Afmarkaðra verðstríð en áður 6. ágúst 2004 00:01 Verðstríð á bensínmarkaði er áberandi á þremur afmörkuðum stöðum á höfuðborgarsvæðinu: Í Hafnarfirði, Kópavogi og við Sundahöfn í Reykjavík. Þar er hægt að kaupa lítrann af bensíni á 99,7 til 101,9 krónur. Annars staðar er algengt að verðið sé á bilinu 107,3 til 109 krónur. Ef meðalverð á bensíni allra bensínstöðva er reiknað kemur í ljós að mismunurinn er að jafnaði rúmlega 7 krónur milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Fram að þessu hafa Íslendingar vanist því að í verðstríði hafi verðið lækkað að jafnaði alls staðar á höfuðborgarsvæðinu. Garðbæingar þurfa því að fara annaðhvort í Hafnarfjörð eða Kópavog til að fá ódýrara bensín og Grafarvogsbúar í Sundahöfn. Forsvarsmenn Olíufélaganna og hagsmunasamtaka neytenda eru sammála um að staðan á bensínmarkaði sé breytt frá því sem áður var en menn greinir á um hverjir hagnist á því. Verða neytendur eftir? Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir greinilegt að minnstu fyritrækin séu nú verðleiðandi á markaðnum, öfugt við það sem hefur tíðkast hingað til þar sem stærri fyrirtæki ráði verðinu þegar fákeppni ríkir. Hann segist ennfremur "hallast að því að sú viðleitni stærri olíufélaganna að hafa lægsta verðið í grennd við stöðvar Atlantsolíu, en ekki annars staðar, skaði til lengri tíma ímynd fyrirtækjanna á markaðnum því neytendur í dag eru um margt miklu meðvitaðri en áður". Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir greinilegt komin sé hreyfing á markaðinn eftir nokkurra ára stöðnun sem sé mjög ánægjulegt fyrir neytendur, en finnst merkilegt að verðið skuli vera lægst þar sem Atlantsolía og EGO eru með bensínstöðvar sínar, en markaðsverð sé hærra annars staðar. Margir neytendur undrast að olíufélögin geti ekki boðið upp á sama verð á öllum bensínstöðvum sínum og finnst sér jafnvel mismunað. Sumir telja að hátt verð á bensínstöðvum sem standa utan þeirra svæða sem bensínið er ódýrast sé til að greiða niður verðstríð annars staðar. Samkeppni eða mismunun? Hugi Hreiðarsson hjá Atlantsolíu segir að stærri olíufélög nýti sér markaðsráðandi stöðu til að hindra önnur félög til að ná fótfestu á markaði og það brjóti í bága við samkeppnislög. "Við erum nýir á markaði og að reyna að skjóta rótum. Það er sáraeinfalt fyrir stærri fyrirtæki að hindra okkur í að ná fótfestu og auka markaðshlutdeild okkar." Hugi telur auk þess að um beina mismunun á viðskiptavinum sé að ræða þegar olíufélög verðleggi bensínið misjafnlega eftir borgarhlutum. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins ESSO, hafnar ásökunum Huga. "Atlantsolía kærði fyrr á þessu ári Olíufélagið og reyndar fleiri olíudreifingarfyrirtæki fyrir mismunandi verð á eldsneyti. Við höfum svarað þeirri kæru til samkeppnisyfirvalda og í kjölfar þess hefur Atlantsolía dregið til baka kæruna á hendur Olíufélaginu þó þeir virðist viðhalda henni í fjölmiðlum". Um ójafnt verð Olíufélagsins eftir borgarhlutum segir Hjörleifur að "neytendur verða að sjálfsögðu að gera það upp við sig á hverjum tíma hvar þeir fái hagstæðasta verðið miðað við þjónustustig á hverjum stað". Gunnar Skaptason, framkvæmdastjóri Orkunnar, er sammála Hjörleifi. "Þeir sem vilja er frjálst að fara á þá staði sem bensínið er ódýrast og kaupa það þar. Það er engin mismunun." Nýtt viðskiptaumhverfi Hjörleifur Jakobsson hjá ESSO segir markaðsaðstæður á Íslandi hafa breyst og séu nú að komast í takt við það sem gerist erlendis, til dæmis sé þriggja krónu munur á milli svæða í Ósló núna. Ástæða þess að munurinn er meiri á Íslandi segir Hjörleifur vera vegna þess að menn eru að reyna að kaupa sér markaðshlutdeild. "Þess vegna hefur til dæmis fimm til sex króna hækkun á heimsmarkaðsverði á undanförnum átta vikum ekki skilað sér í útsöluverði á staðbundnum svæðum. Þar eltir hver annan. Ég skil vel að þessi mikli munur valdi pirringi en svona verðstríð hafa komið upp áður og munu koma upp aftur en ég held reyndar að þessi munur sé of mikill í dag og að hann muni minnka á næstu vikum," segir Hjörleifur. Bergþóra Karlsdóttir, framkvæmdastjóri EGO, tekur í svipaðan streng. EGO rekur fjórar bensínstöðvar, tvær í Kópavogi og tvær í Reykjavík. Í Kópavogi og Vatnagörðum er bensínverðið með því lægra sem gerist á höfuðborgarsvæðinu en í Fellsmúla kostar bensínlítrinn 107,4 krónur. "Við eins og aðrir bregðumst við aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Þetta er eðli samkeppninnar, menn standa í smá skærum hér og þar um bæ og þeir sem næst eru bregðast við." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Verðstríð á bensínmarkaði er áberandi á þremur afmörkuðum stöðum á höfuðborgarsvæðinu: Í Hafnarfirði, Kópavogi og við Sundahöfn í Reykjavík. Þar er hægt að kaupa lítrann af bensíni á 99,7 til 101,9 krónur. Annars staðar er algengt að verðið sé á bilinu 107,3 til 109 krónur. Ef meðalverð á bensíni allra bensínstöðva er reiknað kemur í ljós að mismunurinn er að jafnaði rúmlega 7 krónur milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Fram að þessu hafa Íslendingar vanist því að í verðstríði hafi verðið lækkað að jafnaði alls staðar á höfuðborgarsvæðinu. Garðbæingar þurfa því að fara annaðhvort í Hafnarfjörð eða Kópavog til að fá ódýrara bensín og Grafarvogsbúar í Sundahöfn. Forsvarsmenn Olíufélaganna og hagsmunasamtaka neytenda eru sammála um að staðan á bensínmarkaði sé breytt frá því sem áður var en menn greinir á um hverjir hagnist á því. Verða neytendur eftir? Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir greinilegt að minnstu fyritrækin séu nú verðleiðandi á markaðnum, öfugt við það sem hefur tíðkast hingað til þar sem stærri fyrirtæki ráði verðinu þegar fákeppni ríkir. Hann segist ennfremur "hallast að því að sú viðleitni stærri olíufélaganna að hafa lægsta verðið í grennd við stöðvar Atlantsolíu, en ekki annars staðar, skaði til lengri tíma ímynd fyrirtækjanna á markaðnum því neytendur í dag eru um margt miklu meðvitaðri en áður". Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir greinilegt komin sé hreyfing á markaðinn eftir nokkurra ára stöðnun sem sé mjög ánægjulegt fyrir neytendur, en finnst merkilegt að verðið skuli vera lægst þar sem Atlantsolía og EGO eru með bensínstöðvar sínar, en markaðsverð sé hærra annars staðar. Margir neytendur undrast að olíufélögin geti ekki boðið upp á sama verð á öllum bensínstöðvum sínum og finnst sér jafnvel mismunað. Sumir telja að hátt verð á bensínstöðvum sem standa utan þeirra svæða sem bensínið er ódýrast sé til að greiða niður verðstríð annars staðar. Samkeppni eða mismunun? Hugi Hreiðarsson hjá Atlantsolíu segir að stærri olíufélög nýti sér markaðsráðandi stöðu til að hindra önnur félög til að ná fótfestu á markaði og það brjóti í bága við samkeppnislög. "Við erum nýir á markaði og að reyna að skjóta rótum. Það er sáraeinfalt fyrir stærri fyrirtæki að hindra okkur í að ná fótfestu og auka markaðshlutdeild okkar." Hugi telur auk þess að um beina mismunun á viðskiptavinum sé að ræða þegar olíufélög verðleggi bensínið misjafnlega eftir borgarhlutum. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins ESSO, hafnar ásökunum Huga. "Atlantsolía kærði fyrr á þessu ári Olíufélagið og reyndar fleiri olíudreifingarfyrirtæki fyrir mismunandi verð á eldsneyti. Við höfum svarað þeirri kæru til samkeppnisyfirvalda og í kjölfar þess hefur Atlantsolía dregið til baka kæruna á hendur Olíufélaginu þó þeir virðist viðhalda henni í fjölmiðlum". Um ójafnt verð Olíufélagsins eftir borgarhlutum segir Hjörleifur að "neytendur verða að sjálfsögðu að gera það upp við sig á hverjum tíma hvar þeir fái hagstæðasta verðið miðað við þjónustustig á hverjum stað". Gunnar Skaptason, framkvæmdastjóri Orkunnar, er sammála Hjörleifi. "Þeir sem vilja er frjálst að fara á þá staði sem bensínið er ódýrast og kaupa það þar. Það er engin mismunun." Nýtt viðskiptaumhverfi Hjörleifur Jakobsson hjá ESSO segir markaðsaðstæður á Íslandi hafa breyst og séu nú að komast í takt við það sem gerist erlendis, til dæmis sé þriggja krónu munur á milli svæða í Ósló núna. Ástæða þess að munurinn er meiri á Íslandi segir Hjörleifur vera vegna þess að menn eru að reyna að kaupa sér markaðshlutdeild. "Þess vegna hefur til dæmis fimm til sex króna hækkun á heimsmarkaðsverði á undanförnum átta vikum ekki skilað sér í útsöluverði á staðbundnum svæðum. Þar eltir hver annan. Ég skil vel að þessi mikli munur valdi pirringi en svona verðstríð hafa komið upp áður og munu koma upp aftur en ég held reyndar að þessi munur sé of mikill í dag og að hann muni minnka á næstu vikum," segir Hjörleifur. Bergþóra Karlsdóttir, framkvæmdastjóri EGO, tekur í svipaðan streng. EGO rekur fjórar bensínstöðvar, tvær í Kópavogi og tvær í Reykjavík. Í Kópavogi og Vatnagörðum er bensínverðið með því lægra sem gerist á höfuðborgarsvæðinu en í Fellsmúla kostar bensínlítrinn 107,4 krónur. "Við eins og aðrir bregðumst við aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Þetta er eðli samkeppninnar, menn standa í smá skærum hér og þar um bæ og þeir sem næst eru bregðast við."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira