Viðbúið að kennaraverkfall verði 15. september 2004 00:01 Sveitarfélögin hafa ekki breytt formlegum kröfum sínum í kjaraviðræðum við kennara frá því í maí, samkvæmt Karli Björnssyni sviðstjóra kjarasviðs sveitarfélaga. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir að gangi viðræðurnar með sama hætti næstu daga og undanfarna sé viðbúið að verkfall skelli á 20. september. Skólastjórnandi sem Fréttablaðið ræddi við segir kjaranefnd kennara í vanda. Síðasti kjarasamningur hafi minnkað sveigjanleika í vinnu kennara. Þeir vinni meira en áður en geti ekki farið fram á launahækkun vegna vinnu sem ekki sé meiri á pappírum. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir ummælin ekki eiga skylt við raunveruleikann. Þeir glími ekki við þennan vanda. Ásmundur segir enga niðurstöðu kjaraviðræðnanna í hendi að neinu tagi. Hann segir að þrátt fyrir að sveitarfélögin hafi ekki breytt kröfum sínum hafi ýmislegt gerst í samningsviðræðunum frá því í maí. "Aðilar hafa verið í samfelldum fundarhöldum og velt upp hugmyndum og leiðum til að leysa mál. Sú umræða hefur ekki skilað niðustöðu og hún er ekki í sjónmáli. Mikið ber í milli og við vitum ekki hvert áframhaldið verður," segir Ásmundur: "Það er vilji að hálfu beggjað að leysa málið. Hvort menn nái saman er óvíst." Náist ekki samningar fyrir mánudag fara um 4.400 kennarar í verkfall og 43 þúsund börn verða send heim í heilsdagsumsjá foreldra. Það skapar fyrirtækjunum vanda. Þau huga að dagvistun fyrir börn starfsmanna í nafni foreldrafélaga fyrirtækjanna. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Sveitarfélögin hafa ekki breytt formlegum kröfum sínum í kjaraviðræðum við kennara frá því í maí, samkvæmt Karli Björnssyni sviðstjóra kjarasviðs sveitarfélaga. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir að gangi viðræðurnar með sama hætti næstu daga og undanfarna sé viðbúið að verkfall skelli á 20. september. Skólastjórnandi sem Fréttablaðið ræddi við segir kjaranefnd kennara í vanda. Síðasti kjarasamningur hafi minnkað sveigjanleika í vinnu kennara. Þeir vinni meira en áður en geti ekki farið fram á launahækkun vegna vinnu sem ekki sé meiri á pappírum. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir ummælin ekki eiga skylt við raunveruleikann. Þeir glími ekki við þennan vanda. Ásmundur segir enga niðurstöðu kjaraviðræðnanna í hendi að neinu tagi. Hann segir að þrátt fyrir að sveitarfélögin hafi ekki breytt kröfum sínum hafi ýmislegt gerst í samningsviðræðunum frá því í maí. "Aðilar hafa verið í samfelldum fundarhöldum og velt upp hugmyndum og leiðum til að leysa mál. Sú umræða hefur ekki skilað niðustöðu og hún er ekki í sjónmáli. Mikið ber í milli og við vitum ekki hvert áframhaldið verður," segir Ásmundur: "Það er vilji að hálfu beggjað að leysa málið. Hvort menn nái saman er óvíst." Náist ekki samningar fyrir mánudag fara um 4.400 kennarar í verkfall og 43 þúsund börn verða send heim í heilsdagsumsjá foreldra. Það skapar fyrirtækjunum vanda. Þau huga að dagvistun fyrir börn starfsmanna í nafni foreldrafélaga fyrirtækjanna.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira