Fagnar lækkun vaxta langtímalána 25. ágúst 2004 00:01 Bankastjóri Seðlabankans segir það fagnaðarefni að vextir langtímalána lækki í landinu. Seðlabankinn hyggst þó fylgjast grannt með áhrifunum enda sé viss hætta á aukinni þenslu, viðskiptabankar gætu verið að taka áhættu og Íbúðalánasjóður lent í erfiðleikum. Gengi hlutabréfa í KB banka hefur hækkað um 10 % á tveimur dögum í kjölfar þess að bankinn bauð lán til íbúðakaupa með 4,4 prósenta vöxtum. Samkeppnisaðilar bjóða nú allir samskonar vaxtakjör. Yfirstjórn Seðlabankans ræddi nýjustu sviptingar á vaxtamarkaði á fundi fyrir hádegi og eru fyrstu viðbrögðin jákvæð. Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri segist fagna því að sjá hverju samkeppnin getur komið til leiðar. En að sjálfsögðu muni Seðlabankinn fylgjast með og hafa áhyggjur ef einhverjar áhættur eru á ferðinni. Hann segir það fagnaðarefni að einkavæðing bankanna og útrás þeirra skuli nú leiða til lækkunar vaxta á langtímalánum. Enda hafi hann lengi undrast hversu háir vextir hafi verið hér á landi. Seðlabankinn þurfi hins vegar að fylgjast sérstaklega með því hversu mikil ásókn verði í lánin, hvort heimilin auki sína skuldsetningu. Þeir hafi áhyggjur af því að þetta geti leitt til þenslu. Hann segir Seðlabankann einnig ætla að fylgjast vel með bönkunum sjálfum. Athuga verði hvort bankarnir séu að taka áhættu með þessu, og hvort þeir muni geta fjármagnað þetta þannig að þeir hafi af þessu einhvern hag. Þá verði einnig að fylgjast með Íbúðalánasjóði. Eiríkur segir hugsanlegt að ef mikið verði um tilflutninga á lánum frá Íbúðalánasjóði til bankanna að það geti skapað erfiðleika fyrir sjóðinn. Seðlabankinn hefur notað vexti sem stjórntæki og að undanförnu verið að þrýsta þeim upp, það er skammtímavöxtum, til að vinna gegn þenslu. Eíríkur segir að vissulega vinni þessar aðgerðir bankanna gegn stefnu Seðlabankans. Tímasetningin á þessum lánum sé ekki sú sem hann hefði kosið. Hann býst þó ekki við að það verði mjög mikil ásókn heimila í lánin í skyndi, enda kosti aðgerðin sjálf nokkuð. Það þurfi að taka lántökugjald, það sé ákveðinn þröskuldur. Hann telur því að þetta muni ekki hafa skjót slæm áhrif. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Bankastjóri Seðlabankans segir það fagnaðarefni að vextir langtímalána lækki í landinu. Seðlabankinn hyggst þó fylgjast grannt með áhrifunum enda sé viss hætta á aukinni þenslu, viðskiptabankar gætu verið að taka áhættu og Íbúðalánasjóður lent í erfiðleikum. Gengi hlutabréfa í KB banka hefur hækkað um 10 % á tveimur dögum í kjölfar þess að bankinn bauð lán til íbúðakaupa með 4,4 prósenta vöxtum. Samkeppnisaðilar bjóða nú allir samskonar vaxtakjör. Yfirstjórn Seðlabankans ræddi nýjustu sviptingar á vaxtamarkaði á fundi fyrir hádegi og eru fyrstu viðbrögðin jákvæð. Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri segist fagna því að sjá hverju samkeppnin getur komið til leiðar. En að sjálfsögðu muni Seðlabankinn fylgjast með og hafa áhyggjur ef einhverjar áhættur eru á ferðinni. Hann segir það fagnaðarefni að einkavæðing bankanna og útrás þeirra skuli nú leiða til lækkunar vaxta á langtímalánum. Enda hafi hann lengi undrast hversu háir vextir hafi verið hér á landi. Seðlabankinn þurfi hins vegar að fylgjast sérstaklega með því hversu mikil ásókn verði í lánin, hvort heimilin auki sína skuldsetningu. Þeir hafi áhyggjur af því að þetta geti leitt til þenslu. Hann segir Seðlabankann einnig ætla að fylgjast vel með bönkunum sjálfum. Athuga verði hvort bankarnir séu að taka áhættu með þessu, og hvort þeir muni geta fjármagnað þetta þannig að þeir hafi af þessu einhvern hag. Þá verði einnig að fylgjast með Íbúðalánasjóði. Eiríkur segir hugsanlegt að ef mikið verði um tilflutninga á lánum frá Íbúðalánasjóði til bankanna að það geti skapað erfiðleika fyrir sjóðinn. Seðlabankinn hefur notað vexti sem stjórntæki og að undanförnu verið að þrýsta þeim upp, það er skammtímavöxtum, til að vinna gegn þenslu. Eíríkur segir að vissulega vinni þessar aðgerðir bankanna gegn stefnu Seðlabankans. Tímasetningin á þessum lánum sé ekki sú sem hann hefði kosið. Hann býst þó ekki við að það verði mjög mikil ásókn heimila í lánin í skyndi, enda kosti aðgerðin sjálf nokkuð. Það þurfi að taka lántökugjald, það sé ákveðinn þröskuldur. Hann telur því að þetta muni ekki hafa skjót slæm áhrif.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira