Viðskipti erlent

Blankfein fær ekki bónusinn strax

Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hefur ákveðið að fresta því að greiða fyrrverandi bankastjóranum Lloyd Blankfein og tveimur öðrum fyrrverandi stjórnendum bankans bónusa vegna rannsóknar yfirvalda á fjármálahneykslinu í kringum fjárfestingarsjóðinn 1MDB.

Viðskipti erlent

Norwegian færðist of mikið í fang

Greinendur telja að stjórnendur lággjaldaflugfélagsins Norwegian hafi lagt of ríka áherslu á vöxt. Félagið hafi færst of mikið í fang. Ekki eru allir sannfærðir um að milljarða króna innspýting inn í félagið muni duga til.

Viðskipti erlent

Kínverskur risi í klandri

Bandaríkin standa fyrir samstilltu átaki gegn kínverska tæknirisanum Huawei. Kínverjarnir eru sakaðir um njósnir fyrir hið opinbera, brot á viðskiptaþvingunum og hugverkaþjófnað. Þeir neita þó alfarið sök og stjórnvöld í Kína segja málið einfaldlega pólitískt. Það kemur á versta tíma fyrir Huawei sem tekur nú þátt í 5G-bylgjunni.

Viðskipti erlent

Andar köldu á milli Apple og Facebook

Það er stirt á milli þeirra Tims Cook og Marks Zuckerberg. Þeir hafa deilt lengi um söfnun persónulegra upplýsinga. Facebook er nú í klandri fyrir að brjóta gegn skilmálum samkomulags við Apple með meintu njósnaappi.

Viðskipti erlent

Setja kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu

Vodafone Group hefur sett kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þá hefur BT Group fjarlægt búnað Huawei úr farsímakerfum sínum í Bretlandi.

Viðskipti erlent

Apple selur færri iPhone

Tekjur Apple vegna sölu iPhone síma drógust saman um 15 prósent á síðasta en þrátt fyrir að tekjur af símasölu hafi dregist saman jukust tekjur fyrirtækisins af öðrum tækjum og þjónustu um 19 prósent.

Viðskipti erlent

Norwegian aflar sér ríflega 40 milljarða

Forsvarsmenn Norwegian Air Shuttle tilkynntu í gær að til stæði að auka hlutafé flugfélagsins um þrjá milljarða norskra króna, jafnvirði um 42 milljarða íslenskra króna, til þess að skjóta styrkari stoðum undir fjárhag félagsins.

Viðskipti erlent

Mektardagar vogunarsjóða eru að baki

Þriðja árið í röð sem fleiri vogunarsjóðum er lokað en er hleypt af stokkunum. Ávöxtun vogunarsjóða hefur farið stiglækkandi. Þóknanir hafa lækkað. Efnaðir sjóðsstjórar stýra í ríkari mæli einungis eigin fjármunum en tilhugsunin um ríkulegar greiðslur heilla henn.

Viðskipti erlent