Viðskipti innlent

Segja Orkuveituna skulda notendum milljarða króna

Stjórn Neytendasamtakanna sakar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að hafa innheimt vatnsgjöld umfram það sem lög leyfi sem nemi milljörðum króna undanfarin ár. Álykta samtökin þetta á grundvelli þess að OR hafi verið óheimilt að greiða eigendum sínum út arð.

Viðskipti innlent

Geta lent á vegg við endurfjármögnun

Skert samkeppnishæfni bankanna dregur úr áhrifum vaxtalækkana Seðlabankans. Ný útlán til fyrirtækja hafa dregist saman á árinu. Bitnar á fyrirtækjum sem hafa ekki aðra valkosti við fjármögnun en bankalán. Fyrirtækjalánasafn Arion minnkar hratt.

Viðskipti innlent

Aurum selur skart í House of Fraser

Selja íslenska hönnun í fimm stórverslunum House of Fraser. Munu opna í tveimur öðrum stórverslunum eftir áramót. Stjórnendur Aurum vilja stíga varfærin skref í vextinum. Aurum hóf að sækja á Bretland fyrir fimm árum. Skartgripamerkið verður tvítugt í ár.

Viðskipti innlent

Minni hagsmunum fórnað fyrir meiri

Hagsmunaaðilar hafa ólíka sýn á fyrirhugaðar breytingar á samkeppnislöggjöfinni. Heimild Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurði áfrýjunarnefndar til dómstóla er stærsta deiluefnið. Samkeppniseftirlitið ekki mótfallið sjálfsmati fyrirtækja á samstarfi en Gylfi Magnússon gagnrýnir það harðlega.

Viðskipti innlent

Áhugi erlendra fjárfesta glæðist á ný

Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða, segir eftirsóknarvert fyrir erlenda fjárfesta að leggja fé í íslensk verðbréf. Fylgni íslenska markaðarins við hinn alþjóðlega sé lítil. Fossar markaðir stefna á að halda fjárfestadag beggja vegna Atlantshafsins einu sinni á ári.

Viðskipti innlent