Viðskipti innlent

112 milljóna hagnaður hjá Skógarböðunum

Baðlónið Skógarböðin, sem staðsett er í Vaðlaskógi í Eyjafirði, hagnaðist um yfir hundrað milljónir á síðasta ári, þrátt fyrir að lónið hafi ekki opnað fyrr en í maí í fyrra. Gestafjöldi hefur verið meiri en búist var við í upphafi en lónið hefur tekið á móti yfir hundrað þúsund gestum frá því það opnaði fyrir ári síðan.

Viðskipti innlent

Bein útsending: Ársfundur Samáls

Ársfundur Samáls fer fram í Norðurljósasal Hörpu í dag. Á fundinum verða pallborðsumræður um áskoranir og tækifæri í loftslagsmálum. Þá verða einnig til sýnis hönnunarmunir. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi.

Viðskipti innlent

Ostabúðin á Fiskislóð gjaldþrota

Engar eignir fundust í þrotabúi Ostabúðarinnar veisluþjónustu sem var með starfsemi á Fiskislóð á Granda þar til búðinni var lokað í fyrra. Kröfur í þrotabúið námu rúmum 26 milljónum króna að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag.

Viðskipti innlent

Enginn atvinnulaus í Skagafirði

Um sextíu fyrirtæki í Skagafirði taka nú þátt í atvinnulífssýningu um helgin á Sauðárkróki en sýningunni er ætlað að varpa ljósi á þann fjölbreytileika sem er í þjónustu, framleiðslu, mannlífi og menningu í Skagafirði. Auk þess að kynna sprota og nýsköpun í atvinnulífi og síðast en ekki síst skapa skemmtilegan viðburð fyrir heimafólk og gesti.

Viðskipti innlent

Fyrst og fremst von­brigði fyrir Norður­land

Bæjarstjóri Akureyrar segir mikil vonbrigði fyrir íbúa Norðurlands að félagið Niceair sé farið í þrot. Of litlum markaði fyrir utanlandsflug frá Akureyri sé ekki um að kenna, heldur öðrum þáttum. Gjafabréf sem fólk á inni hjá félaginu eru líklegast ónýt, að sögn formanns Neytendasamtakanna. 

Viðskipti innlent

Sakar Þor­gerði Katrínu um í­trekaðar rang­færslur

Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyrir­tækja í land­búnaði segir um­ræðu um mjólkur­verð á Ís­landi ein­kennast af van­þekkingu, röngum tölum og jafn­vel popúl­isma. Hún segir for­mann Við­reisnar fara með endur­teknar rang­færslur um málið. Mjólkur­verð hafi hækkað minnst á Ís­landi.

Viðskipti innlent