Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2024 07:36 Raforkuverð hækkaði um 8,4 prósent að raunvirði síðasta árið. Vísir/Vilhelm Rafmagnsverð hækkaði um 13,2 prósent á síðustu tólf mánuðum. Það er mesta hækkun síðan 2011. Á sama tíma og verðbólga hefur hjaðnað hefur raforkuverð hækkað, um 8,4 prósent að raunvirði. Þetta kemur fram í greiningu Samtaka iðnaðarins á raforkuverði. Þar segir að hækkunin endurspegli að raforkuframsleiðsla hafi ekki haldið í við vöxt og viðgang samfélagsins, þar með talda fólksfjölgun. „Ástæðan fyrir þessu er kyrrstaða í raforkuöflun á síðastliðnum 10 til 15 árum. Þetta aðgerðaleysi kostar samfélagið mikið sem birtist nú í hækkun raforkuverðs. Hefur meðalverð raforku Landsvirkjunar til stórnotenda án flutnings hækkað um 32% frá 2019 til 2023 og á sama tíma hefur meðalverð forgangsorku án flutnings hækkað um 34%. Þessi staða hefur einnig valdið umtalsverðu tapi á útflutningstekjum Íslands, þar sem Landsvirkjun hóf raforkuskerðingar til stórnotenda undir lok árs 2023,“ segir í greiningunni, sem finna má hér neðst í fréttinni. Skortur á innviðauppbyggingu „Hækkun á raforkuverði endurspeglar mikla hækkun á raforkuverði á heildsölumarkaði. Raforkumarkaður tók til starfa í apríl 2024 og nefnist hann Vonarskarð. Gögn af þeim markaði sýna að verð á raforku hefur hækkað um 32-34% síðan síðasta sumar. Um er að ræða niðurstöður úr söluferli á mánaðarblokkum með afhendingu á fyrstu fjórum mánuðum næsta árs. Mánaðarblokk er rafmagn sem er afhent í mánuð í senn. Að mati Samtaka iðnaðarins er þetta fyrirboði um að enn meiri hækkun raforkuverðs sé að vænta.“ Þróunin sem um getur er sögð að miklu leyti í samræmi við niðurstöður úr skýrslum verkfræðistofunnar EFLU um þróun raforkuverðs, sem birtar voru árin 2019 og 2024. „Breytingar til hækkunar hafa hins vegar komið fram á seinni helmingi þessa árs og sem bein afleiðing þess að framleiðsla á raforku hefur ekki haldið í við þróun samfélagsins á síðastliðnum 10 til 15 árum. Ástæða þessa er m.a. skortur á uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum í raforkukerfinu, léleg vatnsár og flutningstakmarkanir í fulllestuðu raforkukerfi. Í sögulegu samhengi hefur hagkvæmt raforkuverð verið bein afleiðing af skilvirkri uppbyggingu raforkukerfisins í fortíð.“ Hækkun í útboðum skili sér til heimila Níu sölufyrirtæki selja nú rafmagn á almenna markaðnum, að því er fram kemur í greiningunni. Sum séu með eigin framleiðslu en flest kaupi einnig rafmagn á heildsölumarkaði. Í heild séu ellefu aðilar á markaðnum. Sölufyrirtækin kaupi raforku í miklu magni í heildsölu og selji síðan í smásölu til heimila og fyrirtækja. Hækkun á raforkuverði í útboðum Vonarskarðs á heildsölumarkaði skili sér því til fyrirtækja og heimila í formi hærra raforkuverðs. „Þegar verðþróun á heildsölumarkaði er skoðuð þarf að hafa í huga að raforkukostnaður skiptist í þrennt, þ.e. kostnað við raforku, flutning og dreifingu og síðan opinber gjöld. Metið hefur verið að raforkukostnaðurinn sé um 30% af heildarkostnaði vegna raforkukaupa. Flutningur og dreifing er um 50% og opinber gjöld um 20%. Þess ber að geta að einstaka notendahópar njóta niðurgreiðslna á kostnaði, s.s. vegna rafhitunar eða kostnaður jafnaður að einhverju leyti. Hækkun á verði raforku á heildsölumarkaði skilar sér því ekki í hlutfallslega jafn mikilli hækkun á verði raforku“ Tengd skjöl Greining_SI_Skortur_á_raforku_veldur_mikilli_hækkun_á_raforkuverði_06_12_2024PDF67KBSækja skjal Orkumál Orkuskipti Neytendur Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Þetta kemur fram í greiningu Samtaka iðnaðarins á raforkuverði. Þar segir að hækkunin endurspegli að raforkuframsleiðsla hafi ekki haldið í við vöxt og viðgang samfélagsins, þar með talda fólksfjölgun. „Ástæðan fyrir þessu er kyrrstaða í raforkuöflun á síðastliðnum 10 til 15 árum. Þetta aðgerðaleysi kostar samfélagið mikið sem birtist nú í hækkun raforkuverðs. Hefur meðalverð raforku Landsvirkjunar til stórnotenda án flutnings hækkað um 32% frá 2019 til 2023 og á sama tíma hefur meðalverð forgangsorku án flutnings hækkað um 34%. Þessi staða hefur einnig valdið umtalsverðu tapi á útflutningstekjum Íslands, þar sem Landsvirkjun hóf raforkuskerðingar til stórnotenda undir lok árs 2023,“ segir í greiningunni, sem finna má hér neðst í fréttinni. Skortur á innviðauppbyggingu „Hækkun á raforkuverði endurspeglar mikla hækkun á raforkuverði á heildsölumarkaði. Raforkumarkaður tók til starfa í apríl 2024 og nefnist hann Vonarskarð. Gögn af þeim markaði sýna að verð á raforku hefur hækkað um 32-34% síðan síðasta sumar. Um er að ræða niðurstöður úr söluferli á mánaðarblokkum með afhendingu á fyrstu fjórum mánuðum næsta árs. Mánaðarblokk er rafmagn sem er afhent í mánuð í senn. Að mati Samtaka iðnaðarins er þetta fyrirboði um að enn meiri hækkun raforkuverðs sé að vænta.“ Þróunin sem um getur er sögð að miklu leyti í samræmi við niðurstöður úr skýrslum verkfræðistofunnar EFLU um þróun raforkuverðs, sem birtar voru árin 2019 og 2024. „Breytingar til hækkunar hafa hins vegar komið fram á seinni helmingi þessa árs og sem bein afleiðing þess að framleiðsla á raforku hefur ekki haldið í við þróun samfélagsins á síðastliðnum 10 til 15 árum. Ástæða þessa er m.a. skortur á uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum í raforkukerfinu, léleg vatnsár og flutningstakmarkanir í fulllestuðu raforkukerfi. Í sögulegu samhengi hefur hagkvæmt raforkuverð verið bein afleiðing af skilvirkri uppbyggingu raforkukerfisins í fortíð.“ Hækkun í útboðum skili sér til heimila Níu sölufyrirtæki selja nú rafmagn á almenna markaðnum, að því er fram kemur í greiningunni. Sum séu með eigin framleiðslu en flest kaupi einnig rafmagn á heildsölumarkaði. Í heild séu ellefu aðilar á markaðnum. Sölufyrirtækin kaupi raforku í miklu magni í heildsölu og selji síðan í smásölu til heimila og fyrirtækja. Hækkun á raforkuverði í útboðum Vonarskarðs á heildsölumarkaði skili sér því til fyrirtækja og heimila í formi hærra raforkuverðs. „Þegar verðþróun á heildsölumarkaði er skoðuð þarf að hafa í huga að raforkukostnaður skiptist í þrennt, þ.e. kostnað við raforku, flutning og dreifingu og síðan opinber gjöld. Metið hefur verið að raforkukostnaðurinn sé um 30% af heildarkostnaði vegna raforkukaupa. Flutningur og dreifing er um 50% og opinber gjöld um 20%. Þess ber að geta að einstaka notendahópar njóta niðurgreiðslna á kostnaði, s.s. vegna rafhitunar eða kostnaður jafnaður að einhverju leyti. Hækkun á verði raforku á heildsölumarkaði skilar sér því ekki í hlutfallslega jafn mikilli hækkun á verði raforku“ Tengd skjöl Greining_SI_Skortur_á_raforku_veldur_mikilli_hækkun_á_raforkuverði_06_12_2024PDF67KBSækja skjal
Orkumál Orkuskipti Neytendur Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira