Óvíst hvort allt verði boðið út 4. september 2004 00:01 "Það er engan veginn gefið að öll fjarskiptaþjónusta ríkisins sé útboðshæf," segir Stefán Jón Friðriksson, sérfræðingur á sviði opinberra innkaupa og útboða hjá fjármálaráðuneytinu og starfsmaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Aðeins tvö ríkisfyrirtæki hafa boðið út fjarskiptaþjónustu þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um að bjóða út rekstur þar sem því verði við komið. Útboðin eru í undirbúningi Ríkiskaupa. "Fjarskiptaþjónusta er ekki útboðsskyld samkvæmt lögum um opinber innkaup heldur er verið að gæta samræmis í stefnu stjórnvalda. Það er hluti af skýringunni hve seint var hafist handa við að undirbúa útboð þjónustunnar en einnig að fjarskiptamarkaðurinn er orðinn miklu þroskaðari og því er nú rétti tíminn til breytinga," segir Stefán. Sé horft til 52% sparnaðar sem Reykjavíkurborg náði við útboð á öllum símakostnaði ásamt kostnaði við gagnaflutninga og gagnalínuleigu má ætla að um verulegar fjárhæðir sé að ræða fyrir ríkissjóð; jafnvel um 745 milljónir króna. Stefán segir ekki rétt að bera saman ólíka hluti eins og gert sé í þessu tilviki. "Í útboði Reykjavíkurborgar er talað um takmarkaðan þátt af heildarfjarskiptum Reykjavíkurborgar. Inn í rúmlega 1.350 milljóna kostnaðartölu ríkisins gæti til dæmis reiknast rekstur á skipafjarskiptum og flugfjarskiptum. Það er allt annar hlutur og ekki víst að unnt sé að bjóða hann út þó það verði skoðað," segir Stefán. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir samkeppni fjarskiptafyrirtækja óeðlilega og að sumir haldi því fram að ríkisstjórnin sé að reyna að auka verðgildi Símans í fyrirhuguðu útboði með því að láta markaðinn halda að viðskipti við ríkissjóð fylgi með. "Það stenst engan veginn skoðun því nýr eigandi Símans getur ekki gengið að því vísu að ríkissjóður sé alltaf í viðskiptum við eitt og sama fyrirtækið," segir Guðmundur. Stefán segir ekki beðið með fjarskiptaútboð ríkisfyrirtækja til að auka verðmæti Símans fyrir sölu. Miklu fremur sé þess vænst að hagræðing og sparnaður náist með umræddu útboði. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Sjá meira
"Það er engan veginn gefið að öll fjarskiptaþjónusta ríkisins sé útboðshæf," segir Stefán Jón Friðriksson, sérfræðingur á sviði opinberra innkaupa og útboða hjá fjármálaráðuneytinu og starfsmaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Aðeins tvö ríkisfyrirtæki hafa boðið út fjarskiptaþjónustu þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um að bjóða út rekstur þar sem því verði við komið. Útboðin eru í undirbúningi Ríkiskaupa. "Fjarskiptaþjónusta er ekki útboðsskyld samkvæmt lögum um opinber innkaup heldur er verið að gæta samræmis í stefnu stjórnvalda. Það er hluti af skýringunni hve seint var hafist handa við að undirbúa útboð þjónustunnar en einnig að fjarskiptamarkaðurinn er orðinn miklu þroskaðari og því er nú rétti tíminn til breytinga," segir Stefán. Sé horft til 52% sparnaðar sem Reykjavíkurborg náði við útboð á öllum símakostnaði ásamt kostnaði við gagnaflutninga og gagnalínuleigu má ætla að um verulegar fjárhæðir sé að ræða fyrir ríkissjóð; jafnvel um 745 milljónir króna. Stefán segir ekki rétt að bera saman ólíka hluti eins og gert sé í þessu tilviki. "Í útboði Reykjavíkurborgar er talað um takmarkaðan þátt af heildarfjarskiptum Reykjavíkurborgar. Inn í rúmlega 1.350 milljóna kostnaðartölu ríkisins gæti til dæmis reiknast rekstur á skipafjarskiptum og flugfjarskiptum. Það er allt annar hlutur og ekki víst að unnt sé að bjóða hann út þó það verði skoðað," segir Stefán. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir samkeppni fjarskiptafyrirtækja óeðlilega og að sumir haldi því fram að ríkisstjórnin sé að reyna að auka verðgildi Símans í fyrirhuguðu útboði með því að láta markaðinn halda að viðskipti við ríkissjóð fylgi með. "Það stenst engan veginn skoðun því nýr eigandi Símans getur ekki gengið að því vísu að ríkissjóður sé alltaf í viðskiptum við eitt og sama fyrirtækið," segir Guðmundur. Stefán segir ekki beðið með fjarskiptaútboð ríkisfyrirtækja til að auka verðmæti Símans fyrir sölu. Miklu fremur sé þess vænst að hagræðing og sparnaður náist með umræddu útboði.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Sjá meira