignakaupum. Að hluta til skýrist það af því að þeir lána hver öðrum fyrir kaupum á íbúðum eða húsum. Viðskipti erlent 24.3.2009 14:33
Arabískir olíusjeikar á flótta frá Las Vegas Vellauðugir olíusjeikar frá Dubai eru nú að koma sér undan því að fjárfesta áfram í stærsta hóteli og spilavíti Las Vegas borgar. Las Vegas hefur orðið illilega fyrir barðinu á fjármálakreppunni og viðskiptin þar eru ekki nema svipur hjá sjón m.v. fyrri ár. Viðskipti erlent 24.3.2009 13:17
Danir fjárfesta í gulli og silfri sem aldrei fyrr Hin mikla óvissa sem ríkt hefur á fjármálamörkuðum undanfarna mánuði gerir það nú að verkum að Danir fjárfesta í gulli og silfri sem aldrei fyrr. Gullkaup Dana á fyrstu mánuðum þessa árs eru um 40% meiri en á sama tíma í fyrra. Viðskipti erlent 24.3.2009 11:02
Grimsby hagnast á erfiðleikum Íslands Fisksalar í Grimsby brosa nú út að eyrum þar sem íslensk fiskiskip eru aftur byrjuð að sigla til þessarar sögufrægu hafnarborgar og selja þar afla sinn eftir 12 ára stopp. Viðskipti erlent 24.3.2009 10:39
Heimsmarkaðsverð á olíu skríður yfir 54 dollara Heimsmarkaðsverð á olíu skreið yfir 54 dollara á tunnuna í gærkvöldi í kjölfarið á mikilli uppsveiflu á mörkuðunum á Wall Street. Hækkun gekk síðan aðeins til baka í morgun er verðið lá í kringum 53,80 dollara. Viðskipti erlent 24.3.2009 10:10
Kröfur í þrotabú Glitnir Privatökonomi nema 700 milljónum Kröfur í þrotabú fyrrum fjármálaþjónustu Glitnis í Noregi, Glitnir Privatökonomi, nema nú yfir 40 milljónum norskra kr. eða yfir 700 milljónum kr. Viðskipti erlent 24.3.2009 09:56
Facebook fyrir 20.000 sterkefnuð svín Stofnandi vefsíðunnar Affluence.org lýsir henni sjálfur sem ...“Facebook fyrir sterkefnuð svín“. Um er að ræða vefsíðu þar sem meðlimir verða að eiga a.m.k. 60 milljónir kr. í handraðanum eða vera með árslaun sem nema hátt í 40 milljónum kr. Viðskipti erlent 24.3.2009 09:32
Hækkun á Asíumörkuðum Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun með aukinni trú fjárfesta á að nýjustu áætlanir Timothy Geitners, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, gangi upp. Viðskipti erlent 24.3.2009 08:10
Hæstu bónusarnir verða greiddir til baka Andrew Cuomo, saksóknari í New York fylki, segir að þeir fimmtán starfsmenn sem fengu hæstu bónusana frá bandaríska trygginga- og fjárfestingafélaginu AIG hafi samþykkt að skila þeim til baka. Um er að ræða 30 milljónir bandaríkjadala af þeim 165 sem félagið greiddi fyrr í þessum mánuði. Viðskipti erlent 23.3.2009 23:16
Salan á líkamsræktarstöðvum JJB Sports komin í uppnám Salan á líkamsræktarstöðvum JJB Sports er komin í uppnám þar sem milljarðamæringurinn Mike Ashley, eigandi Newcastle United, reynir nú hvað hann getur til að koma í veg fyrir söluna til Dave Whelan sem er eigandi Wigan Athletic keppinauta Newcastle, Wigan Athletic. Viðskipti erlent 23.3.2009 16:04
Innanbúðarmaður næsti bankastjóri FIH bankans Búið er að ganga frá ráðningu á nýjum bankastjóra FIH Bankans í Danmörku, en hann er í eigu Seðlabanka Íslands. Nýi bankastjórinn er Henrik Sjøgreen, 44 ára gamall innanbúðarmaður í bankanum. Viðskipti erlent 23.3.2009 10:28
Sænskt félag kaupir banka af Moderna Finans Sænska félagið Scribona Nordic hefur fest kaup á Banque Invik SA af Moderna Finans sem var í eigu Milestone. Banque Invik er einn stærsti einkabanki í Lúxemborg. Það er skilanefnd Glitnis sem selt hefur bankann. Viðskipti erlent 23.3.2009 09:31
Gengið frá ráðningu Singer á 35 starfsmönnum Teathers Um helgina var gengið frá ráðningu Singer Capital Markets á 35 starfsmönnum frá verðbréfamiðlunni Teathers. Við þetta tvöfaldast mannafli Singer. Viðskipti erlent 23.3.2009 08:53
Hlutabréf hækka á Asíumörkuðum Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun eftir því sem trú fjárfesta jókst, á að ríkisstjórnum álfunnar takist að koma lánastarfsemi banka í eðlilegt horf með hjálparaðgerðum sínum. Í Tókýó hækkuðu bréf Mitsubishi-bankans um tæplega fimm prósent og bréf ýmissa iðnfyrirtækja í Kína hækkuðu einnig, til dæmis hækkuðu bréf Angang-stálframleiðandans þar um 3,6 prósent. Viðskipti erlent 23.3.2009 07:35
Bermúda og Norðurlönd undirrita samning gegn skattsvikum Undirritaður verður samningur milli Norðurlanda og Bermúda í apríl um upplýsingaskipti vegna skattsvika og auk þess gerðir röð af viðskiptasamningum. Samningarnir um upplýsingaskipti eru liður í herferð aðilanna um að stöðva skattsvik. Viðskipti erlent 20.3.2009 14:47
Þrír Íslendingar segja sig úr stjórn Aurum Holdings Þrír Íslendingar, Þau Kristín Jóhannesdóttir, Pálmi Haraldsson og Pétur Már Halldórsson hafa sagt sig úr stjórn Aurum Holdings í Bretlandi. Fjórði maðurinn, sem var í stjórninni á vegum Baugs, Andras Szirtes, er einnig horfinn á brott. Viðskipti erlent 20.3.2009 13:04
Íslensk hjón í Noregi framleiða harðfiskflögur Íslensku hjónin Kristín Hafsteinsdóttir og Kristjón Bergmundsson á Sommaröy í Noregi hafa þróað og framleitt stökkar og örþunnar harðfiskflögur sem hvorki molna né lykta. Viðskipti erlent 20.3.2009 12:37
Evrópski seðlabankinn byggir upp risavaxinn varasjóð Evrópski seðlabankinn (ECB) er nú að byggja upp risavaxinn varasjóð sem hægt verður að greiða úr milljarða evra á innan 24 klukkustunda ef þörf er á. Viðskipti erlent 20.3.2009 11:24
Starfsmenn Wal-Mart fá 228 milljarða í bónusgreiðslur Vöruhúsakeðjan Wal-Mart í Bandaríkjunum hefur ákveðið að greiða 2 milljarða dollara eða 228 milljarða kr. í bónusgreiðslur sem skiptast jafnt milli allra starfsmanna keðjunnar. Viðskipti erlent 20.3.2009 10:54
Sænsk greifynja vill milljarða frá manni sínum í skilnaðarmáli Sænska greifynjan Marie Douglas-David hefur krafið eiginmann sinn um milljarð sænskra kr. eða um 14 milljarða kr. í skilnaðarmáli þeirra til þess að geta haldið lífsstíl sínum óbreyttum að hjónabandinu loknu. Viðskipti erlent 20.3.2009 10:11
Tekur fimm ár að gera upp starfsemi Straums í Danmörku Oscar Crohn forstjóri Straums í Danmörku telur að það taki um fimm ár að gera starfsemi bankans upp þar í landi og ganga frá öllum lausum endum. Viðskipti erlent 20.3.2009 09:20
Singer tekur við tæplega 40 starfsmönnum Teathers Reiknað er með að samruni Singer Capital Markets og verðbréfamiðlunarinnar Teathers verði tilkynntur síðar í dag. Singer mun taka við 35 til 40 starfsmönnum Teathers við samrunann eða um helmingi starfsmanna. Viðskipti erlent 20.3.2009 09:09
Bréf lækkuðu í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í morgun eftir mestu samfelldu hækkun síðan í ágúst 2007. Bankar og hátæknifyrirtæki lækkuðu mest og má sem dæmi nefna að kínverska fjarskiptafyrirtækið China Mobile lækkaði um rúmlega fjögur prósent. Eitthvað var þó um að bréf hækkuðu í verði, til dæmis bréf námufyrirtækisins Billington en þau hækkuðu um þrjú prósent. Viðskipti erlent 20.3.2009 07:26
Kaupþing yfirtekur hlut Stanfords í Mulberry Kaupþing banki í Lúxemborg, dótturfyrirtæki Kaupþings á Íslandi, hefur tekið yfir 25,4% hlut Kevin Stanford í töskufyrirtækinu Mulberry. Viðskipti erlent 19.3.2009 18:02
Ál og aðrir málmar í uppsveiflu á mörkuðum Ál og aðrir málmar hafa verið í töluverðri uppsveiflu á mörkuðum í dag. Viðskipti erlent 19.3.2009 15:12