Fjármálaeftirlit fær gögn 31. ágúst 2004 00:01 Fjármálaeftirlitið hefur fengið gögn frá Landsbankanum vegna rannsóknar á viðskiptum Burðaráss með hlutabréf í Íslandsbanka. Kaup Landsbankans og tengdra aðila á hlutabréfum í Íslandsbanka snemma á árinu vöktu mikla athygli og urðu meðal annars til þess að þáverandi bankaráðsformaður Íslandsbanka, Kristján Ragnarsson, sendi Landsbankamönnum sneið á aðalfundi félagsins. Kaupin voru rakin til áhuga Landsbankamanna á að ná fram sameiningu við Íslandsbanka. Tvær tilkynningar til Kauphallar Íslands í síðustu viku um viðskipti bankaráðsmanna Íslandsbanka með bréf í Íslandsbanka eru taldar tengjast þessu valdatafli og hafa vakið grunsemdir um að ekki sé allt sem sýnist. Annarsvegar tilkynning um að Orri Vigfússon hefði endurselt Burðarási hlutabréf sem hann keypti í febrúar og hins vegar tilkynning um að framvirkur samningur Helga Magnússonar um kaup á bréfum Landsbankans í Íslandsbanka hefði verið framlengdur. Samkvæmt heimildum Stöðvar tvö hefur Fjármálaeftirlitið nú hafið rannsókn á þessum viðskiptum og óskað eftir og fengið gögn frá Landsbankanum. Í viðskiptalífinu telja margir að þessar tilkynningar í síðustu viku styrki grunsemdir um að þessir tveir einstaklingar séu í raun leppar fyrir Landsbankann og Burðarás. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, var spurð að því hvort verið væri að fara á svig við reglur sem takmarka möguleika banka til að eiga hlut í öðrum banka án sérstakra heimilda. Valgerður segir fjármálaeftirlitið hafa þarna mikilvægu hlutverki að gegna. Ef eitthvað sé hæpið sem hafi farið þarna fram verði það skoðað af þar til bærum yfirvöldum. Hún segist ekki hafa neina vitneskju um hvort fjármálaeftirlitið sé að skoða málið þar sem það starfi alveg sjálfstætt. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur fengið gögn frá Landsbankanum vegna rannsóknar á viðskiptum Burðaráss með hlutabréf í Íslandsbanka. Kaup Landsbankans og tengdra aðila á hlutabréfum í Íslandsbanka snemma á árinu vöktu mikla athygli og urðu meðal annars til þess að þáverandi bankaráðsformaður Íslandsbanka, Kristján Ragnarsson, sendi Landsbankamönnum sneið á aðalfundi félagsins. Kaupin voru rakin til áhuga Landsbankamanna á að ná fram sameiningu við Íslandsbanka. Tvær tilkynningar til Kauphallar Íslands í síðustu viku um viðskipti bankaráðsmanna Íslandsbanka með bréf í Íslandsbanka eru taldar tengjast þessu valdatafli og hafa vakið grunsemdir um að ekki sé allt sem sýnist. Annarsvegar tilkynning um að Orri Vigfússon hefði endurselt Burðarási hlutabréf sem hann keypti í febrúar og hins vegar tilkynning um að framvirkur samningur Helga Magnússonar um kaup á bréfum Landsbankans í Íslandsbanka hefði verið framlengdur. Samkvæmt heimildum Stöðvar tvö hefur Fjármálaeftirlitið nú hafið rannsókn á þessum viðskiptum og óskað eftir og fengið gögn frá Landsbankanum. Í viðskiptalífinu telja margir að þessar tilkynningar í síðustu viku styrki grunsemdir um að þessir tveir einstaklingar séu í raun leppar fyrir Landsbankann og Burðarás. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, var spurð að því hvort verið væri að fara á svig við reglur sem takmarka möguleika banka til að eiga hlut í öðrum banka án sérstakra heimilda. Valgerður segir fjármálaeftirlitið hafa þarna mikilvægu hlutverki að gegna. Ef eitthvað sé hæpið sem hafi farið þarna fram verði það skoðað af þar til bærum yfirvöldum. Hún segist ekki hafa neina vitneskju um hvort fjármálaeftirlitið sé að skoða málið þar sem það starfi alveg sjálfstætt.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira