Bætir mjög stöðu hluthafa 31. ágúst 2004 00:01 Samkeppnisstofnun verður skipt upp, stjórnarformanni hlutafélags verður bannað að starfa jafnframt að framkvæmdastjórn sama fyrirtækis og réttur minnihluta verður efldur, samkvæmt tillögum sem viðskiptaráðherra hyggst setja í lagafrumvörp í því skyni að auka traust á íslensku viðskiptalífi. Það var í byrjun árs sem ríkisstjórnin ákvað að skipa nefnd til að gera tillögur um hvernig bregðast mætti við aukinni samþjöppun í íslensku viðskiptalífi og hvernig mætti auka skilvirkni og traust á markaðnum. Viðskiptaráðherra og formaður nefndarinnar kynntu tillögurnar í dag en ráðherra boðaði jafnframt lagafrumvörp á Alþingi í haust á grundvelli þeirra. Nefndin er þó ekki á því að staðan hérlendis sé slæm. Gylfi Magnússon, formaður nefndarinnar segir stöðuna mun betri en hún hefur verið áður, hinsvegar geti hún orðið ennþá betri og það hafi verið stefna nefndarinnar. Hann segir að nefndin hafi ekki verið ánægð með allt í íslensku viðskiptalífi og reynt hafi verið að taka á því. Einnig hafi verið reynt að koma í veg fyrir þau vandamál komi upp hér á landi sem hafa verið að brenna fólk erlendis eins og ýmiskonar fyrirtækjahneiksli. Helsta tillagan lítur að því að skerpa eftirlit með samkeppnihömlum á markaði, veita meiru fjármagni til samkeppnisyfirvalda og að kljúfa Samkeppnisstofnun upp þannig að þau verkefni sem áður heyrðu undir Verðlagsstofnun fari annað. Þá er lagt til að samkeppnisyfirvöldum verði veitt heimild, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, til að krefjast þess að fyrirtæki, sem brotið hafa gegn ákvæðum samkeppnislaga, breyti skipulagi sínu. Tillögur nefndarinnar miða að því að auka minnihlutavernd í hlutafélögum, bæta upplýsingagjöf til hluthafa og gera hluthöfum auðveldara um vik að hafa áhrif á stjórn hlutafélaga á hluthafafundum. Athygli vekur tillaga um að stjórnarformanni hlutafélags verði ekki heimilt að taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem falla undir eðlileg störf stjórnarformanns. Samkvæmt athugun nefndarinnar fyrr á árinu höfðu sjö fyrirtæki í Kauphöll starfandi stjórnarformann en þau voru Bakkavör, Eimskip, Eskja, KB banki, Líf, Opin kerfi og Samherji. Þá vekur athygli tillaga um að hluthöfum verði auðveldað að fara fram á sérstaka rannsókn á starfsemi félags, og að nægilegt sé að tillaga um rannsókn hljóti fylgi hluthafa sem ráða yfir 1/10 hlutafjárins. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra telur það einna þýðingarmest að styrkja stöðu minni hluthafa. Hún segir markaðinn vera til fyrir almenning en ekki fyrir fyrirtækin og forstjórana. Gylfi Magnússon telur að þegar upp sé staðið muni breytingarnar á samkeppnisyfirvöldum skipta mestu máli. Þegar til lengri tíma sé litið muni þó bættir stjórnhættir fyrirtækja skila verulegum ávinningi fyrir þjóðarbúið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Samkeppnisstofnun verður skipt upp, stjórnarformanni hlutafélags verður bannað að starfa jafnframt að framkvæmdastjórn sama fyrirtækis og réttur minnihluta verður efldur, samkvæmt tillögum sem viðskiptaráðherra hyggst setja í lagafrumvörp í því skyni að auka traust á íslensku viðskiptalífi. Það var í byrjun árs sem ríkisstjórnin ákvað að skipa nefnd til að gera tillögur um hvernig bregðast mætti við aukinni samþjöppun í íslensku viðskiptalífi og hvernig mætti auka skilvirkni og traust á markaðnum. Viðskiptaráðherra og formaður nefndarinnar kynntu tillögurnar í dag en ráðherra boðaði jafnframt lagafrumvörp á Alþingi í haust á grundvelli þeirra. Nefndin er þó ekki á því að staðan hérlendis sé slæm. Gylfi Magnússon, formaður nefndarinnar segir stöðuna mun betri en hún hefur verið áður, hinsvegar geti hún orðið ennþá betri og það hafi verið stefna nefndarinnar. Hann segir að nefndin hafi ekki verið ánægð með allt í íslensku viðskiptalífi og reynt hafi verið að taka á því. Einnig hafi verið reynt að koma í veg fyrir þau vandamál komi upp hér á landi sem hafa verið að brenna fólk erlendis eins og ýmiskonar fyrirtækjahneiksli. Helsta tillagan lítur að því að skerpa eftirlit með samkeppnihömlum á markaði, veita meiru fjármagni til samkeppnisyfirvalda og að kljúfa Samkeppnisstofnun upp þannig að þau verkefni sem áður heyrðu undir Verðlagsstofnun fari annað. Þá er lagt til að samkeppnisyfirvöldum verði veitt heimild, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, til að krefjast þess að fyrirtæki, sem brotið hafa gegn ákvæðum samkeppnislaga, breyti skipulagi sínu. Tillögur nefndarinnar miða að því að auka minnihlutavernd í hlutafélögum, bæta upplýsingagjöf til hluthafa og gera hluthöfum auðveldara um vik að hafa áhrif á stjórn hlutafélaga á hluthafafundum. Athygli vekur tillaga um að stjórnarformanni hlutafélags verði ekki heimilt að taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem falla undir eðlileg störf stjórnarformanns. Samkvæmt athugun nefndarinnar fyrr á árinu höfðu sjö fyrirtæki í Kauphöll starfandi stjórnarformann en þau voru Bakkavör, Eimskip, Eskja, KB banki, Líf, Opin kerfi og Samherji. Þá vekur athygli tillaga um að hluthöfum verði auðveldað að fara fram á sérstaka rannsókn á starfsemi félags, og að nægilegt sé að tillaga um rannsókn hljóti fylgi hluthafa sem ráða yfir 1/10 hlutafjárins. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra telur það einna þýðingarmest að styrkja stöðu minni hluthafa. Hún segir markaðinn vera til fyrir almenning en ekki fyrir fyrirtækin og forstjórana. Gylfi Magnússon telur að þegar upp sé staðið muni breytingarnar á samkeppnisyfirvöldum skipta mestu máli. Þegar til lengri tíma sé litið muni þó bættir stjórnhættir fyrirtækja skila verulegum ávinningi fyrir þjóðarbúið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira