Allt stefnir í verkfall hjá flugmönnum British Airways Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. júlí 2019 12:25 British Airways flýgur fimm sinnum í viku til Íslands yfir vor- og sumarmánuðina. Vísir/getty Útlit er fyrir að flugmenn í Flugmannafélagi British Airways (BALPA) muni fara í verkfall síðar í sumar eftir að áfrýjunardómstóll í Bretlandi hafnaði í dag beiðni flugfélagsins um að setja lögbann á fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. BBC greinir frá. Þann 22. júlí síðastliðinn samþykkti meirihluti félagsmanna að farið yrði í verkfall eftir að þriggja daga kjarasamningaviðræður fóru út um þúfur. Flugmönnunum bauðst 11,5 prósent launahækkun yfir þriggja ára tímabili. Félagsmenn í öðrum flugmannasamtökum sem voru í samfloti með BALPA í viðræðunum tóku tilboðinu. Forsvarsmenn BALPA höfnuðu því hins vegar með þeim rökum að félagsmenn ættu skilið hærri launahækkun sökum góðrar afkomu flugfélagsins. Eftir að félagsmenn samþykktu að farið yrði í verkfall reyndi British Airways að fá lögbann á verkfallsaðgerðir, án árangurs og því lítið sem ekkert sem stendur í vegi fyrir því að flugmenn samtakanna fari í verkfall. Tilkynna þarf þó dagsetningar fyrirhugaðra verkfallsaðgerða með 14 daga fyrirvara og enn sem komið er hefur tilkynning um verkfall ekki borist British Airways. Því er ekki víst hvenær verkfallsaðgerðir hefjast, verði af þeim. Búist er þó við því að það verði í ágúst sem er einn mikilvægasti mánuðurinn í rekstri British Airways, enda fjölmargir á ferð og flugi í tengslum við sumarfrí og annað. Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Metsekt vegna gagnaleka hjá British Airways Tölvuþrjótar stálu persónuupplýsingum um hálfrar milljónar farþega breska flugfélagsins. 8. júlí 2019 08:36 Airbus vill fá að bjóða í fyrirhugaða risapöntun IAG ætlaða Boeing Christian Scherer, sölustjóri Airbus, segir að flugvélaframleiðandinn hafi mikinn áhuga á því að fá að bjóða í stóra flugvélapöntun evrópsku flugfélagasamstæðunnar IAG, sem tilkynnti í vikunni að það hafi skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á 200 Boeing 737 MAX flugvélum. 20. júní 2019 23:30 British Airways fækkar ferðum til Íslands í vetur Á komandi vetri verða ferðirnar sjö á viku yfir alla vetrarmánuðina. 26. júlí 2019 15:59 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Útlit er fyrir að flugmenn í Flugmannafélagi British Airways (BALPA) muni fara í verkfall síðar í sumar eftir að áfrýjunardómstóll í Bretlandi hafnaði í dag beiðni flugfélagsins um að setja lögbann á fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. BBC greinir frá. Þann 22. júlí síðastliðinn samþykkti meirihluti félagsmanna að farið yrði í verkfall eftir að þriggja daga kjarasamningaviðræður fóru út um þúfur. Flugmönnunum bauðst 11,5 prósent launahækkun yfir þriggja ára tímabili. Félagsmenn í öðrum flugmannasamtökum sem voru í samfloti með BALPA í viðræðunum tóku tilboðinu. Forsvarsmenn BALPA höfnuðu því hins vegar með þeim rökum að félagsmenn ættu skilið hærri launahækkun sökum góðrar afkomu flugfélagsins. Eftir að félagsmenn samþykktu að farið yrði í verkfall reyndi British Airways að fá lögbann á verkfallsaðgerðir, án árangurs og því lítið sem ekkert sem stendur í vegi fyrir því að flugmenn samtakanna fari í verkfall. Tilkynna þarf þó dagsetningar fyrirhugaðra verkfallsaðgerða með 14 daga fyrirvara og enn sem komið er hefur tilkynning um verkfall ekki borist British Airways. Því er ekki víst hvenær verkfallsaðgerðir hefjast, verði af þeim. Búist er þó við því að það verði í ágúst sem er einn mikilvægasti mánuðurinn í rekstri British Airways, enda fjölmargir á ferð og flugi í tengslum við sumarfrí og annað.
Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Metsekt vegna gagnaleka hjá British Airways Tölvuþrjótar stálu persónuupplýsingum um hálfrar milljónar farþega breska flugfélagsins. 8. júlí 2019 08:36 Airbus vill fá að bjóða í fyrirhugaða risapöntun IAG ætlaða Boeing Christian Scherer, sölustjóri Airbus, segir að flugvélaframleiðandinn hafi mikinn áhuga á því að fá að bjóða í stóra flugvélapöntun evrópsku flugfélagasamstæðunnar IAG, sem tilkynnti í vikunni að það hafi skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á 200 Boeing 737 MAX flugvélum. 20. júní 2019 23:30 British Airways fækkar ferðum til Íslands í vetur Á komandi vetri verða ferðirnar sjö á viku yfir alla vetrarmánuðina. 26. júlí 2019 15:59 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Metsekt vegna gagnaleka hjá British Airways Tölvuþrjótar stálu persónuupplýsingum um hálfrar milljónar farþega breska flugfélagsins. 8. júlí 2019 08:36
Airbus vill fá að bjóða í fyrirhugaða risapöntun IAG ætlaða Boeing Christian Scherer, sölustjóri Airbus, segir að flugvélaframleiðandinn hafi mikinn áhuga á því að fá að bjóða í stóra flugvélapöntun evrópsku flugfélagasamstæðunnar IAG, sem tilkynnti í vikunni að það hafi skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á 200 Boeing 737 MAX flugvélum. 20. júní 2019 23:30
British Airways fækkar ferðum til Íslands í vetur Á komandi vetri verða ferðirnar sjö á viku yfir alla vetrarmánuðina. 26. júlí 2019 15:59