Af landsfeðrum og götustrákum 5. júlí 2004 00:01 Sumum finnst þau hafa verið rænd atkvæðagreiðslu, það hafi verið tekið frá þeim að segja sitt, kannski ekki bara um fjölmiðlafrumvarpið heldur líka um starfsaðferðir ríkisstjórnarinnar. Fyrstu viðbrögð mín við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að draga fjölmiðlafrumvarpið til baka voru hins vegar einskær ánægja. Ég hafði reyndar velt því fyrir mér í gærdag (þegar ég var að skrifa pistil, sem ég varð svo að henda) hvernig í ósköpunum stæði á því að ríkisstjórnin hefði komið sér og þjóðinni í þessar ógöngur.Það stefndi nefnilega í að menn færu að reyna að túlka stjórnarskrána út og suður, en sá lagatexti er hinn eini sem við getum ekki leyft neina túlkun á, hvorki löglærðum né öðrum. Það sem stendur í stjórnarskránni gildir eins og það er skrifað og ekki öðruvísi. Mér finnst stjórnmál líka svo merkileg og áríðandi að mér leiðist þegar þau eru dregin niður á lágt plan. Því miður eru það samt oftast þeir sem hafa gert afskipti af stjórnmálum að ævistarfi sem tekst best upp í þeim efnum og kannski er það hin hliðin á þessum peningi sem ríkisstjórnin gaf út. Getur verið að ráðamenn ætli núna að vera í tveim hlutverkum, annars vegar landsföðurins og hins vegar götustráksins? Það væri sannarlega landsföðurlegt að leggja fyrir þingið að það dragi frumvarpið til baka, þingið (ekki ríkisstjórnin) verður að ákveða þá gjörð því þingið samþykkti frumvarpið, og byrja endurskoðun á regluverki um fjölmiðla upp á nýtt. Skipa nýja fjölmiðlanefnd sem stjórnarandstaðan og hagsmunaaðilar ættu aðild að og koma síðan fram með nýtt frumvarp á næsta vetri, frumvarp sem hefði það að markmiði að tryggja frelsi fréttamanna gagnvart eigendum fjöldmiðlanna og frelsi fréttamanna á ríkisfjölmiðlum gagnvart ríkissvaldinu. Ég held að það sé óhætt að segja að það er enginn ágreiningur um það í þjóðfélaginu að það á að tryggja frjálsa fjölmiðlun í landinu. Á hinn bóginn er ágreiningur um hvort setja eigi lög um eignarhald á fjölmiðlum, því það er allt annar hlutur, svo ekki sé talað um þegar löggjöfin er sérsniðin að einu fyrirtæki í landinu. Slík lög eru kölluð sértæk en ekki almenn. Ef það er ætlun ríkisstjórnarinnar að láta Alþingi nú samþykkja lög sem breyta ákvæði um 5% eignaraðild í 10% og fresta gildistökunni fram yfir kosningar 2007 þá hefur hún brugðið sér í gervi götustráksins. Það er einmitt þannig sem götustrákar hegða sér þegar þeir eru komnir í klípu. Þvo sér í framan, greiða úfinn lubbann, slökkva eldinn sem þeir höfðu kveikt í öskutunnunni og henda um leið, og halda að enginn sjái, logandi eldspýtu í aðra öskutunnu. Það er mikil synd ef ríkisstjórnin ætlar að eyðileggja þetta fallega sumar með slíkum vinnubrögðum. Þegar þetta er skrifað liggur hins vegar ekki ljóst fyrir hvort þetta er ætlunin og ég reyndar trúi því ekki að svo sé. Ég trúi því ekki heldur að sómakærir þingmenn láti segja sér þannig fyrir verkum að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna komist upp með slíkt háttalag. Ég trúi því ekki að menn ætli að vera landsfeður á sunnudegi og götustrákar á mánudegi. Vissulega eru það stórtíðindi þegar ráðamenn taka ákvörðun sem þessa. Mikið vildi ég að borgaryfirvöld sæju á sama hátt að sér og endurskoðuðu þann sorgarverknað sem verið er að vinna í Vatnsmýrinni. Fólk sem hefur um árabil barist, fyrir daufum eyrum bæði borgaryfirvalda og borgarbúa, fyrir því að landsvæðið þar verði ekki eyðilagt með hraðbraut hefur sett fram tillögur til málamiðlunar. Tillögurnar hafa trúlega í för með sér aukin útgjöld, en mín skoðun er sú að það megi talsverðu til kosta til að forða því umhverfisslysi sem mér finnst vera að eiga sér stað í miðri höfuðborginni. Það er í rauninni undarlegt að borgarstjórnin, sem hefur látið leggja hina frábæru göngu- og hjólastíga um alla borgina og alla leið upp í Heiðmörk að mér skilst, skuli ekki sjá að sér í þessum efnum, svona líkt og ríkisstjórnin sá að sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Sumum finnst þau hafa verið rænd atkvæðagreiðslu, það hafi verið tekið frá þeim að segja sitt, kannski ekki bara um fjölmiðlafrumvarpið heldur líka um starfsaðferðir ríkisstjórnarinnar. Fyrstu viðbrögð mín við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að draga fjölmiðlafrumvarpið til baka voru hins vegar einskær ánægja. Ég hafði reyndar velt því fyrir mér í gærdag (þegar ég var að skrifa pistil, sem ég varð svo að henda) hvernig í ósköpunum stæði á því að ríkisstjórnin hefði komið sér og þjóðinni í þessar ógöngur.Það stefndi nefnilega í að menn færu að reyna að túlka stjórnarskrána út og suður, en sá lagatexti er hinn eini sem við getum ekki leyft neina túlkun á, hvorki löglærðum né öðrum. Það sem stendur í stjórnarskránni gildir eins og það er skrifað og ekki öðruvísi. Mér finnst stjórnmál líka svo merkileg og áríðandi að mér leiðist þegar þau eru dregin niður á lágt plan. Því miður eru það samt oftast þeir sem hafa gert afskipti af stjórnmálum að ævistarfi sem tekst best upp í þeim efnum og kannski er það hin hliðin á þessum peningi sem ríkisstjórnin gaf út. Getur verið að ráðamenn ætli núna að vera í tveim hlutverkum, annars vegar landsföðurins og hins vegar götustráksins? Það væri sannarlega landsföðurlegt að leggja fyrir þingið að það dragi frumvarpið til baka, þingið (ekki ríkisstjórnin) verður að ákveða þá gjörð því þingið samþykkti frumvarpið, og byrja endurskoðun á regluverki um fjölmiðla upp á nýtt. Skipa nýja fjölmiðlanefnd sem stjórnarandstaðan og hagsmunaaðilar ættu aðild að og koma síðan fram með nýtt frumvarp á næsta vetri, frumvarp sem hefði það að markmiði að tryggja frelsi fréttamanna gagnvart eigendum fjöldmiðlanna og frelsi fréttamanna á ríkisfjölmiðlum gagnvart ríkissvaldinu. Ég held að það sé óhætt að segja að það er enginn ágreiningur um það í þjóðfélaginu að það á að tryggja frjálsa fjölmiðlun í landinu. Á hinn bóginn er ágreiningur um hvort setja eigi lög um eignarhald á fjölmiðlum, því það er allt annar hlutur, svo ekki sé talað um þegar löggjöfin er sérsniðin að einu fyrirtæki í landinu. Slík lög eru kölluð sértæk en ekki almenn. Ef það er ætlun ríkisstjórnarinnar að láta Alþingi nú samþykkja lög sem breyta ákvæði um 5% eignaraðild í 10% og fresta gildistökunni fram yfir kosningar 2007 þá hefur hún brugðið sér í gervi götustráksins. Það er einmitt þannig sem götustrákar hegða sér þegar þeir eru komnir í klípu. Þvo sér í framan, greiða úfinn lubbann, slökkva eldinn sem þeir höfðu kveikt í öskutunnunni og henda um leið, og halda að enginn sjái, logandi eldspýtu í aðra öskutunnu. Það er mikil synd ef ríkisstjórnin ætlar að eyðileggja þetta fallega sumar með slíkum vinnubrögðum. Þegar þetta er skrifað liggur hins vegar ekki ljóst fyrir hvort þetta er ætlunin og ég reyndar trúi því ekki að svo sé. Ég trúi því ekki heldur að sómakærir þingmenn láti segja sér þannig fyrir verkum að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna komist upp með slíkt háttalag. Ég trúi því ekki að menn ætli að vera landsfeður á sunnudegi og götustrákar á mánudegi. Vissulega eru það stórtíðindi þegar ráðamenn taka ákvörðun sem þessa. Mikið vildi ég að borgaryfirvöld sæju á sama hátt að sér og endurskoðuðu þann sorgarverknað sem verið er að vinna í Vatnsmýrinni. Fólk sem hefur um árabil barist, fyrir daufum eyrum bæði borgaryfirvalda og borgarbúa, fyrir því að landsvæðið þar verði ekki eyðilagt með hraðbraut hefur sett fram tillögur til málamiðlunar. Tillögurnar hafa trúlega í för með sér aukin útgjöld, en mín skoðun er sú að það megi talsverðu til kosta til að forða því umhverfisslysi sem mér finnst vera að eiga sér stað í miðri höfuðborginni. Það er í rauninni undarlegt að borgarstjórnin, sem hefur látið leggja hina frábæru göngu- og hjólastíga um alla borgina og alla leið upp í Heiðmörk að mér skilst, skuli ekki sjá að sér í þessum efnum, svona líkt og ríkisstjórnin sá að sér.