Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2021 11:25 Kvöldfréttatími Stöðvar 2 verður aðeins aðgengilegur áskrifendum frá og með 18. janúar. Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Sýn, eiganda Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, að kvöldfréttir Stöðvar 2 hafi í 34 ár, frá upphafsárinu 1986, verið hluti af daglegu lífi þjóðarinnar. Á þessum tíma hafi umhverfi fjölmiðla tekið miklum breytingum. Í því samhengi má nefna breytt auglýsingaumhverfi þar sem sífellt stærri hluti fer til erlendra stórfyrirtækja á borð við Google og Facebook. „Stöð 2 hefur verið leiðandi og ætlar sér að vera það áfram. Frá og með 18. janúar verða kvöldfréttir Stöðvar 2 aðeins aðgengilegar áskrifendum og þannig verður grundvöllur fréttastofu Stöðvar 2 tryggður til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Kvöldfréttatíminn verður áfram sendur út í beinni útsendingu á Bylgjunni og birtist í formi myndbrota á Vísi eftir að útsendingu lýkur á Stöð 2. Stöð 2 hefur haldið úti fréttum frá 9. október 1986 og hér að neðan má sjá fyrstu fréttina sem fjallaði um leiðtogafundinn í Höfða. Áfram öflug fréttaþjónusta í sjónvarpi „Þetta er sóknaraðgerð. Með þessari aðgerð erum við að tryggja fréttastofuna enn frekar í sessi,“ segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn. „Við erum þess fullviss að með stuðningi áskrifenda skapist forsendur til að standa vörð um öfluga fréttaþjónustu og framleiðslu innlends efnis. Á síðasta ári framleiddi Stöð 2 alls 48 íslenskar þáttaraðir og viðburði sem er gríðarleg aukning frá fyrri árum. Við höldum ótrauð áfram á sömu braut og kynnum á sama tíma fleiri viðskiptavini fyrir Stöð2+, stærstu efnisveitu landsins með íslenskt efni, á áður óþekktu verði,“ segir Þórhallur. Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segir breytingarnar gera fréttastofunni kleift að standa vörð um öfluga fréttaþjónustu í sjónvarpi. „Breyttar aðstæður kalla á nýjar áherslur í fjölmiðlun en það sem breytist ekki er áhersla okkar á traust, vandvirkni og nálægð við fólk. Fréttastofan verður því áfram leiðandi í miðlun frétta – á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni,“ segir Þórir. Stöð 2+ fylgir áskrift að Stöð 2 Í fréttatilkynningunni frá Sýn segir að áskrift að Stöð 2 fylgi framvegis aðgangur að Stöð 2+ (áður Maraþon) á 7.990 krónur á mánuði en Stöð2+ er stærsta efnisveita landsins með íslenskt efni. Hægt verði að tryggja sér áskrift frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 12. janúar. Á sama tíma verði breyting á áskriftarskilmálum sem felst í því að engin binding sé á áskriftum umfram líðandi mánuð. Óhætt er að segja að gengið hafi á ýmsu þegar Stöð 2 var komið á laggirnar árið 1986 eins og rakið var í heimildarþáttunum Ljósvakavíkingarnir, sem eru aðgengilegir á Vísi. Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Sjá meira
Fram kemur í fréttatilkynningu frá Sýn, eiganda Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, að kvöldfréttir Stöðvar 2 hafi í 34 ár, frá upphafsárinu 1986, verið hluti af daglegu lífi þjóðarinnar. Á þessum tíma hafi umhverfi fjölmiðla tekið miklum breytingum. Í því samhengi má nefna breytt auglýsingaumhverfi þar sem sífellt stærri hluti fer til erlendra stórfyrirtækja á borð við Google og Facebook. „Stöð 2 hefur verið leiðandi og ætlar sér að vera það áfram. Frá og með 18. janúar verða kvöldfréttir Stöðvar 2 aðeins aðgengilegar áskrifendum og þannig verður grundvöllur fréttastofu Stöðvar 2 tryggður til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Kvöldfréttatíminn verður áfram sendur út í beinni útsendingu á Bylgjunni og birtist í formi myndbrota á Vísi eftir að útsendingu lýkur á Stöð 2. Stöð 2 hefur haldið úti fréttum frá 9. október 1986 og hér að neðan má sjá fyrstu fréttina sem fjallaði um leiðtogafundinn í Höfða. Áfram öflug fréttaþjónusta í sjónvarpi „Þetta er sóknaraðgerð. Með þessari aðgerð erum við að tryggja fréttastofuna enn frekar í sessi,“ segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn. „Við erum þess fullviss að með stuðningi áskrifenda skapist forsendur til að standa vörð um öfluga fréttaþjónustu og framleiðslu innlends efnis. Á síðasta ári framleiddi Stöð 2 alls 48 íslenskar þáttaraðir og viðburði sem er gríðarleg aukning frá fyrri árum. Við höldum ótrauð áfram á sömu braut og kynnum á sama tíma fleiri viðskiptavini fyrir Stöð2+, stærstu efnisveitu landsins með íslenskt efni, á áður óþekktu verði,“ segir Þórhallur. Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segir breytingarnar gera fréttastofunni kleift að standa vörð um öfluga fréttaþjónustu í sjónvarpi. „Breyttar aðstæður kalla á nýjar áherslur í fjölmiðlun en það sem breytist ekki er áhersla okkar á traust, vandvirkni og nálægð við fólk. Fréttastofan verður því áfram leiðandi í miðlun frétta – á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni,“ segir Þórir. Stöð 2+ fylgir áskrift að Stöð 2 Í fréttatilkynningunni frá Sýn segir að áskrift að Stöð 2 fylgi framvegis aðgangur að Stöð 2+ (áður Maraþon) á 7.990 krónur á mánuði en Stöð2+ er stærsta efnisveita landsins með íslenskt efni. Hægt verði að tryggja sér áskrift frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 12. janúar. Á sama tíma verði breyting á áskriftarskilmálum sem felst í því að engin binding sé á áskriftum umfram líðandi mánuð. Óhætt er að segja að gengið hafi á ýmsu þegar Stöð 2 var komið á laggirnar árið 1986 eins og rakið var í heimildarþáttunum Ljósvakavíkingarnir, sem eru aðgengilegir á Vísi.
Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Sjá meira