Grænt ljós frá ESA á 90% lán 12. ágúst 2004 00:01 Árni Magnússon félagsmálaráðherra mun í haust leggja fram frumvarp á Alþingi um breytingu á húsnæðislánakerfinu þannig að heimild verði til að veita lán fyrir 90 prósentum af kaupverði íbúðar. Hann segir skýrt kveðið á um 90 prósenta lánin í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkana en menn hafi viljað bíða með að leggja fram málið þar til niðurstaða fengist frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um lögmæti íslenska húsnæðislánakerfisins. "Niðurstaðan er sú að húsnæðislánakerfið eins og við höfum rekið það og miðað við þær breytingar sem við höfum kynnt standast samninginn um Evrópska efnahagssvæðið," segir Árni. Hann segir að breytingarnar sem gerðar hafi verið hafi nú þegar skilað vaxtalækkun sem hafi góð áhrif á fjárhag heimilanna í landinu. "Nú er ekkert að vanbúnaði að fara fram með næstu breytingar," segir Árni. Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í gær að hún hefði úrskurðað að íslenska íbúðalánakerfið sé ekki ólöglegt samkvæmt reglum Evrópska efnahagssvæðisins um ríkisstuðning. Í fréttatilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu kemur einnig fram að í ákvörðun ESA felist að fyrirhuguð hækkun hámarkslána sé einnig lögleg. Amund Utne hjá ESA staðfestir að þessi skilningur félagsmálaráðuneytisins sé réttur þótt ekki sé enn búið að gefa út endanlegt álit vegna kvörtunar Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV). SBV hefur kvartað til ESA á þeim forsendum að starfsemi Íbúðalánasjóðs gangi í berhögg við reglur um ríkisaðstoð á Evrópska efnahagssvæðinu. ESA telur hins vegar að íslensk stjórnvöld hafi átt að tilkynna ESA sérstaklega um stofnun Íbúðalánasjóðs þegar hann var stofnaður árið 1998. Þar sem það hafi ekki verið gert þá hafi verið um ólögmæta ríkisaðstoð að ræða. Í fréttatilkynningunni segir hins vegar að sá formgalli hafi engin áhrif á lögmæti íslenska húsnæðislánakerfisins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Fleiri fréttir Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Sjá meira
Árni Magnússon félagsmálaráðherra mun í haust leggja fram frumvarp á Alþingi um breytingu á húsnæðislánakerfinu þannig að heimild verði til að veita lán fyrir 90 prósentum af kaupverði íbúðar. Hann segir skýrt kveðið á um 90 prósenta lánin í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkana en menn hafi viljað bíða með að leggja fram málið þar til niðurstaða fengist frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um lögmæti íslenska húsnæðislánakerfisins. "Niðurstaðan er sú að húsnæðislánakerfið eins og við höfum rekið það og miðað við þær breytingar sem við höfum kynnt standast samninginn um Evrópska efnahagssvæðið," segir Árni. Hann segir að breytingarnar sem gerðar hafi verið hafi nú þegar skilað vaxtalækkun sem hafi góð áhrif á fjárhag heimilanna í landinu. "Nú er ekkert að vanbúnaði að fara fram með næstu breytingar," segir Árni. Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í gær að hún hefði úrskurðað að íslenska íbúðalánakerfið sé ekki ólöglegt samkvæmt reglum Evrópska efnahagssvæðisins um ríkisstuðning. Í fréttatilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu kemur einnig fram að í ákvörðun ESA felist að fyrirhuguð hækkun hámarkslána sé einnig lögleg. Amund Utne hjá ESA staðfestir að þessi skilningur félagsmálaráðuneytisins sé réttur þótt ekki sé enn búið að gefa út endanlegt álit vegna kvörtunar Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV). SBV hefur kvartað til ESA á þeim forsendum að starfsemi Íbúðalánasjóðs gangi í berhögg við reglur um ríkisaðstoð á Evrópska efnahagssvæðinu. ESA telur hins vegar að íslensk stjórnvöld hafi átt að tilkynna ESA sérstaklega um stofnun Íbúðalánasjóðs þegar hann var stofnaður árið 1998. Þar sem það hafi ekki verið gert þá hafi verið um ólögmæta ríkisaðstoð að ræða. Í fréttatilkynningunni segir hins vegar að sá formgalli hafi engin áhrif á lögmæti íslenska húsnæðislánakerfisins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Fleiri fréttir Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Sjá meira