Viðskipti innlent Fabrikkunni á Höfðatorgi lokað í dag Rekstraraðilar Hamborgarafabrikkunnar hafa ákveðið að loka veitingastað sínum á Höfðatorgi í dag og grípa til sóttvarnarráðstafana vegna mögulegrar nóróveirusýkingar á staðnum. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Fabrikkunnar í samtali við Vísi. Viðskipti innlent 14.7.2023 11:23 Fabrikkan í Kringlunni opin á ný Hamborgarafabrikkan í Kringlunni opnaði aftur í gær eftir að hafa lokað um stund eftir að hátt í hundrað tilkynningar bárust heilbrigðiseftirliti vegna mögulegrar nóróveirusmita. Framkvæmdastjóri segir sólahringsvinnu hafa falist í því að sótthreinsa staðinn og henda matvælum. Heilbrigðiseftirlitið segir rannsókn á uppruna veikindanna enn standa yfir. Viðskipti innlent 14.7.2023 07:22 Festi undirritaði samning um kaup á Lyfju Samningur um kaup smásölufyrirtækisins Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður í dag. Í kaupunum er heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna en endanlegt heildarvirði og kaupverð mun ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Viðskipti innlent 13.7.2023 18:10 Icelandair flýgur til Innsbruck næsta vetur Icelandair hefur bætt nýjum skíðaáfangastað við áætlun sína næsta vetur, borginni Innsbruck í Austurríki. Flogið verður frá 27. janúar til 2. mars. Viðskipti innlent 12.7.2023 15:46 „Endaði þannig að Davíð Oddsson borgaði bara skipið“ Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi og fyrrverandi forstjóri N1, segist aldrei hafa litið Norðmenn sömu augum eftir að Ísland varð næstum því olíulaust í nokkrar vikur skömmu eftir bankahrun á Íslandi árið 2008 þegar norska olíufyrirtækið Statoil neitaði N1 um 60 daga greiðslufrest. Viðskipti innlent 12.7.2023 08:38 Samkomulag um áframhaldandi uppbyggingu Arctic Fish á Vestfjörðum Arctic Fish ehf. hefur undirritað samkomulag um 25 milljarða króna endurfjármögnun á félaginu með sambankaláni DNB, Danske Bank, Nordea og Rabobank. Um er að ræða lánasamning til þriggja ára með möguleika á framlengingu. Fjármagnið verður notað til uppgreiðslu núverandi lána og fjármögnunar áframhaldandi vexti félagsins. Viðskipti innlent 10.7.2023 16:41 Gríðarlegur halli á vöruviðskiptum í júní Vöruviðskipti við útlönd voru óhagstæð um 43,1 milljarð króna í júní. Það er 25,3 milljarða króna meiri halli en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 10.7.2023 14:49 Domino´s gerir samning við Apparatus um Domino's appið Domino's á Íslandi hefur samið við hið nýstofnaða hugbúnaðarfyrirtæki Apparatus um þróun og rekstur apps Domino's. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 10.7.2023 10:57 Fjarskiptatruflanir á Austfjörðum Upp kom bilun í fjarskiptabúnaði Mílu á Fáskrúðsfirði sem hafði áhrif á fjarskipti á sunnanverðum Austfjörðum, á Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og svæðum þar í kring. Viðskipti innlent 8.7.2023 12:52 Rannsókn á dótturfélagi Eimskips lokið Danska samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hætta rannsókn sinni í máli Atlantic Trucking, sem er danskt dótturfélag í eigu Eimskipafélags Íslands. Húsleit var gerð hjá félaginu í júní á síðasta ári. Viðskipti innlent 7.7.2023 15:14 Helga ráðin skrifstofustjóri íþróttaborgarinnar Helga Friðriksdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri íþróttaborgarinnar á menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar. Nær fimmtíu umsóknir til starfsins bárust. Viðskipti innlent 7.7.2023 13:29 Biðjast afsökunar á auglýsingum Olís sem teknar hafa verið úr birtingu Auglýsingar á vegum Olís hafa vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum í dag en einhverjir telja að lesa megi óheppilegt myndmál úr þeim sem minni á hryðjuverkaárásir í New York þann 11. september árið 2001 þar sem flugvélum var flogið inn í tvíburaturnana í World Trade Center. Framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar\TBWA biðst afsökunar vegna málsins og segir herferðina hafa verið tekna úr birtingu. Viðskipti innlent 7.7.2023 13:16 Fá sekt vegna dulinna auglýsinga Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn hf. vegna dulinna auglýsinga í innslögum í raunveruleikaþáttunum LXS sem sýndir voru á Stöð 2 og Stöð 2+. Dagskrárstjóri Stöðvar 2 segir fyrirtækið ekki hafa fengið greitt fyrir neinar auglýsingar sem sektað er fyrir. Raunveruleikasjónvarp sé þess eðlis að vörumerki birtist í þáttunum án þess að um kostaða auglýsingu sé að ræða. Viðskipti innlent 7.7.2023 13:07 „Enn annar metmánuðurinn hjá Play“ Flugfélagið Play flutti 160.979 farþega í júnímánuði, sem er langmesti farþegafjöldi sem fluttur hefur verið á einum mánuði hjá félaginu. Viðskipti innlent 7.7.2023 09:51 Samkeppniseftirlitið vill ekki fella niður sátt við Símann Samkeppniseftirlitið telur ekki að sala Símans á Mílu og breyttar markaðsaðstæður Símans réttlæti það að sátt, sem gerð var árið 2013 verði felld úr gildi. Sáttin felur meðal annars í sér aðskilnað heild- og smásölu Símans og bann við samkeppnishamlandi samningum. Viðskipti innlent 7.7.2023 08:56 Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 7.7.2023 08:20 Bein útsending: Kynna söluna á Kerecis Lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur boðað til upplýsingafundar á Ísafirði sem hefst klukkan 9:00. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. Viðskipti innlent 7.7.2023 08:01 Risa yfirtökutilboð liggur fyrir í Kerecis Yfirtökutilboð liggur fyrir í allt hlutafé ísfirska fyrirtækisins Kerecis, sem framleiðir sáraroð úr þorski. Þetta kemur fram í tilkynningum tryggingafélaganna Sjóvár og VÍS til kauphallarinnar. Viðskipti innlent 6.7.2023 23:33 Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. Viðskipti innlent 6.7.2023 23:20 Fréttirnar séu „mestmegnis slúður og hrein ósannindi“ Helgi Magnússon, stjórnarformaður Hofgarða og stærsti kröfuhafinn í þrotabú Torgs sem gaf meðal annars út Fréttablaðið, gerir alvarlegar athugasemdir við frétt Mbl.is um skipti í þrotabúinu og segir hana í stórum dráttum ranga og villandi. Viðskipti innlent 6.7.2023 15:08 Icelandair gengur frá pöntun á allt að 25 Airbus A321XLR þotum Icelandair og Airbus hafa undirritað samning um kaup flugfélagsins á þrettán langdrægum Airbus A321XLR farþegaþotum og kauprétt á tólf slíkum til viðbótar. Samnningurinn kemur í kjölfar viljayfirlýsingar þess efnis sem gefin var út í apríl síðastliðnum. Áætlað er að afhending hefjist árið 2029 en kaupverð er trúnaðarmál milli samningsaðila. Viðskipti innlent 6.7.2023 12:05 Sætanýtingin 86 prósent en stundvísin undir markmiðum Heildarfjöldi farþega Icelandair var 519 þúsund í nýliðnum júnímánuði, 20 prósent fleiri en í júní í fyrra þegar farþegar voru 431 þúsund. Samtals hafa 1,8 milljónir farþega ferðast með félaginu á fyrri helmingi ársins, 31 prósent fleiri en á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 6.7.2023 09:00 Skiptastjóri skoði að rifta samningi Helga Skiptastjóri þrotabús Torgs, sem gaf út Fréttablaðið, er með það til skoðunar hvort ástæða sé til að rifta samningi félagsins við félag Helga Magnússonar, þegar dv.is og aðrar eignir Torgs voru keyptar af félagi í hans eigu. Viðskipti innlent 6.7.2023 07:36 Íslendingar kvarti en ferðamönnum sé nokkuð sama Hótelrekendur eru alsælir með sumarið fram að þessu og ánægðir með að hafa náð vopnum sínum á ný eftir erfiðan heimsfaraldur. Fjöldi gistinátta í maí sló öll fyrri met samkvæmt tölum Hagstofunnar og Hagfræðideild Landsbankans spáir því að fjöldi erlendra ferðamanna geti náð yfir 2,1 milljón í ár. Gangi sú spá eftir mun 2023 taka við af árinu 2019 sem næst stærsta ferðamannaár Íslandssögunnar. Viðskipti innlent 6.7.2023 06:01 Brot bankans mögulega rakin til brotalama hjá Bankasýslunni Ríkisendurskoðandi segir að ef Bankasýsla ríkisins hefði lagt betri grunn að söluferlinu á Íslandsbanka hefði mátt komast hjá fjölda brota sem sátt Fjármálaeftirlitsins við bankann tekur til. Ekki megi gleyma að Bankasýslan hafi verið framkvæmdaraðili sölunnar og beri því víðtæka ábyrgð. Viðskipti innlent 5.7.2023 12:10 Bankasýslan ekki dregið neinn lærdóm og hyggist ekki axla ábyrgð Ríkisendurskoðun getur ekki dregið aðra ályktun en að Bankasýsla ríkisins hafi fyrir sitt leyti engan lærdóm dregið af skýrslu embættisins um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Jafnframt standi ekki til af hálfu Bankasýslunnar að axla neina þá ábyrgð sem henni beri sem framkvæmdaraðila útboðsins og fjallað er um í skýrslunni. Viðskipti innlent 4.7.2023 18:51 Dótturfélag Pipar/TBWA tekur yfir sögufræga skandinavíska hönnunarstofu TBWA\Norway, dótturfélag íslensku auglýsingastofunnar Pipar\TBWA, hefur keypt rekstur hönnunarstofunnar Scandinavian Design Group (SDG). SDG hefur verið starfrækt frá árinu 1987 og er að sögn Pipar/TBWA meðal þekktustu hönnunarstofa á Norðurlöndunum. Viðskipti innlent 4.7.2023 18:02 Ein hópuppsögn tilkynnt í júní Ein tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í júní þar sem nítján starfsmönnum var sagt upp störfum í fiskvinnslu. Uppsagnirnar koma flestar til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2023. Viðskipti innlent 4.7.2023 14:13 Persónuvernd sektar Creditinfo um 37 milljónir Persónuvernd sektaði Creditinfo um tæpar 38 milljónir vegna skráninga lántakenda smálána á vanskilaskrá. Sektin nemur 2,5 prósentum af 1,5 milljarðs ársveltu Creditinfo. Neytendasamtökin segir sektina þá langhæstu sem Persónuvernd hefur gert fyrirtæki að greiða. Viðskipti innlent 4.7.2023 11:46 Heildartekjur einstaklinga 8,4 milljónir að meðaltali á síðasta ári Heildartekjur einstaklinga á Íslandi voru tæpar 8,4 milljónir króna að meðaltali árið 2022, eða rétt tæpar 700 þúsund krónur á mánuði. Viðskipti innlent 4.7.2023 11:08 « ‹ 61 62 63 64 65 66 67 68 69 … 334 ›
Fabrikkunni á Höfðatorgi lokað í dag Rekstraraðilar Hamborgarafabrikkunnar hafa ákveðið að loka veitingastað sínum á Höfðatorgi í dag og grípa til sóttvarnarráðstafana vegna mögulegrar nóróveirusýkingar á staðnum. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Fabrikkunnar í samtali við Vísi. Viðskipti innlent 14.7.2023 11:23
Fabrikkan í Kringlunni opin á ný Hamborgarafabrikkan í Kringlunni opnaði aftur í gær eftir að hafa lokað um stund eftir að hátt í hundrað tilkynningar bárust heilbrigðiseftirliti vegna mögulegrar nóróveirusmita. Framkvæmdastjóri segir sólahringsvinnu hafa falist í því að sótthreinsa staðinn og henda matvælum. Heilbrigðiseftirlitið segir rannsókn á uppruna veikindanna enn standa yfir. Viðskipti innlent 14.7.2023 07:22
Festi undirritaði samning um kaup á Lyfju Samningur um kaup smásölufyrirtækisins Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður í dag. Í kaupunum er heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna en endanlegt heildarvirði og kaupverð mun ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Viðskipti innlent 13.7.2023 18:10
Icelandair flýgur til Innsbruck næsta vetur Icelandair hefur bætt nýjum skíðaáfangastað við áætlun sína næsta vetur, borginni Innsbruck í Austurríki. Flogið verður frá 27. janúar til 2. mars. Viðskipti innlent 12.7.2023 15:46
„Endaði þannig að Davíð Oddsson borgaði bara skipið“ Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi og fyrrverandi forstjóri N1, segist aldrei hafa litið Norðmenn sömu augum eftir að Ísland varð næstum því olíulaust í nokkrar vikur skömmu eftir bankahrun á Íslandi árið 2008 þegar norska olíufyrirtækið Statoil neitaði N1 um 60 daga greiðslufrest. Viðskipti innlent 12.7.2023 08:38
Samkomulag um áframhaldandi uppbyggingu Arctic Fish á Vestfjörðum Arctic Fish ehf. hefur undirritað samkomulag um 25 milljarða króna endurfjármögnun á félaginu með sambankaláni DNB, Danske Bank, Nordea og Rabobank. Um er að ræða lánasamning til þriggja ára með möguleika á framlengingu. Fjármagnið verður notað til uppgreiðslu núverandi lána og fjármögnunar áframhaldandi vexti félagsins. Viðskipti innlent 10.7.2023 16:41
Gríðarlegur halli á vöruviðskiptum í júní Vöruviðskipti við útlönd voru óhagstæð um 43,1 milljarð króna í júní. Það er 25,3 milljarða króna meiri halli en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 10.7.2023 14:49
Domino´s gerir samning við Apparatus um Domino's appið Domino's á Íslandi hefur samið við hið nýstofnaða hugbúnaðarfyrirtæki Apparatus um þróun og rekstur apps Domino's. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 10.7.2023 10:57
Fjarskiptatruflanir á Austfjörðum Upp kom bilun í fjarskiptabúnaði Mílu á Fáskrúðsfirði sem hafði áhrif á fjarskipti á sunnanverðum Austfjörðum, á Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og svæðum þar í kring. Viðskipti innlent 8.7.2023 12:52
Rannsókn á dótturfélagi Eimskips lokið Danska samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hætta rannsókn sinni í máli Atlantic Trucking, sem er danskt dótturfélag í eigu Eimskipafélags Íslands. Húsleit var gerð hjá félaginu í júní á síðasta ári. Viðskipti innlent 7.7.2023 15:14
Helga ráðin skrifstofustjóri íþróttaborgarinnar Helga Friðriksdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri íþróttaborgarinnar á menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar. Nær fimmtíu umsóknir til starfsins bárust. Viðskipti innlent 7.7.2023 13:29
Biðjast afsökunar á auglýsingum Olís sem teknar hafa verið úr birtingu Auglýsingar á vegum Olís hafa vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum í dag en einhverjir telja að lesa megi óheppilegt myndmál úr þeim sem minni á hryðjuverkaárásir í New York þann 11. september árið 2001 þar sem flugvélum var flogið inn í tvíburaturnana í World Trade Center. Framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar\TBWA biðst afsökunar vegna málsins og segir herferðina hafa verið tekna úr birtingu. Viðskipti innlent 7.7.2023 13:16
Fá sekt vegna dulinna auglýsinga Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn hf. vegna dulinna auglýsinga í innslögum í raunveruleikaþáttunum LXS sem sýndir voru á Stöð 2 og Stöð 2+. Dagskrárstjóri Stöðvar 2 segir fyrirtækið ekki hafa fengið greitt fyrir neinar auglýsingar sem sektað er fyrir. Raunveruleikasjónvarp sé þess eðlis að vörumerki birtist í þáttunum án þess að um kostaða auglýsingu sé að ræða. Viðskipti innlent 7.7.2023 13:07
„Enn annar metmánuðurinn hjá Play“ Flugfélagið Play flutti 160.979 farþega í júnímánuði, sem er langmesti farþegafjöldi sem fluttur hefur verið á einum mánuði hjá félaginu. Viðskipti innlent 7.7.2023 09:51
Samkeppniseftirlitið vill ekki fella niður sátt við Símann Samkeppniseftirlitið telur ekki að sala Símans á Mílu og breyttar markaðsaðstæður Símans réttlæti það að sátt, sem gerð var árið 2013 verði felld úr gildi. Sáttin felur meðal annars í sér aðskilnað heild- og smásölu Símans og bann við samkeppnishamlandi samningum. Viðskipti innlent 7.7.2023 08:56
Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 7.7.2023 08:20
Bein útsending: Kynna söluna á Kerecis Lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur boðað til upplýsingafundar á Ísafirði sem hefst klukkan 9:00. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. Viðskipti innlent 7.7.2023 08:01
Risa yfirtökutilboð liggur fyrir í Kerecis Yfirtökutilboð liggur fyrir í allt hlutafé ísfirska fyrirtækisins Kerecis, sem framleiðir sáraroð úr þorski. Þetta kemur fram í tilkynningum tryggingafélaganna Sjóvár og VÍS til kauphallarinnar. Viðskipti innlent 6.7.2023 23:33
Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. Viðskipti innlent 6.7.2023 23:20
Fréttirnar séu „mestmegnis slúður og hrein ósannindi“ Helgi Magnússon, stjórnarformaður Hofgarða og stærsti kröfuhafinn í þrotabú Torgs sem gaf meðal annars út Fréttablaðið, gerir alvarlegar athugasemdir við frétt Mbl.is um skipti í þrotabúinu og segir hana í stórum dráttum ranga og villandi. Viðskipti innlent 6.7.2023 15:08
Icelandair gengur frá pöntun á allt að 25 Airbus A321XLR þotum Icelandair og Airbus hafa undirritað samning um kaup flugfélagsins á þrettán langdrægum Airbus A321XLR farþegaþotum og kauprétt á tólf slíkum til viðbótar. Samnningurinn kemur í kjölfar viljayfirlýsingar þess efnis sem gefin var út í apríl síðastliðnum. Áætlað er að afhending hefjist árið 2029 en kaupverð er trúnaðarmál milli samningsaðila. Viðskipti innlent 6.7.2023 12:05
Sætanýtingin 86 prósent en stundvísin undir markmiðum Heildarfjöldi farþega Icelandair var 519 þúsund í nýliðnum júnímánuði, 20 prósent fleiri en í júní í fyrra þegar farþegar voru 431 þúsund. Samtals hafa 1,8 milljónir farþega ferðast með félaginu á fyrri helmingi ársins, 31 prósent fleiri en á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 6.7.2023 09:00
Skiptastjóri skoði að rifta samningi Helga Skiptastjóri þrotabús Torgs, sem gaf út Fréttablaðið, er með það til skoðunar hvort ástæða sé til að rifta samningi félagsins við félag Helga Magnússonar, þegar dv.is og aðrar eignir Torgs voru keyptar af félagi í hans eigu. Viðskipti innlent 6.7.2023 07:36
Íslendingar kvarti en ferðamönnum sé nokkuð sama Hótelrekendur eru alsælir með sumarið fram að þessu og ánægðir með að hafa náð vopnum sínum á ný eftir erfiðan heimsfaraldur. Fjöldi gistinátta í maí sló öll fyrri met samkvæmt tölum Hagstofunnar og Hagfræðideild Landsbankans spáir því að fjöldi erlendra ferðamanna geti náð yfir 2,1 milljón í ár. Gangi sú spá eftir mun 2023 taka við af árinu 2019 sem næst stærsta ferðamannaár Íslandssögunnar. Viðskipti innlent 6.7.2023 06:01
Brot bankans mögulega rakin til brotalama hjá Bankasýslunni Ríkisendurskoðandi segir að ef Bankasýsla ríkisins hefði lagt betri grunn að söluferlinu á Íslandsbanka hefði mátt komast hjá fjölda brota sem sátt Fjármálaeftirlitsins við bankann tekur til. Ekki megi gleyma að Bankasýslan hafi verið framkvæmdaraðili sölunnar og beri því víðtæka ábyrgð. Viðskipti innlent 5.7.2023 12:10
Bankasýslan ekki dregið neinn lærdóm og hyggist ekki axla ábyrgð Ríkisendurskoðun getur ekki dregið aðra ályktun en að Bankasýsla ríkisins hafi fyrir sitt leyti engan lærdóm dregið af skýrslu embættisins um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Jafnframt standi ekki til af hálfu Bankasýslunnar að axla neina þá ábyrgð sem henni beri sem framkvæmdaraðila útboðsins og fjallað er um í skýrslunni. Viðskipti innlent 4.7.2023 18:51
Dótturfélag Pipar/TBWA tekur yfir sögufræga skandinavíska hönnunarstofu TBWA\Norway, dótturfélag íslensku auglýsingastofunnar Pipar\TBWA, hefur keypt rekstur hönnunarstofunnar Scandinavian Design Group (SDG). SDG hefur verið starfrækt frá árinu 1987 og er að sögn Pipar/TBWA meðal þekktustu hönnunarstofa á Norðurlöndunum. Viðskipti innlent 4.7.2023 18:02
Ein hópuppsögn tilkynnt í júní Ein tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í júní þar sem nítján starfsmönnum var sagt upp störfum í fiskvinnslu. Uppsagnirnar koma flestar til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2023. Viðskipti innlent 4.7.2023 14:13
Persónuvernd sektar Creditinfo um 37 milljónir Persónuvernd sektaði Creditinfo um tæpar 38 milljónir vegna skráninga lántakenda smálána á vanskilaskrá. Sektin nemur 2,5 prósentum af 1,5 milljarðs ársveltu Creditinfo. Neytendasamtökin segir sektina þá langhæstu sem Persónuvernd hefur gert fyrirtæki að greiða. Viðskipti innlent 4.7.2023 11:46
Heildartekjur einstaklinga 8,4 milljónir að meðaltali á síðasta ári Heildartekjur einstaklinga á Íslandi voru tæpar 8,4 milljónir króna að meðaltali árið 2022, eða rétt tæpar 700 þúsund krónur á mánuði. Viðskipti innlent 4.7.2023 11:08