Vöxtur í landsframleiðslu 9. september 2004 00:01 Landsframleiðslan nam átta 811 milljörðum króna í fyrra, sem var 3,4 prósenta vöxtur. Það er umfram allar spár, en einkaneysla heimilanna knýr hagvöxtinn áfram að verulegu leyti. Þessi vöxtur er yfir því sem hann hefur verið hér á landi að meðaltali síðastliðin tíu ár og nálgast að vera tvöfalt meiri í fyrra en í öðrum OECD ríkjum. Þetta er gríðar mikið stökk frá árinu 2002, þegar hagvöxturinn var neikvæður. Þegar landsframleiðslan er krufin, má rekja 6,6 prósent vaxtar til einkaneyslu, sem eru útgjöld heimilinna önnur en til húsnæðiskaupa. Semsagt almenn neyslugjöld og bílakaup, en ekki fjárfesting í sparnaði, eins og í verðbréfum. Þá má rekja 17,6 prósent vaxtarins til fjárfestingu einstaklinga og fyrirtækja. Þjóðarútgjöldin uxu því langt umfram landsframleiðsluna, eða um átta prósent, sem leiddi til verulegs halla á vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd, en sá halli nam tæpum 24 milljörðum króna, eða tæplega þremur prósentum af landsframleiðslu, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þá vekur stöðnun í útflutningi athygli, en hann jókst aðeins um 0,3 prósent í fyrra, eða mun minna en hann hefur gert að meðaltali undanfarin ár, og minna en útflutningur almennt í þeim löndum, sem við berum okkur helst saman við. Þessi gríðarlegi innflutningur stafar ekki af innkaupum á tækjum til nýs álvers, stækkun annars, Kárahnjúkavirkjunar og tveggja jarðvarmavirkjana til raforkuframleiðslu, því framkvæmdir við þau mannvirki eru svo skammt á veg komnar að ekki er farið að kaupa dýr tæki og búnað í verksmiðjurnar og orkuverin, til framleiðslunnar þar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Sjá meira
Landsframleiðslan nam átta 811 milljörðum króna í fyrra, sem var 3,4 prósenta vöxtur. Það er umfram allar spár, en einkaneysla heimilanna knýr hagvöxtinn áfram að verulegu leyti. Þessi vöxtur er yfir því sem hann hefur verið hér á landi að meðaltali síðastliðin tíu ár og nálgast að vera tvöfalt meiri í fyrra en í öðrum OECD ríkjum. Þetta er gríðar mikið stökk frá árinu 2002, þegar hagvöxturinn var neikvæður. Þegar landsframleiðslan er krufin, má rekja 6,6 prósent vaxtar til einkaneyslu, sem eru útgjöld heimilinna önnur en til húsnæðiskaupa. Semsagt almenn neyslugjöld og bílakaup, en ekki fjárfesting í sparnaði, eins og í verðbréfum. Þá má rekja 17,6 prósent vaxtarins til fjárfestingu einstaklinga og fyrirtækja. Þjóðarútgjöldin uxu því langt umfram landsframleiðsluna, eða um átta prósent, sem leiddi til verulegs halla á vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd, en sá halli nam tæpum 24 milljörðum króna, eða tæplega þremur prósentum af landsframleiðslu, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þá vekur stöðnun í útflutningi athygli, en hann jókst aðeins um 0,3 prósent í fyrra, eða mun minna en hann hefur gert að meðaltali undanfarin ár, og minna en útflutningur almennt í þeim löndum, sem við berum okkur helst saman við. Þessi gríðarlegi innflutningur stafar ekki af innkaupum á tækjum til nýs álvers, stækkun annars, Kárahnjúkavirkjunar og tveggja jarðvarmavirkjana til raforkuframleiðslu, því framkvæmdir við þau mannvirki eru svo skammt á veg komnar að ekki er farið að kaupa dýr tæki og búnað í verksmiðjurnar og orkuverin, til framleiðslunnar þar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ásdís Eir, Aðalheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Sjá meira