Margir þingmenn andvígir kaupunum 4. september 2004 00:01 Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru andvígir kaupum Símans á fjórðungshlut í Skjá einum. Sigurður Kári Kristjánsson efast um að Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, hafi tekið þátt í samningunum. Samkomulag hefur náðst um kaup Símans á 26 prósenta hlut í Skjá einum, en á meðal þess sem fylgir í pakkanum er Enski boltinn og þar með betri dreifing á útsnendingum um allt land. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er afar undrandi á þessum kaupum, enda segist hann hafa flutt mörg þingmál um að minnka umsvif ríkisins á fjarskipta og fjölmiðlamarkaði, og jafnvel lagt fram frumvarp um að selja Ríkisútvarpið. Hann segir þessi kaup Landssímans sem sé ríkisfyritæki, á eignarhlut í einkafyrirtæki, sé skref í þveröfuga átt. Hann segist ósáttur við að ríkisfyrirtæki sé að auka þátttöku hins opinbera á þessum markaði. Þá sé kaup á svona stórum hluta í Skjá einum ekki vera í samræmi við þau stefnumið sem talað hefði verið fyrir í sumar í tengslum við fjölmiðlalögin. Sigurður vill þó ekki draga ályktun um hvort þingmeirihluti myndi nást um málið ef það kæmi til kasta Alþingis. Hann segist þó vita af nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem ættu erfitt með að styðja svona gjörning. Hann segist ekki vita til þess að Geir H. Haarde hafi komið að þessum samningum og efast reyndar um að svo hafi verið, enda hafi hann þá ekki samþykki margra þingmanna Sjálfstæðisflokkins. Hann segist gera ráð fyrir að samningurinn hafi verið gerður á ábyrgð stjórnenda Símans. Það sé hins vegar ljóst að einhverjir þingmenn innan Sjálfstæðisflokksins séu ekki hrifnir af þessari þróun mála og að það sé ekki víðtækur stuðningu allra Sjálfstæðismanna við þessi viðskipti. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Sjá meira
Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru andvígir kaupum Símans á fjórðungshlut í Skjá einum. Sigurður Kári Kristjánsson efast um að Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, hafi tekið þátt í samningunum. Samkomulag hefur náðst um kaup Símans á 26 prósenta hlut í Skjá einum, en á meðal þess sem fylgir í pakkanum er Enski boltinn og þar með betri dreifing á útsnendingum um allt land. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er afar undrandi á þessum kaupum, enda segist hann hafa flutt mörg þingmál um að minnka umsvif ríkisins á fjarskipta og fjölmiðlamarkaði, og jafnvel lagt fram frumvarp um að selja Ríkisútvarpið. Hann segir þessi kaup Landssímans sem sé ríkisfyritæki, á eignarhlut í einkafyrirtæki, sé skref í þveröfuga átt. Hann segist ósáttur við að ríkisfyrirtæki sé að auka þátttöku hins opinbera á þessum markaði. Þá sé kaup á svona stórum hluta í Skjá einum ekki vera í samræmi við þau stefnumið sem talað hefði verið fyrir í sumar í tengslum við fjölmiðlalögin. Sigurður vill þó ekki draga ályktun um hvort þingmeirihluti myndi nást um málið ef það kæmi til kasta Alþingis. Hann segist þó vita af nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem ættu erfitt með að styðja svona gjörning. Hann segist ekki vita til þess að Geir H. Haarde hafi komið að þessum samningum og efast reyndar um að svo hafi verið, enda hafi hann þá ekki samþykki margra þingmanna Sjálfstæðisflokkins. Hann segist gera ráð fyrir að samningurinn hafi verið gerður á ábyrgð stjórnenda Símans. Það sé hins vegar ljóst að einhverjir þingmenn innan Sjálfstæðisflokksins séu ekki hrifnir af þessari þróun mála og að það sé ekki víðtækur stuðningu allra Sjálfstæðismanna við þessi viðskipti.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Sjá meira