Hart deilt um kerfisbreytingar 25. júlí 2004 00:01 Hörð bréfaskipti hafa átt sér stað á milli Íbúðalánasjóðs og Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) vegna breytinga á húsnæðislánakerfinu sem tók gildi 1. júlí. Aðilarnir saka hver annan um ófagleg vinnubrögð. SBV sendi Íbúðalánasjóði erindi þar sem vinnubrögð Íbúðalánasjóðs við framkvæmd breytinganna voru gagnrýnd meðal annars vegna tímasetninga í tengslum við þær. SBV segir að fjöldi fjárfesta hafa tapað fé vegna ónógrar kynningar og sakar Íbúðalánasjóð um ófagleg vinnubrögð. Íbúðalánasjóður hefur nú sent SBV svar við erindinu þar sem gagnrýninni er vísað á bug. Í bréfi segist sjóðurinn ekki muni sitja undir rangfærslum sem komið hafi fram í athugasemdum SBV og segir SBV ekki hafa verið í "góðum tengslum við framgang viðskiptanna né það fólk sem raunverulega framkvæmdi skiptin". Íbúðalánasjóður segir vinnubrögð SBV ámælisverð. Árni Páll Árnason, lögfræðilegur ráðgjafi Íbúðalánasjóðs, segir að við skiptin hafi verið stuðst við ráðgjöf Deutsche Bank sem sé reyndasti fjárfestingabanki Evrópu. Hann segir að athugasemdir SBV snúi flestar að þáttum sem séu bein afleiðing ráðgjafar Deutsche Bank. Hann segist ekki hafa orðið var við óánægju með kerfisskiptinguna hjá þeim sem vinna í því umhverfi. Að sögn Árna Páls voru tímasetningar í kerfisbreytingunni ákveðnar af ríkisstjórninni og innan þess ramma hafi þurft að vinna. Um gagnrýni SBV segir Árni Páll að þær séu ekki byggðar á faglegum forsendum. "Miðað við aðstæður og þann skamma stíma sem til verksins var þá hefur þetta tekist afskaplega vel og um það eru allir sammála sem vilja líta á þetta mál á faglegum forsendum en ekki með annarleg sjónarmið í huga," segir hann. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV, er undrandi á viðbrögðum Íbúðalánasjóðs. " Við teljum þetta óskiljanleg viðbrögð. Kjarni málsins sem við bentum á í okkar bréfi er sá að sökum ófaglegra vinnubragða og ónægrar kynningar báru margir smærri fjárfestar skarðan hlut frá borði. Þar er fyrst og fremst um að ræða fjölda einstaklinga í landinu sem á húsbréf en missti af þessu þriggja daga tímabili sem hann hafði til skiptanna," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Hörð bréfaskipti hafa átt sér stað á milli Íbúðalánasjóðs og Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) vegna breytinga á húsnæðislánakerfinu sem tók gildi 1. júlí. Aðilarnir saka hver annan um ófagleg vinnubrögð. SBV sendi Íbúðalánasjóði erindi þar sem vinnubrögð Íbúðalánasjóðs við framkvæmd breytinganna voru gagnrýnd meðal annars vegna tímasetninga í tengslum við þær. SBV segir að fjöldi fjárfesta hafa tapað fé vegna ónógrar kynningar og sakar Íbúðalánasjóð um ófagleg vinnubrögð. Íbúðalánasjóður hefur nú sent SBV svar við erindinu þar sem gagnrýninni er vísað á bug. Í bréfi segist sjóðurinn ekki muni sitja undir rangfærslum sem komið hafi fram í athugasemdum SBV og segir SBV ekki hafa verið í "góðum tengslum við framgang viðskiptanna né það fólk sem raunverulega framkvæmdi skiptin". Íbúðalánasjóður segir vinnubrögð SBV ámælisverð. Árni Páll Árnason, lögfræðilegur ráðgjafi Íbúðalánasjóðs, segir að við skiptin hafi verið stuðst við ráðgjöf Deutsche Bank sem sé reyndasti fjárfestingabanki Evrópu. Hann segir að athugasemdir SBV snúi flestar að þáttum sem séu bein afleiðing ráðgjafar Deutsche Bank. Hann segist ekki hafa orðið var við óánægju með kerfisskiptinguna hjá þeim sem vinna í því umhverfi. Að sögn Árna Páls voru tímasetningar í kerfisbreytingunni ákveðnar af ríkisstjórninni og innan þess ramma hafi þurft að vinna. Um gagnrýni SBV segir Árni Páll að þær séu ekki byggðar á faglegum forsendum. "Miðað við aðstæður og þann skamma stíma sem til verksins var þá hefur þetta tekist afskaplega vel og um það eru allir sammála sem vilja líta á þetta mál á faglegum forsendum en ekki með annarleg sjónarmið í huga," segir hann. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV, er undrandi á viðbrögðum Íbúðalánasjóðs. " Við teljum þetta óskiljanleg viðbrögð. Kjarni málsins sem við bentum á í okkar bréfi er sá að sökum ófaglegra vinnubragða og ónægrar kynningar báru margir smærri fjárfestar skarðan hlut frá borði. Þar er fyrst og fremst um að ræða fjölda einstaklinga í landinu sem á húsbréf en missti af þessu þriggja daga tímabili sem hann hafði til skiptanna," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira